Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 6
6 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR ����������������������������� ������������� �� �� �� �� �� �� � Dró sér fé Kona á fertugsaldri var fyrir skemmstu dæmd í þriggja ára skil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega fjórar milljónir króna sem þjónustufulltrúi í útibúi Íslandsbanka á Húsavík. Konan hefur endurgreitt upphæðina að fullu. HÉRAÐSDÓMUR ALDRAÐIR Um níutíu aldraðir ein- staklingar, sem lokið hafa með- ferð, dvelja á bráðadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss og komast hvergi vegna skorts á úrræðum til vistunar. „Þetta fólk er eins og fangar inni á spítala,“ sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Samfylk- ingunni, á Alþingi í gær. „Ég veit dæmi þess að þó nokkr- ir aldraðir hafa búið við þessar aðstæður í heilt ár og jafnvel lengur. Það er verið að ræna þetta fólk lífsgæðum á efri árum,“ sagði Ásta og spurði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hvort ætlunin væri að bregðast við vandanum. Jón sagði að umræddir sjúk- lingar byggju við erfiðustu aðstæðurnar þar sem bráðveikir gengju fyrir á þeim deildum auk þess sem annað gengi þar fyrir en að gera aðstæður heimilisleg- ar. Hann sagði að 89 biðu vistar, þar af 62 á öldrunarsviði, 13 á lyflækningasviði, 8 á skurðlækn- ingasviði, 2 á endurhæfingarsviði og 4 á öðrum sviðum. Fimm hafa beðið vistunar í meira en eitt ár sagði Jón. Spurt var einnig hvort komið yrði til móts við sjúklinga sem þyrftu á súrefnisgjöf að halda með hærri daggjöldum. Jón sagði að að þegar væri greitt fyrir súrefniskostnað og ekki stæði til að breyta því. - jh Dæmi um að aldraðir bíði á bráðadeild að lokinni meðferð í meira en ár: Eins og fangar á sjúkrahúsi ÓFREMDARÁSTAND Um 90 aldraðir dvelja á bráðadeild Landspítalans og komast hvergi vegna húsnæðisskorts. HAÍTÍ, AP Haítíbúar fögnuðu á götum úti í gær er út spurðist að Réne Pré- val, fyrrverandi forseti, sem nýtur mikilla vinsælda meðal hinna fátækustu í röðum e y j a r s k e g g j a , hefði verið lýstur sigurvegari for- setakosninganna sem fram fóru í síðustu viku. Kjörstjórn lýsti Préval sigurvegara, með 50,1 pró- senta fylgi, um kl. 1.30 í fyrrinótt að staðartíma og afstýrði þar með frekari uppþotum þar sem stuðn- ingsmenn Prévals voru farnir að láta ófriðlega og saka bráðabirgða- stjórn landsins um að beita svik- um til að hafa sigurinn af þeirra manni. - aa RENE PRÉVAL Forsetakosningar á Haítí: Préval lýstur sigurvegari SAKAMÁL „Mín persónulega skoðun er sú að ekki hafi verið um götu- gengi að ræða heldur tel ég mun líklegra að þarna hafi atvinnu- menn verið á ferð,“ segir Fuent- es Real yfirlögregluþjónn í aust- urhluta El Salvador um morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas Jovel. „Ég get ekkert sagt um rannsóknina annað en það að hún er í fullum gangi og lögreglan hefur sett hana í algjöran forgang og nýtur aðstoðar sérsveitar lög- reglunnar.“ Í líkhúsi Instituto De Medicina Legal Doctor Roberto Masferrer þar sem líkin voru rannsökuð fengust þær upplýsingar að Jón hefði verið skotinn tólf skotum og Brenda sautján. Einar Sveinsson, eiginmað- ur ræðismanns Íslands í El Salvador, hefur verið að aðstoða ættingja Jóns við að fá líkið heim en hann vill ekki geta sér til um hvenær það mál verði í höfn. Hann hefur einnig verið í sambandi við lögregluyfir- völd þar í landi vegna þessa máls, en það var Einar sem bar kennsl á Jón í líkhúsinu á mánudag. Violeta Polanco, upplýsinga- fulltrúi lögreglunnar, segir að í síðasta mánuði hafi 317 morð verið framin í landinu og talið er að 60 til 70 prósent af þeim séu framin af götugengjum eða einhverjum tengdum þeim. Ekki hafði Polanco tölur um það hversu mörg mál lög- reglan hafði leyst. Á síðasta ári voru 180 manns handteknir fyrir morð sem er aðeins brot af þeim morðum sem framin eru, en þó ber þess að minnast að oft hefur sami mað- urinn mörg morð á samviskunni. Real segir að hverfið Zona Rosa þar sem Jóni Þór og Brendu var rænt sé mjög hættulegt hverfi og hann undrast að þau skyldu hafa verið þar að næturlagi. Í dagblaðinu La Prensa Graf- ica segir frá nýlegri könnun sem gerð var í El Salvador en sam- kvæmt henni telja um 40 prósent landsmanna að stærsta vandamál landsins sé óöryggi sem fólk finn- ur fyrir vegna ofbeldis sem þar viðgengst en álíka margir nefna efnahagsástandið. Ekki náðist samband við utan- ríkisráðherra Íslands vegna máls- ins. jse@frettabladid.is Rannsókn morðsins í algjörum forgangi Lögreglan í El Salvador