Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. janúar 1977 17 GEIRSBÆR og mótmælendatrúarfólk í húsagerðarlist 1975 voru t.d. samþykktar breytingar á þjóöminjalögum, og stofnaður var sérstakur húsafriðunarsjóöur. „Hlutverk hans er að veita styrki til viö- halds og endurbóta húsa, hús- hluta og annarra mannvirkja, sem að dómi húsafriðunar- nefndar hafa menningarsögu- legt gildi og stuðla að friðun húsa.” Leggur rikissjóður fram tutt- ugu krónur á hvern ibúa lands- ins og jafnhátt framlag á að koma frá sveitarfélögum. Tuttugukallinn var settur i sambandi viö byggingavísitölu og er oröinn hærri núna. Þennan sjóð á að nota til þess að styrkja húseigendur til þess að færa merkileg hús i upphaflega gerð og til þess að reyna að bjarga þeim frá tortimingu. Ég veit ekki hvort sjóðurinn hefur þeg- ar bjargað byggingum undan kúlunni, en þetta er þó viss viðleitni. Þótt fengnir séu peningar i einstökum tilfellum, þá dregur það að sumu leyti skammt. Að banna breytingar á húsum og friða, eða friðlýsa einstök hús landsmanna er oft á tiðum vondur hlutur. 1 hverfinu sem égbýi, (Njarðargata) erigangi nokkurs konar friðun. Bannað er að breyta þar húsum. Nefnd frá bænum, tveggja manna nefnd, rannsakaöi bæinn og gerði friðunartillögur, sem siðan voru samþykktar af borg- inni. Þeim húsum má ekki breyta. Nú hagar svo til, að þetta eru þægindalitlar ibúöir og menn freistast til að reyna að laga þær til. Það eru t.d. engar svalir með þessum íbúðum, böð og fleira vantar, sem tilheyrir nútímalegum ibúðum. Ekki má heldur lyfta þaki (nema i mjög einkennilegum tilvikum), ekki setja kvisti. Hins vegar fæst leyfi til þess að byggja svalir á Freyjugötunni, þegar komið er fyrir friöaða hornið. Þar má lika smiöa kvisti, lyfta þaki, og má nefna húsnúmerog eigendur ef einhver vill það. Lika má byggja við húsin fyrir austan okkur, ef menn vilja það, þvi þar er ekki friðað. Ódýrast að „friða” annarra eignir Ég get ósköp vel fallizt á list- rænar forsendur þeirra er mátu húsin til friöunar. Þau minna á herskálana hans Kristjáns fjórða, sem var mikill konungur i Danmörku og mikill bygginga- meistari lika. En þarna er sett „kvöð” á suma en ekki aðra, hömlur á fasteignir, sem ekki voru fyrir. Ef borgin vill friöa eitthvað á hún að kaupa það handa sér sjálf, en ekki skikka einstaklinga til þess aö búa eins og borgin vill. Njarðargatan, Nönnugatan, Válastigurinn og allt það er Landspitalalóðin er fremur þröng og svar húsameistarans er auðvitað það, að haf a bygg- ingar lágar og fyrirferðar- miklar. Annað er eftir þvi. Nýjar stiltegundir bætast i si- fellu við það sem fyrir var. Þessar myndir eru af geðdeildinni, nýju. Naust i Hæstakaupstað á Isa- firði er sorglegt dæmi um húsaniðurrif á lslandi. Húsið var reist af Björgvinar kaup- mönnum áriö 1788-1791, en rif- ið árið 1943. Þetta hús stæði enn ef mótmælendur hefðu veriö komnir til skjalanna þá og hin nýju viðhorf heföu ver- ið fullmótuð. Furðuverk heilbrigðisstjórn- arinnar. Landspítalinn. Siðan verðurfram haldið niöur fyrir Hringbraut og hún færist suð- ur fyrir UmVerðarmiöstöðina, en Umferðarmiðstööin verður á lóö Landspítalans. byggingasöguleg gullnáma. A vissan hátt a.m.k. Menn reistu sér hús i jökulöldunni, inni i stórgrýtinu. Mjög litil hús og göturnar voru mjóar eins og hjá Aröbunum, sem fundu upp reikninginn. Ef menn vantaöi pláss, þá byggðu þeir bara herbergi, eða reistu kvisti, og menn voru ekki að leggja á sig mikil ferðalög til yfirvalda vegna þess arna. Einhver hefur sagt mér, að hverfið sé að mestu reist af sjómönnum, og þeir voru svo fátækir aö þeir höfðu ekki efni á að byggja ólistræn hús. Svona mætti lengi halda áfram að hlaöa lofi á listrænar forsendur fyrir friðunaraðgerð- um borgarinnar, en