Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 79

Fréttablaðið - 17.02.2006, Side 79
Damon Albarn, forsprakki Blur og Gorillaz, er að semja söngleik fyrir Þjóðarleikhús Bretlands ásamt leikritaskáldinu Roy Willi- ams. Söngleikurinn mun fjalla um þá fjölbreyttu menningarflóru sem hefur verið til staðar í hverfunum Ladbroke Grove og Notting Hill í London. Þaðan hefur m.a. sprottið hljómsveitin The Clash og Notting Hill-kjötkveðjuhátíðin. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær söngleikurinn verður frum- sýndur en hann hefur þegar verið í níu mánuði í undirbúningi. Damon sem- ur söngleik DAMON ALBARN Tónlistarmaðurinn vinsæli er að semja söngleik um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Flautuleikarinn og söngvarinn Ian Anderson, maðurinn bak við Jethro Tull, heldur tónleika í Laugardagshöll 23. maí ásamt hljómsveit sinni og meðlimum úr Kammersveit Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika hér á landi en Jethro Tull spilaði fyrir fullu húsi á Akranesi 1992 við góðan róm viðstaddra. Anderson er víða þekktur sem maðurinn sem kynnti þverflautuna fyrir rokkinu og lagði þar línuna fyrir notkun hljóðfærisins. Hann er því konungur rokkflautunnar og enn hefur enginn arftaki stigið fram á sjónarsviðið. Anderson til Íslands IAN ANDERSON Flautuleikarinn og maður- inn á bak við Jethro Tull heldur tónleika hér á landi 23. maí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.