Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 23. janúar 1977 33 þau með ræðismannin- um og Alexej að skoða hin heimsfrægu teppi og sjá hvemig þau væru of- in. Þótt þessi teppi væru gerð af mikilli list, þá fannst þeim systkinun- um ekki mjög mikið um þau. Á ferðum sinum höfðu þau séð svo mikið af austurlenzkum iðn- aði, að þeim var það ekkert nýmæli. Árna þótti miklu meira gam- an að koma inn til silfur- smiða og á vinnustofur málmiðnaðarmanna og sjá handtök þeirra. Hann undraðist, hve þeir gátu gert fagra gripi með einföldum verkfærum. Þar voru dýrindisskálar, föt og skrautgripir. Slik lista- verk taldi Árni, að sjaldnast væru á boð- stólum i Vesturlöndum. Og ódýrt var þetta. Ef Árni hafði skilið smiðina rétt, þá seldu þeir skart- gripina aðallega eftir vigt og tóku sáralitið fyrir vinnu sina. Þegar setið var að hádegisverði, kom ræðismaðurinn með þá tillögu, að þau færu öll eftir hádegið i dálitla ökuferð að borgar- rústum Dariusar, en þá voru fornfræðingar ein- mitt að grafa þær upp. Hann fullvissaði þau um, að þetta væru mjög merkilegar rústir. Það væru um tiu kilómetrar út að rústunum, og þau yrðu aldrei nema þrjá klukkutima i ferðinni. Frú Curgon sagðist vera þreytt og vildi hvila sig, þar sem þau yrðu að leggja upp aftur næsta , dag. Kitty sagði ekki neitt, en ræðismaðurinn áleit að hún væri sama sinnis. Þau urðu þvi fjögur, sem fóru: Árni, ■ Berit, Alexej og ræðis-1 maðurinn. Hann átti, gamlan, fjórhjólaðan vagn, sem tveir, stórir hestargengu fyrir. Berit i fannst það vera regluleg nautn að setjast i þessi mjúku vagnsæti. F\rst óku þau sama veginn og þau höfðu komið um ■ kvöldið. Þau fóru i gegn- um sömu blóma- breiðurnar, og nú sá Berit betur en áður, hve undur fagrar þær voru. Aldrei á ævi sinni hafði hún séð slikar blóma- breiður. Eftir dálitla stund beygðu þau út af aðal- veginum og stefndu á hæðardrög i norðvestur- [ átt. Að baki þeim voru hinar fornfrægu borgar- rústir. Berit sat i fram- sætinu við hlið ræðis- mannsinns og leit á ný yfir blómaskrúðið. Allt umhverfið var svo frið- sælt og fagurt. ,,Nei, Berit!” kallaði Árni allt i einu. ,,Sjáðu þetta einkennilega dökka ský, rétt að baki okkar”. Bæði Berit og ræðis- maðurinn litu við. „Guð hjálpi okkur! Þetta eru engisprettur”, hrópaði ræðismaðurinn. „Hvilikur ægilegur fjöldi! Bara að þær steypist ekki yfir okk- ur”. En það var einmitt, sem þær gerðu. Eftir nokkur augnablik hafði þetta ægilega, dökka ský náð þeim, og þvi fylgdi einkennilegur, brakandi þytur. Seinna var Árna sagt, að þetta hljóð myndaðist á fluginu, þegar afturlappirnar strykjust við vængina. Loftið umhveríis þau varð gljáandi og blik- andi. Milljónir mílljóna af þessum gulbrúnu, gljándi skordýrum skullu á fólkinu og vagn- inum og mergðin var svo mikil, að alveg von- laust var að bera hönd fyrir höfuð sér. Þótt fólkið reyndi að berja frá sér, þá var það eins og að slá út i loftið. Nokkur hundruð, eða ef til vill þúsundir. féllu dauðar við höggin, en önnur hundruð og þús- undir steyptu sér þá yfir vagninn. Hestarnir trylltust og þutu eitt- hvað út i loftið með vagninn. Kjálkarnir brotnuðu og vagninn sat eftir, en hestarnir þutu út i loftið. í þvi tókst þeim Árna og Alexej að draga tjaldið yfir vagn- inn og loka gluggunum. Þeim létti, en hræðilegt var að sjá, hvernig þau litu út. Þau voru öll löðr- andi i blóði, en i sætunum og á gólfinu lágu hrúgur af dauðum engisprettum. A vagn- inum dundi eins og dynj- andihaglél. Það dimmdi úti fyrir gluggunum og loftið inni var þrungið af ógeðslegri, væminni lykt. Ekkert þeirra gat gert sér þess fulla grein, hve lengi þau sátu þarna innilokuð, en Berit fannst liðinn fullur klukkutimi, er loks fór að grána úti fyrir gluggunum, og ekki dundi eins þétt á vagn- inum. Svo varð skyndi- lega bjart, og skýið var liðið hjá eins skyndilega og það kom. Berit varð fyrst til að opna glugga. Langt i burtu sá hún skýið bverfa i norðurátt. Svo leit út sem þetta lifándi ský varu um 100 metra þykkt, og ef til vill nokkrir kilómetrar á hvorn veg. Hvilikur ótölulegur fjöldi dýra var i þessu þykkni! Vafalaust margir milljarðar (þúsundir milljóna). En hvar voru blómabreiðurnar? Berit glennti upp augun. Ekki eitt einasta blóm var sjáanlegt. Ekki eitt ein- asta blað eða stilkur. Umhverfis þau var kol- svart flag. Engisprett- umar höfðu eytt öllum gróðri eins og eldur hefði geisað. Nú skildu þau Árni og Berit, hvers vegna engisprettumar eru taldar i hinum sjö plágum i bibliunni. Ökumaðurinn fór af stað að leita að hest- unum. En vagninn var eyðilagður og i honum gátu þau ekkert komist. Þau urðu að sleppa þvi að sjá borgarrústirnar og fara gangandi aftur til Caha, Árni var með allan hugann hjá engisprett- unum og lét ræðismann- inn aldrei i friði með spurningunum: Hvers vegna hópuðust þær saman i svona gifurlega hópa?” En ræðismaður- inn gat fáu svarað. Hann var litlu fróðari. En hann sagði, að svona óskaplegur fjöldi, eins og i dag, sem liti út eins og heljarmikið þrumu- ský, væri mjög sjald- gæft. Hann sagði, að slikt kæmi aðeins fyrir á margra ára fresti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.