það eru þó ibúar, eða öllu heldur eigendur þessara húsa, sem látnir eru borga fyrir feguröarþorsta höfuðborgarinnar, þessu má ekki gleyma. Það rétta væri, að sveitarfé- lög gætu ekki friðað hús að neinu leyti nema kaupa það fyrst, eða með eignaupptöku siðar. Annars endar það með þvi að ekki verður neitt friðað i borginni, nema það sem kostar borgina hreinlega ekki neitt. Til mála koma þó samningar við fólk, sem vill hafa allt óbreytt og borgin getur selt friðuð hús aftur með þeirri kvöð að engu megi breyta. Það eru aðeins þessi bréf um friðun á manns eigin eignum, svona upp úr þurru, sem eru ekki góð latina á timum þæginda og frelsis. Húsafriðun og nýjar byggingar Það er eðli, djúpt sokkið i vitund almennings, aö tvær þjóðir séu i landinu, þjóðin og þeir sem með völdin fara. Bygginganefndin les ekki bréfin af Njaröargötunni og Niður undir flugbrautarenda er verið að grafa fyrir nýju húsi. Þetta er þó ekki flug- skóli, heldur læknaskóli. Haðarstignum með sömu tilfinningu, eða andakt og bréfin frá Landspitalanum, enda skiptir i tvö horn. A Njarðargöt- unni má ekkert, á Landspitala- lóðinni má hins vegar allt. Ekki virðist til sú velsæmisregla i byggingalist að hún sé ekki brotin þar, og nú siðast hafa þeir um kring eina almennilega húsið á lóðinni — gamla Land- spitalann — sem nú himir inni i (eða mun gera það) vonarhöll- um heilbrigöisstjórnarinnar. Jú, gamla lekandadeildin, eða sjötta deildin, sem er eldri en sexið, hún stendur enn og nú undir þvottahúsvegg. Aðrar minjar um húmanisma eru ekki á þeirri lóð. Ekkert nema atomsprengja af stærstu sort getur nú bjargað vorhúsi læknisfræðinnar á Is- landi, Landspitalanum, þvi menn hafa stundað stilæfingar i steinsteypu óáreittir svo lengi, að búið er að eyöileggja svo til allt. Um þetta þegja blöö, lika þaublöð sem rjúka upp, ef mað- urinn með kúluna hefur sést á erli i gamla bænum, en þó er þetta liklega meiri synd frá sjónarmiði húsagerðarlist- arinnar en að fjarlægja bæði arjótaþorpið og Torfuna i sömu :erðinni. Það þýðir ekkertað skjóta sér iak við læknisfræðina með ivona axarsköft, það batnar ;ngum i svona húsum, og fram- ivæmdir á öðrum stað, t.d. i grennd við Borgarspitalann nefðu kostaö þjóðina mikiu minna en þetta. Læknislistin er göfug og alls góðs makleg, og hún veröskuld- ar ekki svona vinnubrögð. Þetta dæmi sýnir okkur, að það þarf fleira aö friða en gömul timburhús frá öldinni sem leið, og það dugar skammt að senda mönnum bréf á Njarðargötuna, þar sem „þvi miður” er rúmfrekast og þyngst á metun- um. Við verðum lika að stöðva leikföng þeirra húsagerðar- manna, sem nú ætla að læöa Landspitalanum undir horniö á aðalflugbraut Reykjavikurflug- vallar, og verður það út af fyrir sig að telja meira með veikind- um en skipulagsfræðum, al- mennt séð. Við vitum þvi nú, að það þarf aðfriða framtiöina ekki siður en hina dönsku sögu. Við vitum lika, að til eru arki- tektar, sem kunna á umhverfi sitt, til að mynda Hróbjartur Hróbjartsson, sem byggði sér nýverið hús við Njarðargötu — og á þann hátt, að manni fannst það alltaf hafa verið þar. Svona menn þyrftu að standa i varð- sveitum, fremst til að fjalla um húsateikningar i borginni,- Þegar öllu er á botninn hvolft er ösköp litill munur á þvi, fagurfræðilega, að læöast um með kúlu og brjóta niöur merki- leg hús og fara hljóðlega inn á óbyggð svæði með vondar samþykktar teikningar af hús- um undir hendinni og byrja að grafa og steypa. Þetta verða þeir að athuga, sem helga sig hinni nýju listgrein, mótmælum gegn niðurrifi fornra húsa og mannvirkja. Sér i lagi verður þessi mót- mælendaflokkur aö vera á verði gegn hópvinnu arkitekta og samþykktum meirihluta bygg- inganefnda. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.