Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 40
Ferðin var farin í þeim tilgangi að slá hraðametið á leiðinni frá Patriot Hills til Suðurpólsins. Fyrra metið var tuttugu og fjórir sólarhringar en Gunnar og breskir félagar hans slógu metið svo um munaði og fóru leiðina á 69 klukkutímum og 30 mínútum. „Hugmyndin varð til hjá Bretun- um. Þeir voru á pólnum einhvern tíma og þegar þeir voru að leggja af stað heim sáu þeir Land Rover keyra um borð í flugvél. Þeir ákváðu þá að þeir einu sem gætu slegið metið og keyrt þessa tólfhundruð kíló- metra á stuttum tíma væru Íslend- ingar,“ segir Gunnar. Þeir höfðu svo samband við Gunnar og hann smíðaði bílinn sem notaður var. Til fyrirmyndar notaði hann bíl sem hann smíðaði fyrir sjö árum, sex hjóla Econoline sem gengur undir nafninu Icecool og er í eigu hans sjálfs. „Ég klónaði gamla bílinn algjör- lega enda hefur hann reynst vel. Bíllinn stóð sig líka mjög vel í ferð- inni. Það bilaði einn reimastrekkj- ari en allt annað var í stakasta lagi allan tímann. Lykillinn var að vinna heimavinnuna hér á Íslandi, það skipti höfuðmáli og allar ákvarð- anir og breytingar voru skoðaðar frá A til Ö áður en þær voru fram- kvæmdar. Enda prufaði ég ekki bílinn nema í klukkustund áður en hann var sendur út. Rétt skaust upp á Mýrdalsjökul, niður í fjöru og svo beina leið í skip,“ segir Gunnar. Erfiðasta áskorunin reyndist líka ekki vera að koma bílnum á leiðar- enda, heldur að halda sér vakandi allan tímann. „Það var rosalega erfitt,“ segir Gunnar. „Þetta er svo hrikalega óslétt svæði á köflum. Og ólíkt því sem við þekkjum hér. Þarna er alltaf frost þannig að snjórinn hlýnar aldrei og stirðn- ar aldrei. Hann skefur í skafskafla sem eru grjótharðir. Það er aldrei snjóbráð þarna svo þetta var allt grjóthart. Að vita að kannski næstu þrjúhundruð kílómetrar sem voru framundan væru í svona færi var oft erfið tilhugsun. Í samanburði við þetta er barnaleikur að keyra yfir hálendi Íslands,“ segir Gunnar. Það er þó ljóst að samspil manns og vélar hefur gengið vel því í tæp- lega þrjá sólarhringa stóðu bæði Gunnar og bíllinn í ströngu og slógu hvorugur feilpúst. Því til sönnunar er heimsmet sem verður vart sleg- ið í bráð, enda bætingin rúmlega áttföld frá síðasta meti. Hápunktur ferðarinnar var svo auðvitað koman á Suðurpólinn. „Það var stórkostlegt að ná loksins þessu langþráða markmiði. Ég var orðinn mjög þreyttur en gat trapp- að mig niður. Ég gat ekki sofið fyrst nema í klukkutíma og klukkutíma en að lokum náði ég að hvílast,“ segir Gunnar. Dvölin á pólnum stóð í fjóra daga og það kom Gunnari mikið á óvart hversu mannmargt var þar. „Það er mikil byggð þarna. Á pólnum sjálfum eru 250 manns við vinnu og ég var hissa að sjá hvað voru mikil umsvif þarna og mikið um að vera. Ég vissi að það væri eitthvað þarna en ekkert í líkingu við þetta. Okkur var mjög vel tekið, ekki síst af því að við komum keyr- andi en það gerist ekki á hverjum degi. Við fengum að fara um allt og skoða allt og var hvergi bannað að vera. Það voru allir mjög vinalegir og engin vandamál. Við þurftum náttúrlega að vera sjálfbjarga með mat og þess háttar, enda von á þessum stað, en móttökurnar voru mjög góðar,“ segir Gunnar. Það krefst umtalsverðrar kunn- áttu, færni og reynslu að takast á við verkefni eins og það að smíða bíl og slá á honum heimsmet við svo erfiðar aðstæður. Þar að auki var tíminn til verksins knappur því haft var samband við Gunnar í apríl á síðasta ári, aðeins átta mánuðum áður en pólnum var náð. Gunnar hefur helgað hluta lífs síns jeppamennsku. 