Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 68
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR32 Ferðamálastofa er í vanda stödd. Erlendir ferðamenn kvarta yfir skorti á upplýsingum um aðgengi hreyfihamlaðra að gisti- og veit- ingastöðum. Ferðamannaiðnaður- inn sem er einn helsti vaxtarsproti atvinnulífsins þarf á hreyfihöml- uðum ferðamönnum jafnt sem öðrum að halda en þeir og aðstand- endur þeirra geta ekki komið til landsins nema aðgengi sé tryggt. Það skyldi þó ekki vera að við- skiptasjónarmið opni loks augu manna fyrir þeim mikla vanda sem viðvarandi áhugaleysi um aðgengismál hefur skapað. Hitt er svo annað mál, að gott aðgengi ber að tryggja fyrir alla, innlent fólk sem erlent, vegna þess að annað er ekki sæmandi fyrir samfélag sem vill tryggja sjálfsögð mann- réttindi. Annars sætir nokkurri furðu hve atvinnulífið virðist vera ómeð- vitað um þá staðreynd að hreyfi- hamlaðir eru ekki síðra vinnuafl til margra starfa en aðrir. Þetta á ekki síst við nú á tímum þar sem upplýsingasamfélagið og aukin tækni hafa skapað fleiri starfs- möguleika. Þetta sjá alltof fáir atvinnurekendur, hvort sem er á almennum vinnumarkaði eða hjá hinu opinbera þrátt fyrir viðvar- andi skort á vinnuafli. Til marks um það má benda á að margir vinnustaðir eru óaðgengilegir hreyfihömluðum. Þeir komast ekki inn á þá af sjálfsdáðum og salerni eru þeim óaðgengileg. Það hlýtur að teljast þjóðhags- lega hagkvæmt og er að sjálfsögðu hjartans mál hreyfihamlaðra að fá tækifæri á við aðra til að taka þátt í atvinnulífinu. Þess vegna ætti að vera forgangsverkefni að styðja þá til mennta og opna þeim greið- ari leið inn á vinnumarkaðinn. En það er til marks um metnaðarleysi í þessum efnum að aðalbygging Háskóla Íslands er óaðgengileg þessum hópi fólks. Aldraðir og aðgengið Aðgengismál snerta einnig hag aldraðs fólks. Óskir flestra aldr- aðra um að fá að búa heima eins lengi og hægt er eru bæði skiljan- legar og skynsamlegar. Skiljan- legar vegna þess að aldraðir eiga rétt á því eins og aðrir að halda sjálfsvirðingu og sjálfsákvörðun- arrétti um það hvar þeir búa. Skynsamlegar vegna þess að sé öldruðum gert kleift, eftir að sjúk- dómar fara að herja á, að vera lengur heima, minnkar álagið á sjúkrastofnanir og styttir biðlista. Til þess að af þessu geti orðið þarf oft að gera breytingar á heimilum viðkomandi. Of þröng hurðaop, þröskuldar og innréttingar geta stundum orðið óyfirstíganlegt vandamál. Vinnuaðstaða þeirra sem sinna öldruðum í heimahús- um eftir að þeir eru orðnir sjúkir er iðulega óviðunandi. Það er nokkuð ljóst að ef gera á öldruðum kleift að vera heima eins lengi og þeir óska þarf hið opinbera að leggja til fjármagn til aðgengis- mála þessa hóps. Þetta á við víðar. Hreyfihamlaðir sem eru að leita sér að húsnæði lenda oftast í miklum vanda. Jafnvel þó að ekki sé talað um lyftur er kostnaður við nauð- synlegar breytingar á gömlu hús- næðinu, mörgum ofviða. Það er mikilvægt að hið opinbera leggi fé til breytinga á húsnæði fyrir hreyfi- hamlaða og skapi þannig eðlilegan húsnæðisvalkost sem víðast. Þörf á stórátaki í Reykjavík Þegar litið er til opinberra bygg- inga er auðséð að áhersla á aðgengi hefur ekki haft forgang. Hér að framan var minnst á aðalbyggingu Háskóla Íslands sem er óaðgengi- leg mörgum hreyfihömluðum vegna þess að rampurinn úti er allt of brattur. Þetta hefur ekki fengist lagað þrátt fyrir ítrekaðar kvart- anir og úrbótatillögur. Í Reykjavík má finna opinbert húsnæði af svo