Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 63
FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2006 Umræðan um virkjunina hefur heldur minnkað á síðustu mánuð- um en er þeim mun áhugaverðari. Sem betur fer flytur sjónvarpið okkur smá fréttaglefsur af og til af vettvangi framkvæmda, þar sem Sigurður Arnalds, sá ágæti upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar á staðnum, fer með fréttamenn og sýnir þeim og skýrir margvíslega verkþætti. Það fer ekki hjá því þegar svona stór og margþætt framkvæmd er hönnuð að þá getur menn greint á um ýmsar hönnunarleiðir og hafa fullt leyfi til að láta álit sitt í ljós. Fyrir um tíu árum lét ég þá skoðun mína í ljós, í Morgun- blaðinu eða Tímanum sáluga, að það gæti verið nauðsynlegt þegar jökulvötn væru virkjuð með geymslu jöfnunarvatns í lónum að rétt væri að búa til nokkurskonar forlón. Í forlóninu mundi aurinn vera látinn botnfalla og veitt úr botni forlónsins í gegnum risa aursvelg eða aurgleypi út í gegn- um hliðarrás í þar til gerðan hlið- arskurð sem lægi framhjá í þessu tilfelli Hálsalóninu í gljúfrið neðan Kárahnjúkastíflunnar. Þótt ég þekki ekki aðstæður að neinu ráði á þessu svæði, held ég samt sem áður, að hægt væri að nota úr fremsta hluta Hálsalóns fyrir áðurnefnt forlón. Tilgangur forlónsins getur verið margþættur; líftími aðal- lónsins mundi margfaldast, vatn- ið færi hreinna inn á vélar og botnrásin færi ekki strax að leka vegna mikils þrýstings og sandn- únings við þéttifleti. Auk þessa gæti þörungalífríkið í Héraðsflóa fengið sitt æti og sína tímgunar- hvata eins og það er vant að fá á réttum tíma. Í Jökulsá á Dal er svo mikill aurburður í sumarhitum að ætla má að í stærstu toppum flytji hún með sér, áleiðis til sjávar á hverj- um sólarhring, allt að hundrað þúsund rúmmetra af aur. Sumir segja mun meira. Brúarárjök- ull er enginn smá vatns- og aur- framleiðandi og dætur hennar geta svo sannarlega ygglt sig. Líftími Hálsalóns gæti því orðið skammur, ef ekkert verður að gert, sérstaklega ef veðurfar færi hlýnandi eins og spáð er. Þess vegna eru ekki margir góðir kostir í stöðunni þegar litið er til framtíðar. Ekki má Landvirkjun sætta sig við lélega viðhaldsfreka rennslisvirkjun, sem óhjákvæmi- lega ylli því að aur og sandmengað vatn mundi valda gríðarlegu sliti á leiðiskóflum og hverflahjólum við slíkan vatnshraða, sem þarna verður. Orðspor fyrirtækisins hefur verið gott til þessa, að ég tel, því væri afleitt fyrir þá eins og ásælni þeirra í önnur virkjun- ar svæði er mikil, ef sitthvað við Kárahnjúka færi úrskeiðis. Mikið vandamál mun skapast meðfram Jöklu neðan til, þar sem halli og vatnshraði minnka, því þar mun aurinn setjast að. Er ekki sagt að nauðsyn brjóti lög? Þá á ég við, að varla verður komist hjá því að sækja vatn í Kreppu um lengri eða skemmri tíma ár hvert til nokkurskonar uppfyllingar í Hálsalón og skolunar á farvegi Jöklu. Einnig held ég að ekki sé tímabært að að fara að hugsa um að stækka virkjunina í Lagarfossi, því komið gæti í ljós að nauðsyn- legt yrði, af ýmsum ástæðum, að byggja farveg úr Leginum ofan við Lagarfoss norðvestur í farveg Jöklu til skolunar og lækkunar vatnsborða beggja ánna. Að vísu þekki ég lítið til aðstæðna þarna, en það mætti skoða þetta. Margir aðrir hönnunarþætt- ir Fljótsdalsvirkjunar hafa mér fundist orka tvímælis, svo sem sveiflugöngin, sem þurfa að vera að minnstakosti tvískipt og neðsti- hlutinn loftfylltur með sama þrýsting og heildar fallþrýst- ingurinn er. Hvað ef önnur línan fellur út og fjögurhundruðþúsund hestöfl verða munaðarlaus? Það er allt annað en ef um gas eða olíu sem aflgjafa væri að ræða. Eða getur önnur línan annað sex til sjöhundruð megavöttum? Ég vona bara að áhyggjurnar séu ástæðu- lausar hvað þetta verk varðar. Þegar svona verk er hannað má það alls ekki ráða úrslitum hvaða verð fæst fyrir orkuna, því lítill viðhaldskostnaður og líftími eru ekki síður mikilvæg. ■ Umdeildasta framkvæmd Íslands UMRÆÐAN KÁRAHNJÚKA- VIRKJUN GESTUR GUÐMUNDSSON Þegar svona verk er hannað má það alls ekki ráða úrslitum hvaða verð fæst fyrir orkuna, því lítill viðhaldskostnaður og líftími eru ekki síður mikilvæg. Hækkandi hitastigi sjávar er gjarnan kennt um hrun í vist- kerfinu við Ísland. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur nýlega fundist töluvert af loðnu. En þá er sama sagan og venjulega: Um að gera að útrýma henni áður en hún nær að hrygna og fjölga sér. Um að gera að útrýma mikilvæg- asta æti fugla, fiska, skeldýra og krabbadýra. Fengi loðnan að vera æti fyrir önnur sjávardýr og um afgang yrði að ræða, þá yrði hann að næringu fyrir sjávargróður sem lífríkið þarf líka á að halda. Ef sjávarhitinn ætti að hafa eins alvarleg áhrif á vistkerfið og loðnudrápið væri sjórinn að nálgast suðumark. Loðnunni er dælt inn í vistkerfið sem gjöf frá sjálfri náttúrunni. Þessa fæðu hrifsum við frá lífríkinu og selj- um til útlanda sem svínafóður. Þessu má líkja við að húsbóndinn á heimilinu selji matarpakkann sem fjölskyldan fékk gefins. Og þegar fjölskylduna fer að svengja er það vegna þess að of heitt er í húsinu. Með loðnuveiðum er sjávarút- vegurinn að saga í sundur grein- ina sem hann situr á. Höfundur er rafiðnfræðingur. Um loðnuveiðar UMRÆÐAN LOÐNUVEIÐI PÉTUR TRYGGVI Þessu má líkja við að húsbónd- inn á heimilinu selji matar- pakkann sem fjölskyldan fékk gefins. Og þegar fjölskylduna fer að svengja er það vegna þess að of heitt er í húsinu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.