Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 18
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Flytjum öll með Marel! „Mjög hagkvæmt er að reka fyrirtæki í Slóvakíu. Landið er innan Evrópusambands- ins, sem tryggir aðgang að opnum vinnumarkaði og stöðugt rekstrarumhverfi.“ HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI MAREL UM UPPBYGGINGU FÉLAGS- INS Í SLÓVAKÍU. FRÉTTABLAÐIÐ. Samt nánast ekki nein. „Virkjanir hafa vissulega áhrif á umhverfið sem teljast mega neikvæð, skoðað út af fyrir sig. En það er ekkert sérstakt á Íslandi.“ JAKOB BJÖRNSSON FYRRVER- ANDI ORKUMÁLASTJÓRI Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. „Það er allt gott að frétta, veðrið er gott þó það sé rétt aðeins grátt í rót,“ segir Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp. „Svo varð ég víst sjötugur í síðasta mánuði og bauð þá vinum heim. Ætli að það hafi ekki verið um fjörutíu manns hérna. Nokkrir kunningjar tóku sig til og færðu mér þá Edison-spilara sem þeir fundu í Bandaríkjunum þannig að ég get nú spilað Edison-hólkana sem ég á. Þeir eru frá þar síðustu aldamótum. Ég hlusta svo sem ekki mikið á þetta, þetta er meira til að monta sig af,“ segir Sigurjón og hlær við. Bóndinn hefur úr nægu að velja þegar hann vill njóta tónlistar því hann á um sjö þúsund plötur og nokkur hundruð geisladiska. „Svo er að hægjast um í þessu póst- máli sem hefur verið allt of mikið til umræðu hérna við Djúpið. Mín afstaða hefur alltaf verið skýr í þessum málum. Mér finnst að menn eigi að láta póstinn vera og leysa þessi samgöngumál með öðrum hætti. Þegar við sameinuðumst Suðureyri 1995 var því lofað að bæta samgöngur hér við Djúpið og peningar látnir í það en síðan hefur ekkert gerst.“ Þegar hann er spurður um heilsu- farið segir hann: „Ég er við góða heilsu. Kannski finnst sumum nóg um hvað ég er heilsuhraustur en það er ekki æskilegt að menn verði of gamlir,“ og svo hlær hann við. „Allt of miklir peningar fara í kosn- ingar, hvort heldur sem er prófkjör, sveitarstjórnar- eða alþingiskosningar,“ segir Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði. Henni hreinlega blöskrar fjárausturinn og vill að gripið verði í taumana. „Fólk á að hætta öllu þessu brölti til að ná sér í atkvæði. Það á ekki að þurfa að borga neitt fyrir að bjóða sig fram eins og raunin virðist vera. Allir eiga að hafa sama rétt á njóta sinna verðleika,“ segir Anna og stingur upp á að auglýsingar fyrir prófkjör og kosningar verði bannaðar. „Frambjóðendur eiga að fá að tala fyrir ekki neitt í sjónvarpi og útvarpi. Allir eiga að fá jafnan tíma og standa þannig jafnir að vígi. Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir stöðvarnar því það þarf alltaf eitthvað efni.“ Anna Marta telur anda spillingar svífa yfir vötnum eins og málum er nú hátt- að. „Þetta er farið að líkjast mútum. Og það þó enginn ætti að geta mútað öðrum þegar kosningar eru leynilegar.“ Hún segist hafa fært þessar hugleið- ingar í tal við fólk og ávallt fengið þau svör að svona hafi þetta alltaf verið og verði því svona áfram. „Ég spyr hins vegar; þarf það að vera svona áfram þó það hafi verið svona áður? Ef maður sér galla þá lagar maður þá. Og þetta sé svona í útlöndum þá þarf ekki að apa allt eftir þeim. En aðrir gætu svo síðar apað eftir okkur.