Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 31 UMRÆÐAN ÓPERUHÚS MAGNÚS HELGI BJÖRGVINSSON Ég vil leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við þessar fyrirætlanir hans sem Kópavogsbúi og skattgreiðandi í Kópavogi. Nú síðustu mánuði hefur bæjar- stjóri Kópavogs farið mikinn í fjölmiðlum og kynnt fyrir okkur hugmynd sína um byggingu óperuhúss í Kópavogi. Nú síðast heyrðist að hann væri búinn að safna allt að 800 milljónum, í byggingarkostnað hússins. Og þar af eru víst 400 milljónir á rekstraráætlun Kópavogs til næstu þriggja ára. Ég vil leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við þess- ar fyrirætlanir hans sem Kópa- vogsbúi og skattgreiðandi í Kópavogi. Hefur verið kannað hver byggingarkostnaður við slíkt hús er? Ég gæti sem best trúað því að slíkt hús fyrir 700 áhorfendur kosti ekki undir rúmum milljarði. Hef heyrt að Gunnar hafi sagt að Kópavogur ábyrgist það sem útaf stendur. Hver á að sjá um rekstur slíks húss? Er það Íslenska óperan? Mér hefur nú skilist að henni hafi nú ekki gengið vel að standa undir rekstri í „Gamla Bíó“ þrátt fyrir styrki frá Ríkinu og fleir- um. Ég minni á að Leikfélag Reykjavíkur ætlaði líka að reka Borgarleikhúsið á sínum tíma, en raunin var sú að það gekk ekki og Reykjavíkurborg hefur þurft að standa að baki þeiim með hundruð milljóna framlagi ár eftir ár. Hefur verið kannaður rekstrargrundvöllur óperuhúss? Hvað eru t.d. margir sem líkleg- ir eru til að sækja óperusýning- ar? Ég leyfi mér að efast um að þeir skipti mörgum tugum þús- unda. Og hvað þá þegar húsið kemur að hluta til með að keppa við tónlistarhús í Reykjavík, því að þau keppa væntanlega bæði um að ná til sín tónlistaráhuga- fólki? Hvað með staðsetningu húss- ins? Að troða því upp við Borg- arholt, eitt af kennileitum Kópa- vogs sem er friðað og þrengja enn að Kópavogskirkju. Hvað með bílaumferð og bílastæði? Kirkjan, Salurinn, Gerðarsafn, bókasafnið, og svo tómstunda- húsið hljóta að keppa um þessi bílastæði. Þarna gætu orðið á stórum ráðstefnum kannski allt að 1000 manns á kannski 700 bílum og svo er kannski jarðar- för í kirkjunni. Verður farið að keyra fólk til að vera við jarðar- farir í rútum? Þetta eru bara nokkrar spurn- ingar sem ég vil fá svör við. Eins vil ég vita af hverju bær sem hefur augljóslega svona mikið fjármagn í gæluverkefni bæjar- stjóra, er svo dýrasta bæjarfélag hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir barnafólk (sbr. Könnun ASÍ og Kastljóss). Er kannski kominn sá tími í sögu Kópavogs að hér ríkir einræðisherra og byggir sér bautasteina (óperuhús og knatt- spyrnuhallir) á kostnað okkar? Það er algjört lágmark að við fáum að vita meira um þetta mál áður en ákvarðanir eru teknar. ■ BRÉF TIL BLAÐSINS Óperuhús í Kópavog Elís Björgvin Hreiðarsson skrifar: Ég var að tala við kunningja sem býr í Alaska þar sem er myrkur eins og hér á veturna, og þeir eru með bílabíó sem byrjar klukkan þrjú á daginn og stendur til tvö að nóttu. Spurningin er af hverju hugkvæmist engum að koma sér upp bílabíói með góðri aðstöðu hér á Fróni. Ég er viss um að það yrði vinsælt. Ég man að þetta var reynt fyrir einhverjum árum síðan niður við höfn en veit ekki af hverju þetta var ekki þróað áfram. Ég legg til að fram fari umræða um þetta sem allra fyrst svo hægt sé að sjá hversu mikill áhuginn er. J.M.G. skrifar: Jónas Kristjánsson er færasti blaðamað- ur landsins nú. Það gengur ekki að hann sé án blaðs. DV þarf að fá hann aftur til starfa og það án tafar. Á sínum tíma braut Jónas blað í sögu blaðaútgáfu á Íslandi. Þess verður lengi minnst og merkið sem hann reisti má ekki falla. Þórarinn hringdi: Ég vil koma þökkum til strákanna á Esso í Borgartúninu. Svo er mál með vexti að miðstöðin í bílnum mínum var farin að leka og mengunin barst um allan bíl, svo ekki var gefið að maður ætti afturkvæmt úr sunnudagsbíltúrnum. Ég sá fram á stórfelld fjárútlát, enda eru bifvélavirkjar einkar lunknir við að finna nýja kvilla á bílnum eftir að hafa fengið hann á skurð- arborðið. Þegar ég sagði strákunum á Esso frá þessu voru þeir ekki lengi að benda mér á að setja bara vatnskassa- þétti á bílinn, það ætti að þétta miðstöð- ina og skrúfa fyrir útblásturinn. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk eins og í sögu og ég get dregið öndina með léttum leik. AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.