Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 24
17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Metro-dagblaðanna telur að nýtt
fríblað á vegum Dagsbrúnar eigi
eftir að njóta velgegni í Danmörku.
Segir hann í viðtali við vefsíðu
Berlingske tidende í gær að honum
finnist hugmyndin mjög spennandi
og hann telji að pláss sé fyrir fleiri
fríblöð á danska markaðnum.
Framkvæmdastjóri útgáfufé-
lags Berlingske tidende er einnig
jákvæður og segir að blaðið muni
hafa góð áhrif á dagblaðamarkað-
inn. Hann segist ekki óttast sam-
keppnina.
Samkvæmt frétt viðskiptablaðs
Berlingske tidende í gær mun frí-
blaðið í fyrsta lagi koma út í haust,
en nú standi yfir samningavið-
ræður við prentsmiðjur og dreif-
ingaraðila. Einnig er sagt frá því
að Fréttablaðið hafi náð góðum
árangri á Íslandi og fljótlega velt
Morgunblaðinu úr sessi sem mest
lesna dagblaði landsins.
Haft er eftir Mikael Torfasyni,
fyrrverandi ritstjóra DV, að dönsku
dagblöðin muni nú sjá fram á harða
samkeppni og án efa missa hluta af
auglýsingatekjum sínum. - ks
Kynt undir gengi hjá vélstjórum.
Gengi stofnfjárbréfa í SPV hefur hækkað um 20
prósent á einni viku, úr 50 krónum á hlut í 60. Um
helgina varð mikil hækkun á sjóðnum þegar sjálf-
stæður fjárfestir hóf að hringja í stofnfjáreigendur
og bjóða í bréf þeirra.
Frá áramótum hefur stofnféð hækkað um 100
prósent og kostar nú einn stofnfjárhlutur 2.352.900
kr. Markaðsvirði SPV er því um 7,5 milljarðar króna.
Stjórn SPV mun funda næstkomandi miðvikudag
þar sem væntanlega verða tekin til samþykktar
breytingar í stofnfjáreigandahópnum. Menn eru
því að drífa sig í að kaupa fyrir fund og verður í
framhaldinu spennandi að sjá hvaða blokkir verða
sterkastar í sjóðnum á komandi aðalfundi.
Norðlensk viðvörunarbjalla
Markaðurinn tók að lækka eftir hádegið í
gær. Skýringin er líklegast taka hagnaðar hjá
fjárfestum eftir miklar hækkanir að undan-
förnu. Þá kann einnig að hafa haft áhrif að úr við-
skiptadeild Háskólans á Akureyri mátti heyra rödd
um það að hækkanir sem þær sem hafa verið að
undanförnu ættu sér ekki neinar líkar í víðri veröld.
Íslendingar eru jú einstakir, þannig að það teljast
nú varla fréttir. Hins vegar mátti greina pirring í
mörgum á markaði yfir þessum orðum og fannst
skotið yfir markið. Hækkanir að undanförnu væru
ekki sjálfkrafa merki um að markaður myndi lækka
eða um bólu væri að ræða, Flestir sérfræðingar eru
á því að markaðurinn beri ekki merki bólu, þótt
telja megi að kátínan sé stundum dáldið hressileg
á honum blessuðum. Alltént geta þeir sem kaupa
nú á fullu ekki sagt að viðvörunarbjöllur hafi ekki
hljómað, en þær byrja oft að hljóma dáldið löngu
áður en eldarnir kvikna.
Nýskráning bíla í janúarmánuði
jókst um átta prósent í samanburði
við janúarmánuð í fyrra, samkvæmt
nýjum tölum ACEA, samtaka
evrópskra bílaframleiðenda.
Aukningin er heldur yfir meðaltali
Evrópusambands- og EFTA-ríkja á
sama tíma sem er 2,6 prósent.
Athygli vekur að mjög dregur
úr nýskráningum milli ára, því
þegar borinn er saman desember
2004 og 2005, nam aukning 41,3
prósentum. Einungis Lettar gerðu
betur með 46,2 prósenta aukningu.
