Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 44
Þessi ferð er fyrst og fremst vetrarferð. Á sumrin er allt of mikið af kviksyndi á svæðinu, þar sem hellarnir eru við jökulröndina. Farið er á jökulinn Húsafells- megin við skálann Jaka. Þaðan fer maður í norður eftir jökulröndinni. Á milli Eiríksjökuls og Langjökuls, rétt hjá Flosaskarði, eru svakalega fallegir íshellar sem jeppamenn fundu árið 2004. Þeir eru frekar stórir, um 400 metra langir. Það er vel hægt að heimsækja hellana á einum degi, sé farið frá Reykjavík. Vetrarferðir á jeppum eru náttúrlega alltaf hálfgerðar óvissu- ferðir og maður veit aldrei hverju maður á eftir að lenda í. Það er best að búa sig undir krapa, sérstaklega rétt hjá íshellunum og á leiðinni niður jökulinn Flosaskarðsmegin. Ef veður og snjóalög eru með betra móti er upplagt að skreppa upp á Geitlandsjökul í leiðinni. Síðan er möguleiki að fara í gegn- um Þingvelli á bakaleiðinni eftir Kaldadalnum. Það er heldur ekki slæmt að fara niður meðfram Langafelli. Íshellarnir eru þó hiklaust hápunktur ferðarinnar og ég mæli með því að taka með sér mann- brodda til að hægt sé að ganga inn hellana. Nauðsynlegt er að fara varlega í hellunum. 10 Náttúran spilar öllum helstu trompum sínum út svo úr verður stórbrotið sjónarspil. LJÓSMYND: THORSTEN HENN Íshellarnir í Langjökli Daði Jóhannesson er mikill jeppa- kall og finnst honum fátt skemmti- legra en að skella sér í góðar jeppa- ferðir. Daði ekur um á PowerPatrol, árgerð 1992, og fengum við hann til að setja saman lista yfir það sem honum finnst nauðsynlegt að taka með þegar hann fer á fjöll. „Það er ýmislegt sem þarf að huga að áður en maður skellir sér á fjöllin, þegar ég fer á fjöll tek ég með mér skóflu, járnkall, drullutjakk, teygju- spotta, verkfæri, vöðlur, stroffur, loftmæli og nóg af olíu,“ sagði Daði. Hann mælir einnig með því að fólk taki eitthvað af varahlutum en það fer náttúrlega eftir því hvernig ferðir er verið að fara. „Síðan tek ég auðvitað bara þetta venjulega með mér, þ.e. hlý föt, myndavél, nesti og gjarnan svefnpoka. Það er nefnilega aldrei að vita nema það þurfi að gista í skrjóðn- um og þá verður maður að vera undir það búinn,“ sagði Daði en bíll hans er búinn fjarskiptakerfi og leiðsögutækjum. „Já, hann er með NMT- og GSM- síma ásamt VHF- og CB-talstöðvum. Svo er einnig GPS og fartölva með kortagrunni. Annar útbúnaður bíls- ins er svo kapítuli út af fyrir sig,“ sagði Daði en ekki er annað hægt segja en að hann sé vel búinn undir fjallaferðir. Ýmislegt sem huga þarf að fyrir fjallaferðirnar Daði Jóhannesson við jeppann sinn fullbúinn. Íshellarnir í Langjökli eru svo sannarlega þess virði að heimsækja þá. Ferðin hentar vel sem dagsferð af suðvesturhorni landsins. LJÓSMYND: THORSTEN HENN THORSTEN HENN Ljósmyndari Bíll: Toyota LC 120 á 38“ dekkjum { leiðin mín } ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sé verið að ferðast að vetri til getur skipt miklu máli að hafa yfir miklu ljósmagni að ráða. Augljósast er hversu miklu það getur munað í myrkri að sjá nokkra tugi eða hundruð metra aukalega fram fyrir bílinn, því leiðarval fer oft mikið eftir allra næsta umhverfi. Að auki geta mismunandi aukaljós gefið betri sýn við mis- munandi aðstæður. Í lágrenningi finnst mörgum gott að keyra við gul ljós. Dreyfiljós henta vel í þoku eða skafrenningi til að sjá veg- kanta til hliðar við bílinn. Jafn- vel í dagsbirtu getur verið gott að nota öfluga kastara til að lýsa upp snjó fyrir framan bílinn. Þannig er hægt að mynda skugga og sjá þannig betur hvernig snjórinn liggur, sem annars rynni saman í eina hvíta heild. Til hvers eru... Allir þessir kastarar? Það er erfitt að búa sig undir öll óhöpp. Þó er hægt að ferðast með ákveðið lágmark af varahlutum sem búast má við að þurfa að nota. Fyrst ber að nefna viftu-, stýris- og aðrar reimar. Rafmagnsöryggi ættu líka að vera í öllum bílum, sem og auka felgurær, slöngu- bútar, hosuklemmur, rafmagnsvír og -tengi. Margir kjósa að ferðast með auka dekkjalegur og öxla og jafnvel drif. Kunnir þú lítið í bílaviðgerð- um er ekki ástæða til að skilja alla varahluti eftir heima. Það er oft auðveldara að finna fólk sem getur leiðbeint manni við verkið heldur en fólk sem hefur einmitt þá vara- hluti sem mann vantar. Ekki gleyma... Varahlutum LANGJÖKULL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.