að segja öllum gerðum sem óað- gengilegt er hreyfihömluðum. Hér má finna skóla, barnaheimili, sund- laugar, bókasöfn, og aðrar bygg- ingar svo sem höfuðstöðvar ÍTR og Höfða sem ekki geta boðið alla vel- komna. Þó svo að nú sé starfandi nefnd á vegum borgarinnar sem fylgjast á með því að nýbyggingar borgarinnar séu aðgengilegar hefur byggingarfulltrúi engin tæki til að neita úttekt séu vanhöld þar á. Alvarlegra er svo hitt að engar markvissar áætlanir eru um að gera fjölmargar eldri byggingar í eigu borgarinnar aðgengilegar öllum. Það verður að segjast eins og er að Félagsmálaráð sýndi ekki meiri metnað hvað þetta varðar en svo, að úttekt á verkefninu og ákvörðunum þar um var frestað fram á næsta kjörtímabil. Þetta er staðreynd sem formaður Félags- málaráðs þekkir mæta vel því margoft reyndi undirritaður að knýja á um úrlausn. Byggingalög hafa verið til end- urskoðunar. Þar gefst kostur á að koma aðgengismálum í gott horf. En það er ekki nóg að ákvæði um slíkt sé í reglugerðum ef engin viðurlög eru við brotum. Það þurfa allir að leggjast á eitt um að sett verði ákvæði í byggingalög um aðgengi fyrir alla með viðurlög- um, sambærilegum við þau sem gilda um brunavarnir. Það er mik- ilvægt að þetta sé sett í lög. Það má með réttu tala um aðskilnaðar- stefnu á meðan hluti þegnanna kemst ekki inn í byggingar og önnur samfélagsleg svæði. Slíkt stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og er ekki samboðið samfélaginu. Það er ekki nóg að virða mannréttindi í orði. Það þarf einnig að vera á borði. Höfundur er formaður Vinstri grænna í Reykjavík. Aðgengi fyrir alla UMRÆÐAN AÐGENGI FATL- AÐRA ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Annars sætir nokkurri furðu hve atvinnulífið virðist vera ómeðvitað um þá staðreynd að hreyfihamlaðir eru ekki síðra vinnuafl til margra starfa en aðrir. Ég undirritaður vil gera stutta athugasemd við grein eftir Albert Jensen, sem birtist 6. mars sl. hér í Fréttablaðinu. Hlutverk gagn- rýnandans er mjög mikilvægt. Stjórnskipulag íslensku þjóðar- innar, lýðræðið, viðurkennir til- vist ólíkra skoðana, sem er mjög mikilvægt. Mér finnst gagnrýni í eðli sínu jákvætt fyrirbrigði, hvort heldur er að gagnrýna eða að verða fyrir gagnrýni. Flest höfum við einhvern tím- ann lært að „gagnrýni er ekki það sama og að skíta einhvern út“. Gagnrýni á að vera málefnaleg og það er mikilvægt að skilja á milli persónu og hegðunar hennar. Ef ég myndi t.d. telja eitthvað gagnrýn- isvert í frumvarpi sem lægi fyrir á Alþingi þá myndi ég átelja efnis- lega þætti þess en ekki þann eða þá sem sömdu og lögðu frumvarpið fram, hvort sem það eru stjórn- málamenn eða flokkar. Stundum er þó óhjákvæmilegt að tengja gagn- rýni á einstök mál eða skoðanir við einstaklinga eða stofnun sem þeir kunna að starfa hjá. Sjálfur reyni ég að forðast að gagnrýna persónulega einstakl- inga en ef ég tel að það sé nauð- synlegt þá reyni ég að fylgja eftir- farandi reglum: a) Að gagnrýna aðeins fólk eða stofnanir sem getur svarað fyrir sig, þ.e. gagn- rýninni, eins og stjórnmálamenn, opinbera stofnun eða ritstjórn dagblaða. b) Að nota ekki neikvæð og gildishlaðin orð yfir fólk eins og „rasisti“, því það þjónar engum tilgangi í gagnrýni að stimpla fólk og útiloka samræðu. c) Að bera virðingu fyrir við- komandi manneskju í tjáningu og orðavali, sérstaklega ef gagnrýnin er persónuleg. Ég er kristinnar trúar og ég tel, eins og allir sem eru með góða samvisku, að við eigum að bera virðingu hvort