Þar virðist uppsveiflan hins vegar
í fullum gangi enn og aukning
í nýskráningum í samanburði
janúarmánaða 2005 og 2006
nemur 58,5 prósentum.
„Átta pró-
sent er gríðar-
leg aukning,
því árið í fyrra
var metár,“
segir Runólf-
ur Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri Félags
íslenskra bif-
reiðaeigenda.
Hann segir
aukninguna ekki síst mikla því í
janúar í fyrra hafi einn stærsti
bílsalinn, Toyota, verið með sér-
stakt tilboð í gangi á ákveðnum
árgerðum, en núna í janúar hafi
verið ákveðin þurrð þar vegna
þess að beðið hafi verið eftir
nýrri útgáfu RAV-smájeppans.
„Það geta verið svona staðbundn-
ar ástæður sem skekkja heildar-
myndina, en mér heyrist á bíl-
greinunum að árið fari betur af
stað en menn áttu von á. Bílavið-
skipti ganga í ákveðnum bylgjum
og fylgja gjarnan hagsveiflum.
Auðvitað getur ákveðin mettun
átt sér stað, en neyslan er líka
stór þáttur í þessu. Bílabylgja
byrjar yfirleitt á undan hagsveifl-
unni upp á við og byrjar að hníga
aðeins áður en hagsveiflan fer að
ganga niður,“ segir Runólfur og
telur því óvitlaust að hafa auga
með þróun á bílamarkaði, þótt
ekki sé hann að spá neinni niður-
sveiflu nú.
Í tölum ACEA kemur fram að
sem fyrr séu bílar frá VW Group
vinsælastir, en meðal tegunda
samstæðunnar eru Volkswagen,
Audi, Seat, Skoda, Bentley og
Lamborghini.
ólikr@frettabladid.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.876 -0,71% Fjöldi viðskipta: 1.431
Velta: 9.780 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 57,70 +1,80% ... Alfesca
4,28 +0,50% ... Atorka 6,15 -0,80% ... Bakkavör 53,10 +0,80% ...
Dagsbrún 6,21 +3,50% ... FL Group 26,40 -4,00% ... Flaga 3,91
+1,00% ... Íslandsbanki 22,00 -2,70% ... KB banki 985,00 -1,40%
... Kögun 65,00 -0,20% ... Landsbankinn 31,40 +1,00% ... Marel
62,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 18,20 +1,10% ... Straumur-
Burðarás 21,00 -1,40% ... Össur 105,00 -0,50%
MESTA HÆKKUN
TM 8,57%
Dagsbrún 3,50%
HB Grandi 2,70%
MESTA LÆKKUN
FL Group 4,00%
Íslandsbanki 2,66%
Avion 2,12%
The International Business Academy
Skamlingvejen 32 . DK-6000 Kolding . Tlf. +45 72 24 18 00 . Fax +45 72 24 18 08
iba@ibc.dk . www.iba.dk
Alþjóða Markaðs- og Viðskiptanám.
Kynningarfundur Mánudaginn 20. febrúar 2006
kl. 17 – 19 á Nordica Hotel, Reykjavík.
IBA býður upp á 2 ára markaðs-og viðskiptanám með áherslu á markaðsfræði, viðskipti og hagfræði.
Boðið er upp á fimm brautir:
Alþjóðabraut
–áhersla er lögð á markaðsfræði, samskipti og alþjóðaviðskipti.
Hægt er að velja um verklega þjálfun í 3 - 6 mánuði hjá erlendu eða dönsku fyrirtæki.
Stjórnunarbraut
–áhersla er lögð á stjórnun, (HRM), og stjórnunarfræði.
Samskiptabraut
–áhersla er lögð á markaðssamskipti og alþjóða markaðssetningu.
Auglýsingabraut
–áhersla er lögð á hönnun/auglýsingar.