vinnur hörðum höndum að rannsókn morðsins á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas Jovel. Hann var skotinn tólf skotum og hún sautján. Yfirlögregluþjónn telur atvinnumenn hafa verið að verki. KJÖRKASSINN Gafstu blóm í tilefni Valentínus- ardagsins? Já 7,9% Nei 92,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttastu að fuglaflensan berist hingað til lands? Segðu þína skoðun á Vísir.is Dæmdur ósakhæfur Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms yfir geðveikum manni sem ofsótti réttar- lækni eftir að hann hafði gert erfða- rannsóknir í faðernismáli sem maðurinn tengdist. Maðurinn var úrskurðaður ósakhæfur sökum geðveiki, en var gert að greiða lækninum 300 þúsund krónur í miskabætur. HÆSTIRÉTTUR Tveir lentu utan vegar Tveir bílar óku út af Ólafsfjarðarvegi snemma í gærmorgun. Veður og skyggni var slæmt og misstu ökumennirnir í báðum tilvikum sjónar á veginum. LÖGREGLUFRÉTT Biður Íslendinga um hjálp „Við höfum ekki hugmynd um það hverjir voru þarna að verki,“ segir Blanca Nuries Jovel de Martinez, móðir Brendu Salinas Jovel, sem fannst látin ásamt Jóni Þór Ólafssyni í El Salvador. „Hér er mikið um ofbeld- isverk en þó ekki jafn hryllileg og þetta. Svo hafa fjölmiðlar tekið þessa umfjöllun af dagskrá síðustu daga og ég veit ekki af hverju en það lítur jafn- vel þannig út að einhverjir hagsmunir spili þarna inn í. Hann vann jú fyrir fyr- irtæki sem er að gera mjög mikilvæga hluti fyrir landið okkar.“ Hún segir að Brenda hafi verið ekkja en maður hennar var myrtur árið 2000. „Ég á tvær aðrar dætur og tvo drengi en svo átti Brenda tvö börn tíu og sex ára. Nú þegar maður horfir upp á það að fólk sem á svo glæsta framtíð er tekið af lífi vil ég óska eftir því að Ísland og í raun allar þjóðir heimsins komi okkur í til hjálpar hér í El Salvador því við búum við ástand sem er óviðunandi og enginn virðist ráða við.“ Fjölskylda Brendu rekur öryggis- og leyniþjónustufyrirtæki. Brenda starfaði hjá fyrirtækinu. Hyggst fjölskyldan rannsaka málið upp á eigin spýtur. Hún telur líklegt að leigumorðingjar hafi unnið ódæðisverkið en ekki hin illræmdu götugengi. „Þeir báðu ekki um peninga eða neitt og þeir hafa ekki haft í frammi hótanir við okkur. Þau voru einu sinni áður tekin í gíslingu í hverfinu þar sem þeim var rænt nú um helgina. Í það skiptið voru peningarnir teknir af þeim og þeim svo sleppt,“ segir hún að lokum. JÓN ÞÓR ÓLAFSSON FRÁ VETTVANGI Þessi mynd var tekin á vettvangi. Nú er rannsókn í fullum gangi og er sérsveit lögreglunnar að vinna að henni ásamt lögreglu. ÍRAK, AP Innanríkisráðuneyti Íraks kannar nú hvort íraska lögreglan hafi gert út vígasveitir, að sögn yfirmanns innan ráðuneytisins í gær. Tilkynnt var um rannsóknina eftir að 12 lík fundust á þremur mismunandi stöðum í sjíahverfi Bagdadborgar en ummerki bentu til þess að vígasveit hefði skotið mennina og losað sig svo við líkin. Hussein Kamal, aðstoðarinn- anríkisráðherra Íraks, sagði að ákvörðunin um rannsóknina hefði verið tekin eftir að bandarískir hermenn handtóku 22 menn í lög- reglubúningum með súnní araba nokkurn sem þeir ætluðu að svipta lífi í síðasta mánuði. Bandarískir hermenn hafa fundið sannanir á því að mennirnir í vígasveitinni séu meðlimir vegalögreglu innan- ríkisráðuneytis Íraks, er haft eftir yfirmanni innan bandaríska hers- ins á fréttasíðu bandaríska blaðs- ins the Chicago Tribune í gær. Lík súnní araba, með bundið fyrir augu þeirra, kefluð og skot- in í höfuðið, hafa verið að finnast mánuðum saman í Bagdad. Leið- togar súnní araba segja síja-mús- líma í lögreglu- eða herbúning- um bera ábyrgð á þeim, og fagna súnní arabar rannsókninni. - smk Íraska ríkisstjórnin hrindir af stað rannsókn innan lögreglu landsins: Tilvist vígasveitar könnuð LÖGREGLUMAÐUR Íraskur lögreglumaður fer yfir vopnabirgðir flotans. NORDICPHOTOS/AFP TAÍVAN, AP Taívanskir stútar hafa nú val um refsingu sína fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Annað hvort greiða þeir sekt, eða þeir spila mahjong við eldri borgara. Sífellt færist í aukana þar í landi að gefa minniháttar afbrota- mönnum verkefni í þjónustu hins almenna borgara frekar en að senda þá í fangelsi eða láta þá sópa götur. Mahjong spilið hefur þegar kennt fjölmörgum stútum, innbrotsþjófum og þeim sem birt hafa myndir af nöktu fólki á net- inu að sýna sér eldra fólki ást og umhyggju, að sögn Hsu Yi-ling sem starfar fyrir saksóknaraemb- ættið í Norður-Taívan. - smk Fullum bílstjórum hegnt: Gert að spila mahjong
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.