Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 46

Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 46
Eitt það besta við að ferðast um hálendið fyrir marga er að komast úr símasambandi. Það er þó rétt að hafa í huga að þótt GSM-síminn sé dott- inn út er nauðsynlegt að hafa ein- hverja samskiptalíflínu til byggða. Eitt algengasta fjarskiptatæki í jeppum í dag er VHF-talstöðvar. Þær draga allt að 100-150 km í sjónlínu. Því til viðbótar eru endur- varpar á víð og dreif um landið svo þeir sem hafa aðgang að þeim rásum geta talað landshorna á milli. Í neyð er hægt að flakka á milli stöðva og athuga hvort einhver sé nálægur. Víða um land stunda áhugamenn það að hlusta á rásir og þeir geta komið hjálparbeiðni áleiðis. Um allt land er rás 16, skiparásin. hlustuð. Þó svo að hún sé ekki ætluð til dag- legra nota er gott fyrir ferðafólk að vita af henni í algjörri neyð. Til viðbótar við VHF-stöðina er svo eiginlega nauðsynlegt að vera með NMT-farsíma eða jafnvel gervihnattasíma. NMT-símar draga svipað og VHF-stöðvar í sjónlínu, 100-150 km. Til gamans má geta þess að við kjöraðstæður dregur GSM-sími 30 km. Dreifikerfi NMT- síma er víðfeðmt en þó eru staðir víðs vegar um landið þar sem þeir eru sambandslausir. Enn fremur stendur til að leggja kerfið niður innan nokkurra ára. Einn vænlegasti kosturinn á arftaka er gervihnatta- sími en rekstrarkostnaður þeirra og innkaupsverð hafa lækkað verulega á allra síðustu árum. Þeir símar eru alltaf í sambandi, alls staðar. Þessu til viðbótar má nefna tvær aðrar gerðir af talstððvum. CB- stöðvar eru skammdrægar, draga 3-10 km, og eru því ekki hentug- ar til að kalla á hjálp. Þær má hins vegar nota til samskipta innan hóps á ferðalagi. SSB-stððvar, oft kallað- ar Gufunesstöðvar, geta með réttu loftneti dregið yfir landið og jafnvel út fyrir það. Til þess þarf reyndar frekar stór loftnet. Enn eru áhuga- menn að hlusta SSB við og við og því óvitlaust að leyfa stöðvunum að vera í bílunum, frekar en að rífa þær úr. 12 Keyrum til fjalla og göngum þar um himneska náttúru landsins., Ferðamenn - velkomnir í skála Ferðafélagsins Farsíminn á sínum stað. Fjarskiptabúnaður í bílum getur verið ansi fyrirferðarmikill. Mestu máli skiptir að draga sem lengst við sem flestar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjarskiptatæki í jeppum Meginreglan er sú að betra sé að hafa of mörg tæki en of fá. Innan ferðahópsins er hægt að nota skammdrægar talstöðvar. Eigi að vera hægt að kalla á hjálp þarf langdrægari fjarskiptamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/JAK Í öllum breyttum bílum eiga að vera sjúkratöskur eða -kassar. Það er mikilvægt að fara reglulega yfir sjúkrabúnaðinn og fylla á það sem vantar. Meðal þess helsta sem ætti að vera í sjúkratöskunni er plástr- ar, sára- og teygjubindi og grisjur, heftiplástur, gerviskinn og verkja- lyf. Þessi einfaldi búnaður getur reynst mikilvægur þegar á reynir. Sumir búa sjúkratöskurnar sínar ríflega þannig að innihald þeirra komi að gagni við fleira en slys á fólki. Teygjubindi getur til dæmis haldið bilaðri hurð, hlera eða vélar- hlíf. Heftiplástur getur komið í stað límbands eða einangrunarbands og grisjur geta komið í stað þurrkklúta við allar hugsanlegar aðstæður. Það er að sjálfsögðu frumskil- yrði að ferðafólk kunni að fara með innihald sjúkratösku og því ekki úr vegi að sækja námskeið í skyndihjálp. ekki gleyma... Sjúkratöskunni Snorkel eða snorkpípa er fram- lenging á loftinntaki vélarinnar. Upprunalega er loftinntak flestra bíla í innanverðum frambrettum eða bakvið framljós. Lendi bíllinn í djúpu vatni tekur vélin því vatn inn á sig í stað lofts, stöðvast og getur skemmst illilega. Með því að framlengja loftinntakið, jafnvel upp á þak bílsins, er hægt að fara í mun dýpra vatn án þess að það hafi áhrif á vélina. til hvers er... Snorkel? ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.