Nýsköpunarbraut
Áhersla lögð á nýbreytni og sköpun.
Verkleg þjálfun
Á öllum brautum getur námið tengst verklegri þjálfun hjá
þekktum fyrirtækjum í Danmörku
og erlendis eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM,
Alfa Laval, Danfoss, LEGO, B-Young o.fl..
Framhaldsnám
Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis.
Upplýsingar gefur Íris í síma 860 8888.
Hringdu eða
sendu okkur
tölvupóst og
finndu út hver-
nig þú getur
orðið hluti af
þessu spen-
nandi námsu-
mhverfi sem
IBA býður
uppá. Einnig
getið þið fengið
ýtarlegar
upplýsingar hjá
skólanum.
GREIÐA GÓÐAN ARÐ Hluthafar í TM eiga
von á 200 prósenta arði.
Stjórn TM leggur til að greiddur
verði 200 prósenta arður, eða
tvær krónur á hlut, til hluthafa
vegna ársins 2005. Samtals nemur
arðgreiðslan 1.809 milljónum
króna sem er fjórðungur af
hagnaði síðasta árs.
Stærstan skerf fær Eyjafjöl-
skyldan, Guðbjörg Matthíasdóttir
og fjölskylda, sem á um 43 prósent
hlutafjár í TM en gangi tillaga
stjórnar eftir fær hún 806 millj-
ónir króna fyrir sinn snúð.
TM hefur greitt háan arð á
undanförnum árum. Þannig var
greiddur út 100 prósenta arður
af nafnverði hlutafjár í fyrra, eða
907 milljónir króna, og einn millj-
arður króna árið 2004. - eþa
Myndarlegar arð-
greiðslur í TM
Í VERKSMIÐJU VW Í ÞÝSKALANDI Starfskona kemur Volkswagenmerkinu fyrir á nýjan bíl í
Wolfsburg. VW Group selur bílaframleiðenda mest í Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP
RUNÓLFUR ÓLAFS-
SON
Hægir á nýskráningu bíla
Vísbendingar eru um að hægt hafi á nýskráningu bíla hér á landi. í fyrra
var metár í sölu nýrra bíla og segir framkvæmdastjóri FÍB ákveðinn sigur
felast í að halda í horfinu.
MARKAÐSPUNKTAR...
Tap að jafnvirði 2,9 milljónum evra varð
á rekstri Finnair PLC á síðasta ársfjórð-
ungi. Straumur Burðarás á rúmlega 10
prósenta hlut í félaginu.
Í gær gaf þýski bankinn kfW út krónu-
bréf fyrir 10 milljarða króna. Bankinn
hefur nú alls gefið út 43 milljarða króna
og er stærsti útgefandi krónubréfa um
þessar mundir.
Kortavelta Íslendinga erlendis nam
tæplega 2,9 milljörðum króna í janúar
og hafði þá vaxið um 50 prósent frá því
í fyrra á föstu gengi krónunnar.
Flaga tapaði 1,4 milljónum banda-
ríkjadala á árinu sem var að líða eða
90 milljónum króna. Tapið kemur að
mestu leyti fram á fjórða ársfjórðungi
þegar kostnaður við skipulagsbreyt-
ingar var gjaldfærður að upphæð
160 milljónir króna.
Að ððru leyti var nokkur vöxtur
á milli ára, tekjur jukust þannig um
31 prósent. Á fjórða ársfjórðungi
var sett sölumet þegar selt var fyrir
570 milljónir króna sem var fjögurra
prósenta aukning frá sama tímabili
í fyrra.
Flaga er fjársterkt félag með eig-
infjárhlutfall um 66 prósent. - eþa
Tap hjá Flögu
RÝMI FYRIR FLEIRI BLÖÐ Tveir aðilar sem unnið hafa við danska fríblaðamarkaðinn telja að
pláss sé fyrir fleiri fríblöð.
Jákvæðir á gengi
nýs fríblaðs
Peningaskápurinn...