fyrir öðru. Það að láta ljót orð falla um einhvern getur kannski veitt þeim sem mælir persónulega útrás en það er ekki virðingarvert að láta sér slíkt um munn fara og að mínu mati flokkast það ekki undir gagnrýni. Sá sem gagnrýnin bein- ist að er nefnilega líka manneskja sem ber að virða og við eigum að geta gagnrýnt án þess að særa viðkomandi. Hann á líka aðstand- endur, eins og t.d. börn, sem geta líka orðið miður sín undan ljótum ummælum. „Gott lyf er beiskt í munni“ er málsháttur í Japan. Það finnst fáum skemmtilegt að fá á sig gagnrýni, og skiptir þá engu hvort viðkomandi þurfi að taka gagnrýnina persónulega nærri sér eða ekki. Viðkomandi verður að viðurkenna að ummæl- andinn hefur rétt á að gagnrýna hann en við þurfum öll að aga okkur jafnt í að fá gagnrýni og í að gagnrýna. Manneskjur eru ekki fullkomn- ar og þær geta stundum misst stjórn á sér og notaði óviðeigandi og óviðunandi orðalag í umræð- um. Það er mannlegt og hefur komið fyrir sjálfan mig, oftar en einu sinni og bað ég viðkomandi afsökunar. Nýjasta tölvutækni og fjarskipti auðveldar samskipti og samræður en hún gerir líka til okkar kröfur, sömu kröfur og áður í samræðum og ritmáli. Við verð- um að ígrunda það sem við segjum og skrifum og líka hvernig við segjum það. Gagnrýni er lykill að lifandi lýðræði og við verðum að gæta að henni því gagnrýni í góðum anda verndar mannvirði og siðferði í samfélaginu. Gagnrýni og skapandi andi UMRÆÐAN GAGNRÝNI TOSHIKI TOMA PRESTUR INNFLYTJENDA Guðmundur Andri Thorsson fjall- ar hinn 27. febrúar um styttingu eða skerðingu náms til stúdents- prófs og spyr hvort sú viðleitni sé til að draga úr menntun til að geta mannað álverin. Af þessum ummælum verður ekki annað ráðið en að rithöfundurinn geri því skóna að þeir, sem starfa í álverum, séu lítt menntaðir enda harla lítið með menntun að gera á hátæknivæddum vinnustöðum eins og álver eru nú til dags. Þang- að þurfi einasta að sópa fákunn- andi fólki sem sprenglærðir rit- höfundar geta talað niður til í krafti visku sinnar og meintrar víðsýni. Þessi villukenning er dap- urlegur vitnisburður um hvert fávísin getur leitt fólk. Eins og allir vita, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, verð- ur ekkert nútíma álver rekið nema þar starfi fjöldi vel menntaðra manna – konur og karlar. Sem dæmi má nefna að u.þ.b. 40 verk- og tæknifræðingar starfa við álverið í Straumsvík auk annars háskólamenntaðs fólks á öðrum sviðum. Þá starfa þar fjölmargir iðnaðarmenn á sérhæfðum svið- um og flestir aðrir eru sérmennt- aðir til vandasamra verka enda sá vinnustaður talinn einn sá fremsti í heiminum á sínu sviði. Þar er lögð mikil áhersla á símenntun starfsmanna og öll umgengni er til vitnis um að þar er rekið fyrir- myndar fyrirtæki með mjög hæfu starfsfólki. Sama má segja um álverið á Grundartanga og vænt- anlegt álver á Reyðarfirði enda öll tæknifyrirtæki í fremstu röð. Þar er og verður saman komin mikil þekking og vit sem virkjað er í flóknum og vandasömum störfum. Það er því dapurlegt að verða vitni að því að rithöfundur, sem vill láta taka sig alvarlega, geri lítið úr störfum og hæfni fólks sem hann þekkir greinilega hvorki haus né sporð á. Enginn verður maður að meiri á slíkum mál- flutningi. Höfundur er deildarstjóri Samtaka iðnaðarins. Hrokafullur rithöfundur UMRÆÐAN STARFSFÓLK Í ÁLVERUM INGÓLFUR SVERRISSON Þessi villukenning er dapur- legur vitnisburður um hvert fávísin getur leitt fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.