Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 50
16 Það er mikill misskilningur að jeppar þurfi að vera á mannhæð- arháum hjólbörðum til að nýtast í jeppaferðir. Magnús Hallur Norð- dahl ekur um landið á Toyota Rav4 jepplingnum sínum og nýtur þess að komast út í náttúruna. „Ég byrjaði sem kóari eða aðstoð- arökumaður hjá frænda mínum. Hef svo verið að fikra mig upp. Ég væri alveg til í stærri bíl en læt þetta duga í bili. Ég hef ekki mikinn áhuga á vetrarferðunum, finnst það of dýrt sport. Svo getur konan keyrt þennan en vill ekki stærri bíl. Þessi hentar okkur því vel,“ segir Magnús um bílinn, sem er á 31“ dekkjum, lítið eitt stærri en þeim sem koma með bílnum frá verksmiðjunni. „Ég er búinn að eiga hann í þrjú og hálft ár og hann hefur ekki svik- ið mig ennþá,“ segir Magnús. „Það er lúxus að komast aðeins út fyrir almannaleiðir. Ég hef ekki farið mjög víða sjálfur en sá staður sem gaf mér mest var Langavatn. Þar var ekkert símasamband og mjög friðsælt. Ég tók tvo daga í að fara í kringum vatnið og fékk yndislegt veður,“ segir Magnús og það vottar fyrir dreymni í röddinni. Þó að Magnús hafi stigið fyrstu skrefin í jeppamennskunni sem kóari er hann hrifinn af því að ferðast einsamall og vera einn með náttúrunni. „Ég er einn á ferð í um helmingi ferðanna sem ég fer í,“ segir hann. „Stundum er ég með strákinn með mér eða hund. Ef leiðin er þægileg kemur konan með líka. Næsta ferð verður mögulega um páskana. Svo verð ég mikið á ferðinni í sumar og sennilega verður hundurinn oftast með mér.“ Eftirminnilegasta atvikið úr jeppaferðum Magnúsar átti sér stað þegar hann var í ferð með frænda sínum. „Við vorum í fremsta bíl. Fram undan var lægð í snjónum og við vissum að það var á í lægðinni en ekki alveg hvar hún var. Við töldum að hún væri undir bakkan- um sem var fjær og ég var sendur út að kanna aðstæður. þetta var um miðnætti og veður var kyrrt. Í miðri lægðinni hvarf ég sjónum hinna. Ég datt um þrjá metra niður í gegnum snjóinn og lenti í ánni. Sem betur fer tók snjórinn mikið af fallinu. Í kvöldkyrrðini heyrði ég að frændi minn kom að holunni, leit niður og kallaði rólegur til hinna: „Við erum búnir að finna ána!“ Svo var ég bara hífður upp,“ segir Magnús að lokum. Kóarinn sem ferðast einn Þótt Magnús Hallur sé ekki mikið fyrir vetrarferðir stundar hann jeppamennsku af kappi. Þótt bíll Magnúsar sé nánast eins og hann kemur af kúnni hefur hann farið víða. LJÓSMYNDIR: MAGNÚS HALLUR NORÐDAHL Magnús er ekki mikið fyrir vetrarferðir en tekur þó skreppitúra eins og þann sem þessi mynd er úr. Magnús ferðast mikið einn um landið en tekur hundinn oft með sem félagsskap. Í breyttum jeppum má yfirleitt finna loftdælu, annaðhvort lausa eða fasttengda í bílnum. Algeng- ustu notin fyrir loftdælurnar eru að dæla lofti í dekkin eftir að hleypt hefur verið úr þeim, en slíkt er iðulega gert í snjóakstri. Með því að minnka loftþrýsting í dekkjunum, jafnvel úr 20 pund- um niður í 2 pund eða minna, fletjast dekkin út. Þá eykst snerti- flötur þeirra og flot og drifgeta bílsins eykst til muna. Nauðsyn- legt er að geta dælt lofti aftur í dekkin því þau skemmast fljótt á hefðbundnum vegum séu þau lin. Af öðrum notum má nefna að stillanlegar loftpúðafjaðrir eru að ryðja sér til rúms í jeppaheimin- um. Með þeim er hægt að hækka eða lækka fjöðrunina eftir hent- ugleik og mýkja bílinn eða gera hann stífari. Loftdælan getur því séð um að dæla lofti í þessa púða, til dæmis í gegnum rofa inni í bíl. Einnig er algengt að bílar séu búnir driflæsingum sem eru loft- knúnar. Þá tíðkast að nota dæl- una til að byggja upp þrýsting í litlum loftkút. Sé þörf á driflæs- ingunni er lofti hleypt á hana með rafmagnsrofa. Minnki þrýstingur- inn á kútnum niður fyrir ákveðið magn fer dælan aftur í gang. Sömu útfærslu má nota til að flýta fyrir því að dæla í dekkin. Þá er dælan látin byggja upp þrýsting í loftkútnum og dælt úr honum í dekkin. Ef kúturinn er nógu stór og þrýstingurinn nógu mikill er þetta mun fljótlegri leið en að nota bara dælu. til hvers er... Loftdæla? ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.