Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 66
17. february 2006 FRIDAY30
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, systur og ömmu,
Mattheu Katrínar Pétursdóttur
Álfaborgum 9.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Rimaskóla og
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Snæbjörn Ólafsson
Ágústa Sigurðardóttir Lýður Ásgeirsson
Hilmir Freyr Sigurðsson Svanhildur Jóna Erlingsdóttir
Eva Björg Sigurðardóttir Aðalsteinn Jóhannsson
Auður Pétursdóttir Haraldur Finnsson
og barnabörn.
TILBOÐ
Á LEGSTEINUM,
FYLGIHLUTUM
OG UPPSETNINGU
10-50% AFSLÁTTUR
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
Eiginmaður minn,
Tómas Einarsson
kennari, Skúlagötu 40,
lést á Líknardeild Landspítalans, Landakoti,
sunnudaginn 12. febrúar.
Guðlaug Jónsdóttir
Afmæli
Ég varð 60 ára
fimmtudaginn 16. febrúar.
Þeim sem vilja samgleðjast mér í
tilefni af deginum er boðið að
Skipholti 70 laugardaginn
18. febrúar kl. 12.00-15.00.
Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ingi Berg Guðmundsson
loftskeytamaður, Völvufelli 42, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við
Háteigsveg föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar
Karitas. Tekið er á móti framlögum í síma 551 5606.
Fanney Vigfúsdóttir
Auður Björg Ingadóttir Elías Jón Sveinsson
Jóna Rán Ingadóttir Rúnar Þór Vilhjálmsson
Ingi Berg Ingason Anna Lísa Hassing
og barnabörn.
Á þessum degi árið 1992 var
fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer
dæmdur í fimmtánfalt lífstíðar-
fangelsi af dómstól í Wisconsin í
Bandaríkjunum. Hann var dæmd-
ur fyrir að drepa og sundurlima
fimmtán unga menn og drengi.
Hann veittist iðulega að ungum
samkynhneigðum blökkumönn-
um, byrlaði þeim svefnlyf og gerði
meðal annars grófar heilaskurð-
aðgerðir á þremur þeirra. Töluvert
af líkamshlutum fannst í íbúð
Dahmers þegar hann var hand-
tekinn. Nokkur höfuð voru í ísskápnum og í fataskáp
fannst altari með kertum og höfuðkúpum. Var talið
að Dahmer hefði lagt sér mannakjöt til munns en
Dahmer játaði að hafa étið upphandlegg af áttunda
fórnarlambi sínu.
Lögmenn Dahmers héldu því
fram að hann væri náriðill, það er
væri haldinn sjúklegri þrá til að
hafa mök við lík.
Dahmer sýndi iðrun í réttar-
höldunum sem þóttu ein þau
ógeðfelldustu enda voru sönnun-
argögn næg. Halda þurfti aftur af
ættingjum fórnarlamba hans sem
veittust að Dahmer og kölluðu
hann djöfulinn sjálfan.
Þó Dahmer hafi verið dæmdur
fyrir fimmtán morð játaði hann að
hafa orðið sautján að bana á árunum 1978 til 1991.
Hann varð trúaður í fangavist sinni og lét skírast.
Þann 28. nóvember 1994 var hann myrtur af sam-
fanga sínum, sem barði hann með járnstöng.
ÞETTA GERÐIST > 17. FEBRÚAR 1992
Mannæta í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi
JEFFREY DAHMER
MOLIERE (1622-1673) LÉST
ÞENNAN DAG.
„Við deyjum aðeins
einu sinni, en í mjög
langan tíma.“
Moliere var franskt leikrita-
skáld, leikari og leikstjóri.
Oft talinn einn af meisturum
satírunnar.
MERKISATBURÐIR
1866 Kristján Jónsson
Fjallaskáld yrkir kvæðið
Þorraþrællinn sem hefst
á orðunum, Nú er frost
á fróni.
1943 Vélskipið Þormóður frá
Bíldudal ferst á Faxaflóa
og með honum 31
maður.
1972 Richard Nixon Banda-
ríkjaforseti heldur af
stað í fræga för til Kína.
1979 Kínverjar ráðast inn í
Víetnam.