1980 eignaðist hann sinn fyrsta jeppa, Ford Bronco árgerð 1973. „Maður var aðeins með puttann í þessu áður. Ég átti svo Willy‘s og síðar LandCruiser sem ég smíðaði báða. 1999 smíðaði ég svo Icecool og hef verið á honum síðan. Frá 1991 var ég í torfærunni, fyrst á Willy‘s og svo á torfærugrind sem ég smíðaði,“ segir Gunnar og bætir við að uppáhaldsferðirnar hans séu vetrarferðir með félögum hans úr Jöklarannsóknarfélaginu. „Þeir eru uppáhaldsferðafélagar mínir. Þetta er um sex bíla hópur sem hefur ferðast svolítið saman og við þekkj- um hvern annan.“ Að loknu ævintýrinu á Suð- urpólnum er bíllinn á leiðinni til Íslands í yfirferð og viðhald. Því næst fer hann aftur til Bretlands þar sem hann verður til sýnis í háskól- um og söfnum í tengslum við Suð- urpólinn. Að því loknu verður hann settur á safn. Spurður hvort honum finnist ekki sárt að sjá svo fullkom- inn og góðan ferðabíl fara strax á safn segist Gunnar þvert á móti vera ákaflega stoltur af honum. „Íslenska leiðin væri sú að útjaska honum á fjöllum og láta hann svo standa undir húsvegg í tuttugu eða þrjátíu ár, gera hann þá upp og setja loks á safn. Mér líst mjög vel á að hann fari strax á safn í sínu besta formi,“ segir Gunnar. Áform um næstu áskorun eru ekki alveg ljós. „Mig langar rosalega að fara þvert yfir Suðurskautið á alveg eins bíl, með viðkomu á pólnum. Ég veit svosem ekki hvort það verður úr. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir íslenski jeppasmiðurinn sem lét sig ekki muna um að slá heimsmet hinum megin á hnettinum. 6 Húðum felgur og dráttarbeisli Felguhúðun á 4.500kr stk S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur E igum á l ager 350 R A L l i t i Pólýhúðun ehf Gunnar Egilsson jeppasmiður setti í vetur heimsmet þegar hann ók frá Patriot Hills að Suðurpólnum á 69 klukkutímum og 30 mínútum. Bílinn smíðaði hann sjálfur fyrir Breta sem voru með honum í ferðinni. Sem fyrirmynd hafði hann bíl sem hann smíðaði fyrir sjö árum og gengur undir nafninu Icecool. LJÓSMYNDIR: GUNNAR EGILSSON Erfiðast að halda sér vakandi í 69 klukkutíma Gunnar Egilsson þarf vart að kynna. Hann gat sér gott orð í torfæruíþróttinni fyrir nokkrum árum, hefur verið viðloðandi jeppamennsku enn lengur og hefur breytt og smíðað bíla undir merkjum Icecool, þar á meðal sex hjóla bíla sem snúa hausum hvert sem þeir fara. Nýjasta afrek Gunnars, og líklega það sem hann er hvað frægastur fyrir, er ferð hans á Suðurpólinn. Gunnar á Suðurpólnum. Aðeins liðu átta mánuðir frá því að haft var samband við hann þar til hann stóð á pólnum. Í bakgrunni er bíllinn sem hann smíðaði sérstaklega fyrir ferðina. Í Chile var bíllinn settur í flugvél sem flaug með hann til Patriot Hills. Þegar Gunnar kom heim til Íslands aftur biðu félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 eftir honum við Rauðavatn þar sem þeir mynduðu heiðursvörð. LJÓSMYND: ÓSKAR ANDRI Brak af DC6-flugvél sem brotlenti á Suðurskaut- inu 1991. Áhöfnin komst öll lífs af, en misslösuð. Hreyfill vélarinnar klippti fætur og höfuðleður af einum í áhöfninni. Töluvert þarf af útbúnaði til að ferð- ast 1.200 kílómetra. ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.