Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.02.1983, Blaðsíða 68
einkaframtak Efalaust eini íslendingurinn s Elíeser Jónsson hefur veriö með hugann viö flug og flugvélar meira og minna síðan hann man eftir sér. Hann hefur einnig haft atvinnu sína af flugi, að mestu leyti, síðan árið 1962 þegar hann og nokkrir félagar stofnuðu fyrirtækið Flugferðir hf utan um rekstur á einni Cessna 140. Það fyrirtæki þróaðist síðan í Flug- stöðina hf en 1965 var keypt Cessna 172 Skyhawk og T'.'íeser snéri sér alfarið að leiguflugi auk þess sem hann fékk n við flugkennslu. Eins og oft vill verða skrúfaði fyrirtækið uppá sig og þegar mest var hafði Flugstöðin hf 14 starfsmenn, flugmenn og flugvirkja og átti 10 — 12 flugvélar. Reksturinn gekk fremur vel og fór batnandi ár frá ári, en Elíeser hafði keypt hluti hinna stofnendanna eftir því sem þeir buðust og Flugstöðin hf þvi rekin sem fjölskyldufyrirtæki. Rekur eina flugvél — land- mælingaflug Elíeser tók sitt sólopróf áriö 1947 og atvinnuflugmanns- prófiö tók hann sama árið í Hamble nærri Southampton á Englandi eftir nám þar. Síðan hefur margt á dagana drifið og skráóir flugtímar Elíesereru nú nærri 10 þúsund. Umsvif Flug- stöðvarinnar hf þessa stundina byggjast á rekstri einnar vélar sem er sérstaklega útbúin fyrir loftljósmyndun og landmæl- ingarverkefni. Elíeser hefur haft verkefni fyrir þessa vél bæði hér innanlands og er- lendis, en áður en við förum nánar út í þá sálma er rétt að gera nokkra grein fyrir þessari flugvél. TF-ERR er af gerðinni Rock- well Turbo Commander 690A. Vélin er tveggja hreyfla skrúfu- þota með jafnþrýstingsbúnaði, fyrir flughæð allt að 31 þúsund fet og flýgur með 240 — 270 mílna hraða á klukkustund. Þessi vél er meö ,,forstjórainn- réttingu", sætum fyrir 8 far- þega og fullkomnum flugleið- sögutækjum. Elíeser segist gera ráð fyrir 1200 sjómílna flugþoli miðað við logn, t.d. leiðin Köben/Rvk þótt flugþol vélarinnar sé nokkru meira. TF-ERR er framleidd árið 1974 og er Elíeser nýbúinn að end- urnýja mótorana. Vélin er sér- staklega búin til loftljósmynd- unar en það lét Elíeser gera úti í Bandaríkjunum áóur en hann flaug vélinni heim vorið 1980. Þessi breyting á vélinni, en það er á henni sérstakt gat með þykku sérhönnuðu gleri fyrir Ijósmyndun, kostaði 54 þúsund dollara árið 1980, þar af kost- aói glerið sjálft 16 þúsund doll- ara. Við spurðum Elíeser hvað hefði ráðið því að hann valdi einmitt þessa ákveðnu gerð af flugvél í Ijósmyndunarflugið. Hann sagöist hafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir mikla leit, að þetta væri besta vélin fyrir loftljósmyndun í 3000 — 30000 feta hæð, hún væri sér- staklega stöðug, sem væri lyk- ilatriði, auk þess sem hún byði upþá góða vinnuaðstöðu um borð. Verkefni heima og erlendis Elíeser hefur tekið að sér flug fyrir Landmælingar is- lands á hverju ári síðan 1969. í fyrra vetur. frá því í nóvember og fram í febrúar. flaug Elíeser fyri" breska fyrirtækið Hunting Surveys Ltd í London, en verk- efnið var í Líberíu í Afríku, Ijós- myndunarflug vegna korta- gerðar. Hunting Surveys Ltd. er með stærstu fyrirtækjum á sviði kortagerðar og tekur að sér verkefni um allan heim. Elí- eser er búinn að Ijúka einu verkefni fyrir Hunting Surveys í Nepal, en það kom uppá s.l. haust. Hlutirnir ganga nokkuð hægt fyrir sig í stjórnkerfinu hjá þeim í Nepal og hafði verkefnið því nokkuð langan aðdrag- anda. Þaö var fólgið í loftljós- myndun vegna áveitufram- kvæmda, sem fyrirhugaöar eru á vegum Nepalstjórnar. Auk Elíesar var um borð Ijósmynd- ari frá Hunting Surveys Ltd. og var mest flogið í 2800 feta hæð við landamæri Nepals og Ind- lands en þar er landió aðeins 250 fet yfir sjávarmáli. Annars er Nepal hálent og fjöllótt land, fjöllin þar eru 25 — 27 þúsund fet á hæð og Mount Everest þeirra hæst, að sjálfsögðu, rúm 29 þúsund fet. Nú er beðið eftir nýjum samningum á milli Hunting Survey og Nepalstjórnar og taldi Elíeser að þau mál væru að skýrast þessa dagana, en vélina geymir hann í Dubai við Persaflóa. Einnig er annað verkefni í sigtinu en það er í einu af furstadæmum við Persaflóa, Quatar en gert er ráð fyrir að það verk verði unnió að loknu síðara verkefn- inu í Nepal. Elíeser hefureinnig 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.