1984 Vopnað rán er framið
við Austurbæjarútibú
Landsbankans.
1990 Vaclav Havel, forseti
Tékkóslóvakíu, kemur til
landsins.
ANDLÁT
Tómas Einarsson kennari, lést á
líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 12. febrúar.
Guðrún Jónsdóttir, Hringbraut 97,
Keflavík, lést á Hlévangi þriðjudag-
inn 14. febrúar.
Sigríður Eyjólfsdóttir, Selvogs-
grunni 22, lést á Vífilsstöðum
þriðjudaginn 14. febrúar.
Garðar Sigjónsson, Hrafnistu í
Hafnarfirði, áður til heimilis á Höfn
í Hornafirði, lést á gjörgæsludeild
Landspítala Fossvogi aðfaranótt
miðvikudagsins 15. febrúar.
JARÐARFARIR
13.30 Stefán Karl Þorsteinsson,
Einholti 8a, Akureyri, verður
jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju.
14.00 Ingi Berg Guðmundsson
loftskeytamaður, Völvufelli
42, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá kirkju Óháða
safnaðarins.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1888 Otto Stern,
eðlifræðingur og
nóbelsverðlaunahafi.
1752 Friedrich M.
Klinger leikritaskáld.
AFMÆLI
Guðjón Ólafur
Jónsson lögfræð-
ingur er 38 ára.
Skúli Eggert Þórðar-
son skattrannsókn-
arstjóri er 53 ára.
„Ég ætla að hafa þetta þannig að sem
fæstir verði varir við þetta. En það
er víst erfitt,“ segir Magnús Ólafsson
leikari sem allir Íslendingar þekkja og
virða sem einn okkar albesta leikara.
Hann tekur þessum tímamótum í lífi
sínu með stóískri ró og er þakklátur.
„Ég er ánægður með að fá að eldast og
lít bara jákvætt á það. Það eru ekki allir
sem njóta þeirra forréttinda. Það sem
er eftirminnilegast er að hafa eignast
góða konu og börnin okkar. Það er það
sem situr eftir, fjölskyldan.“
Magnús ætlar ekki að halda neina
stórveislu heldur ætlar að fara með
konunni upp í sveit í sumarbústað og
láta engan vita hvar. En hann hefur
fengið margt góðra gjafa. „Konan mín
gaf mér gjöf fyrirfram og splæsti á
mig ferð til Liverpool á leik. Ég fór á
Anfield og sá Liverpool vinna Totten-
ham. Það var stórkostlegt og í þriðja
skipti sem ég fer þangað og það er allt-
af jafn gaman. Það er sérstök stemn-
ing að heyra sönginn You never walk
alone. Maður tárast bara.“ Svo rammt
kveður að áhuga Magnúsar að hann
dregur fána að húni í hvert sinn sem
Liverpool spilar leik.
Magnús er prentari að mennt en
fyrst og síðast leikari í hugum lands-
manna. Hann hefur leikið í 24 kvik-
myndum og honum finnst það sérstak-
lega áhugavert.
Spurður um sína eftirlætissýningu
á sviði nefnir hann leikverkið Hvað
um Leonardo eftir Evald Flisar sem
var í leikstjórn Hallmars Sigurðsson-
ar. „Þar fékk ég mína bestu dóma á
sviði og Súsanna Svavarsdóttir sagði
að ég hefði verið hinn svarti senuþjóf-
ur. Það er mér ógleymanlegt. Þar lék
ég þroskaheftan mann sem kunni allar
óperur utan að. Annars er líka alltaf
yndislegt að leika fyrir börn, þau eru
bestu áhorfendurnir og ég er stoltur
af barnasýningunum sem ég hef tekið
þátt í. Þar lék ég með Bessa Bjarna-
syni sem sannar það sem ég hef alltaf
sagt: Leikarinn deyr aldrei, hann bara
hverfur af sviðinu.“ ■
MAGNÚS ÓLAFSSON LEIKARI: SEXTUGUR Í DAG
Hinn svarti senuþjófur
TEKUR TÍMAMÓTUNUM MEÐ STÓÍSKRI RÓ Magnús ætlar að stinga af upp í sumarbústað með eiginkonu sinni og láta engan vita.