Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 12
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR12 BÆJARMÁL „Við höfum orðið varir við mikinn áhuga bæði félagasam- taka og einstaklinga sem lýst hafa áhuga á kaupum á eigninni og það viljum við skoða,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn að auglýsa Kópavogshæli til sölu þrátt fyrir mótbárur minni- hlutans. Er mat þeirra að eignin sé menningarlegur arfur og bund- in sögu bæjarins en Gunnar ítrek- ar að ekki sé verið að selja eignina heldur eingöngu kanna hversu mikill áhugi sé fyrir kaupum og að það verði haft að leiðarljósi hvaða hlutverki eignin eigi að gegna hjá áhugasömum kaupendum. „Það er úr vöndu að ráða vegna þess að gera þarf eign- ina upp og það kostar töluverða fjármuni og eignin er bænum dýr. En ég ítreka að ekkert verð- ur aðhafst hvað sölu varðar og hún verður ekki seld nema að vel athuguðu máli. Persónulega treysti ég einkaaðilum nógu vel til að fara með og reka slíkt mann- virki eins og bænum.“ - aöe GUNNAR BIRGISSON Ákveðið að auglýsa Kópavogshæli til sölu: Mikill áhugi á hælinu Nú getur fjölskyldan flogið saman fyrir ódýrara fargjald á manninn en nokkru sinni fyrr. Tilvalið til að bregða sér af bæ, heimsækja afa og ömmu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Aðeins 1 króna fyrir börnin! 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Þetta einstaka tilboðsfargjald • gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • gildir 17. febrúar – 17. mars • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu – www.flugfelag.is www.flugfelag.is | 570 3030 Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 2 9 7 9 8 1 0 / 2 0 0 5 GENF, ÍRAK, AP Bandaríkjunum ber að færa alla fanga í Guant- anamo-fangabúðunum fyrir rétt eða sleppa þeim ella, og ætti að banna alla þá meðferð á föngum sem flokkast sem pyntingar, segir í skýrslu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Ennfremur ætti Banda- ríkjastjórn að láta loka fangabúð- unum tafarlaust. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá stofnunum SÞ í Genf svaraði því til að nefndarmenn hefðu lítið kannað þau gögn sem Bandaríkja- stjórn lagði fram, og hefðu þar að auki ekki heimsótt fangelsið. Síðan rannsóknin hófst árið 2002, fóru sérfræðingarnir ítrekað fram á heimsókn og var loks boðið í fyrra, en afþökkuðu þegar ljóst varð að þeim yrði ekki heimilaður aðgangur að föngunum. Um 490 manns dúsa nú í fang- elsinu í herstöð Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu, þó einungis um tugur þeirra hafi verið formlega ákærður síðan fangelsið var tekið í notkun árið 2001. Mennirnir eru grunaðir um að vera liðsmenn al-Kaída- hryðjuverkasamtakanna eða tali- banastjórnarinnar fyrrverandi í Afganistan. Bandaríska varnar- málaráðuneytið hefur viðurkennt misþyrmingar á föngum í fangels- inu í 10 tilvikum. Skýrslan var gerð opinber degi eftir að SBS-sjónvarpsstöðin í Ástralíu sýndi myndir sem sagð- ar eru vera úr Abu Ghraib-fang- elsinu sem Bandaríkjaher rekur í Írak. Myndirnar eru sagðar vera frá árinu 2003 og eru öllu hrotta- fengnari en þær sem áður hafa verið birtar úr því fangelsi og sem urðu til þess að níu lágt settir her- menn voru gerðir brottrækir úr hernum eða fangelsaðir í allt að 10 ár fyrir illa meðferð á föngum. Forsætisráðherra Íraks og pakistanska ríkisstjórnin hafa fordæmt myndirnar, en talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa sagt það ábyrgðarlaust af hendi forráða- manna sjónvarpsstöðvarinnar að birta þær þegar meintum ger- endum hefur þegar verið hegnt. Jafnframt hafa þeir viðurkennt að myndirnar hafi verið hluti af sönnunargögnum í málsmeðferð gegn nokkrum bandarískum her- mönnum. Stjórnendur sjónvarpsstöðv- arinnar ásaka Bandaríkjastjórn hins vegar um að hafa reynt að hylma yfir hversu hrottafengin meðferðin á föngunum var og segja myndirnar nauðsynlegar svo heimurinn átti sig á því sem raunverulega gerðist í fangels- inu. Jafnframt bæri bandarískum yfirvöldum að opna málið á ný. smk@frettabladid.is Ber að loka fangelsinu Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir að loka eigi tafarlaust fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Hart er nú deilt á Bandaríkjaher vegna meintra pyntinga þar og í Abu Ghraib í Írak. FANGI BANDARÍKJAHERS Fangi í fangelsinu við Guantanamoflóa á Kúbu í fylgd bandarískra varða. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir að loka beri fangelsinu þegar í stað og að færa alla fanga þess fyrir dómstóla, ellegar sleppa þeim úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.