Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 3 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. Rósmarín, ólífur og salt setja sterkan svip á þetta brauð. Rósmarín hefur verið notað sem krydd frá örófi alda. Kryddjurtin er ættuð frá Miðjarðar- hafslöndum og talin búa yfir ýmsum kröftum. Rómverjar og Grikkir trúðu meðal annars á mátt jurtarinnar til að skerpa minni fólks og því var jurt- in notuð sem tákn um tryggð milli elskenda og brúðarkransar gerðir úr ilmandi brúskum jurtarinnar. Njótið því brauðsins með rómantískri mál- tíð; fiskisúpu, eða einhverri hlýlegri kássu, eða brjótið það eitt og sér til að bægja frá ykkur óminnishegr- anum. BRAUÐIÐ: 250 g hveiti 1 pk. þurrger 1/2 tsk. maldon salt 2,5 dl volgt vatn ÁLEGG: Hnefafylli af svörtum ólífum 1 dl góð ólífuolía 1-2 brúskar af fersku rósmarín maldon salt Leysið gerið upp í ylvolgu vatni (40 gráður) í stórri skál og blandið því næst um það bil 1/3 af hveitinu saman við vökvann. Hyljið skálina og setjið til hliðar og látið degið hefast í 30 til 45 mínútur. Bætið þá afganginum af hveitinu og saltinu í skálina. Hnoðið deigið í skálinni þar til það loðir vel saman og klístrast ekki lengur. Setjið deigið því næst á olíusmurða og hveitistráða plötu og fletjið það út þar til það þekur um það bil 25x30 cm svæði. Penslið brauðið með ólífuolíu og setjið ólífur og rósmarín á víð og dreif um brauðið og látið brauðið svo hefast á plötunni í 30 mínútur til viðbótar. Bakið brauðið ofarlega í 200 gráðu heitum ofni í um það bil 10 til 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallega gullið á lit. Takið brauðið úr ofninum og penslið það strax ríkulega með ólífuolíu og stráið að lokum grófu maldonsaltinu yfir allt. Mér finnst gott að hafa brauðið vel salt en það er þó smekksatriði. Ólífu- og rósmarínbrauð Hafnar eru tilraunir við að vinna afurðir úr geitamjólk á Íslandi. Vonast er til að afurðir geitarinnar bjargi henni frá útrýmingu. Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum eins og ýmis annar búfénaður. Íslenski geitastofninn hefur ekki bland- ast öðrum stofnum í þúsund ár og telja margir því nauðsynlegt að varðveita stofninn, sem telur aðeins 400 geitur og er talinn í útrýmingarhættu. Besta leiðin til að styrkja geitastofninn er að nýta afurð- ir geitanna. Nú er að hefjast tilraunaframleiðsla á geitaostum í mjólkurbúinu í Búðardal. Fram- leiðslan var reynd fyrir tíu árum en henni var hætt þar sem hrá- efnisöflun var ekki jafn trygg og hún er nú. Geitur eru á um fjörutíu bæjum víða um land. Stærsta hjörðin mun vera um áttatíu geitur á Háafelli á Hvítársíðu en þaðan er nú þegar farið að senda geitamjólk til mjólkurbúsins í Búðardal. Þá er vonandi að geitaafurð- ir fái jákvæð viðbrögð neytenda en nefna má sem dæmi að í Asíu og Afríku er geitakjöt yfirleitt í meiri metum en lambakjöt þar sem geitakjötið er fitusnauðara. Geitaafurðir til bjargar Óttast er að íslenska geitastofninum sé hætt við að útrýmast. Til að bjarga stofninum er nú farið að vinna afurðir úr geitamjólk á Íslandi. Konudagskakan góða UPPSKRIFT FRÁ ÁSGEIRI SANDHOLT BAKARAMEISTARA. 2 hvítir botnar, heimabakaðir eða keyptir 250 ml ananassafi 1 pk. frosin hindber 250 g rjómi ástaraldin aðrir ávextir að vild Létt karabískt krem 120 ml ananassafi 100 g kókosmjólk safi úr 1 limeávexti 15-20 g Malibu romm (má sleppa) 3 eggjarauður 1 egg 10 g maisenamjöl 2 blöð matarlím (samt. 4 g) 200 ml rjómi Aðferð við kremið: Allt sett í pott nema matarlímið og rjóminn og hrært saman yfir hita þar til það fer að þykkna. Þá er það tekið af hellunni og matarlímið sett út í og hrært saman við þegar það hefur leyst upp. Þá er kremið kælt þar til það verður fingurvolgt. Þá er rjóminn þeyttur og settur út í. Þegar kakan er sett saman eru botnarnir bleyttir með 250 ml af ananassafa. Síðan er kremið sett á neðri botninn og hindber ofan á (þau fást frosin í flestum búðum). Efri botninn er settur þar ofan á og síðan er tertan skreytt með þeyttum rjóma, ástaraldinum og/eða öðrum ávöxtum. uppskrift } Konudagskakan úr smiðju Ásgeirs Sandholt. Vín frá Puglia-héraði á syðsta odda Ítalíu hafa náð miklum vinsældum á Norðurlöndum allra síðustu ár. Fjöldamörg vín hafa komið fram á sjónarsviðið en það vín sem lengst- um hefur dregið vagninn og mestra vin- sælda notið heitir A Mano. Hér á landi hefur það verið mjög vinsælt enda traust og gott vín á hagstæðu verði. Nú er kominn nýr árgangur í Vínbúðirnar og þykir hann sá allra besti hingað til. „Árið 2003 var mjög árangursríkt hjá okkur,“ segir maðurinn á bak við A Mano, bandaríski víngerðarmaðurinn Mark S. Shannon. Hann fluttist til Puglia fyrir nokkrum árum og ákvað í samstarfi við konu sína Elvezia að hefja vínrækt. Á undraskömmum tíma hafa vín þeirra vakið heimsathygli. Ekki síður vekur athygli að Bandaríkjamaður skuli gera innrás í ítalska vínmenningu þar sem hefðin er sterk og menn ekki mikið fyrir að láta einhverja útlendinga segja sér fyrir verk- um. En heimamenn tóku Shannon í sátt um leið og þeir smökkuðu á hinum frá- bæru vínum þeirra hjóna sem hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Auk A Mano fást önnur vín frá þeim hér á landi, Promessa Rosso Salento og Promessa Negroamaro. Verð í Vínbúðum: Promessa Rosso Salento kostar 990 kr. í flösku en 3.590 kr. í þriggja lítra kassa. P r o m e s s a Negroamaro og A Mano kosta 1.090 kr. PROMESSA OG A MANO: Traust og góð á hagstæðu verði 3% meira magn af mjólkurvörum seldist í janúar en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti sölunnar var 536 milljónir en var 507 milljónir í fyrra, það er 5,6% aukning. Lítrarnir voru hins vegar tæplega 3.900 þúsund. Þróun í helstu vöruflokkum var þannig að sala á drykkjarmjólk jókst um 0,8% milli ára. Sala á bragðbætt- um mjólkurvörum um 0,7% milli ára. Sala á tilbúnum réttum jókst um 0,5% milli ára. Í frétt á vefnum bondi. is kemur fram að í janúar í ár var einum söludegi meira en í janúar í fyrra sem skýrir söluaukninguna að mestu leyti. Mjólk selst vel MJÓLKURVÖRUR FRÁ MS SELJAST BETUR Í ÁR EN Á SAMA TÍMA Í FYRRA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.