“ HVAÐ SEGIR ANNA Á HESTEYRI KOSTNAÐURINN VIÐ STJÓRNMÁLIN Líkist mútum ANNA MARTA GUÐMUNDSDÓTTIR BÓNDI Á HESTEYRI Frétta- og upplýsingavefurinn bakkafjordur.is hóf nýverið að flytja fréttir frá Bakkafirði og nágrenni á pólsku. Á þriðja tug Pólverja býr á Bakkafirði og annar eins fjöldi í nágrannabyggðunum Vopnafirði og Þórshöfn og segist Víðir Már Hermannsson, umsjón- armaður vefsins, hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu. „Ég geri þetta svo að Pólverj- arnir geti betur fylgst með því sem er að gerast í sveitarfélag- inu,“ segir Víðir Már, sem nýtur aðstoðar hjónanna Sigríðar Óskar Indriðadóttur og Krysztof Kraw- cyk við þýðingar úr íslensku yfir á pólsku. Víðir Már hefur haft umsjón með vefnum síðan í byrjun desem- ber og sinnir því vandasama verki samhliða vinnu sinni í ratsjárstöð- inni í Gunnólfsvíkurfjalli. Víðir Már segist ekki vita til þess að aðrir vefir flytji fréttir á pólsku en þó má geta þess að í Textavarpi Ríkisútvarpsins eru helstu fréttir á pólsku. „Pólverj- arnir sem hér eru hafa flestir keypt hér hús og eru því komnir til að vera,“ segir Víðir Már og bætir við að þeir setji sinn svip á bæjarlífið. Öllum helstu tíðindum er snar- að yfir á pólsku og helst er í frétt- um þessa dagana á bakkafjordur. is að viðræður um sameiningu við Þórshöfn standa nú yfir og Ingvar Jónasson hefur keypt sér nýjan bát. Þá eru nýjustu aflatölur vita- skuld tíundaðar. Víðir Már segist ekkert skilja í pólsku en vonar að þýðendurnir fari sæmilega rétt með. „Ég veit ekkert hvað stendur þarna og það getur vel verið að þau séu að skrifa illa um mig,“ segir hann og hlær. -KK/BÞS VELKOMIN TIL BAKKAFJARÐAR Pólverjar geta nú lesið fréttir frá Bakkafirði á móð- urmáli sínu. VÍÐIR MÁR HERMANNSSON „Það getur vel verið að þau séu að skrifa illa um mig.“ Fréttir frá Bakkafirði á pólsku Unnið er að niðurrifi tveggja stórhýsa sem bæði eiga sinn kafla í athafna- sögu Reykjavíkurborgar. Stórvirkum vinnuvélum er nú beitt á hús Lýsis við Grandaveg og Hrað- frystistöðvarinnar við Mýrargötu. Um árabil voru þetta með fjöl- mennari vinnustöðum í vesturhluta borgarinnar og af færiböndunum streymdu verðmætar vörur sem fluttar voru úr landi. Lýsi hf. var stofnað 1938 og var til húsa á Grandaveginum allt fram á síðasta sumar þegar fyrir- tækið flutti starfsemi sína í nýtt hús við Fiskislóð. Hús Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík við Mýrargötu var byggt 1941. Hraðfrystistöðin var lengi með blómlegri vinnustöðum borgarinnar en árið 1990 var starf- semi hennar sameinuð Granda. Húsin tvö eru með síðustu stóru iðnaðar- og athafnahúsum hverf- anna sem þau stóðu í og er það til marks um þróun borgarinnar að í þeirra stað verða byggð íbúðahús, þó ólík verði. Fyrirhugað er að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Lýsislóðinni en nýtísku íbúðahús á lóð Hraðfrystistöðvarinnar. - bþs HAMAST Á STEYPU OG VÍRUM Síðustu vikur hefur verið unnið af kappi viður niðurrif gömlu Lýsisverksmiðjunnar við Grandaveg en fyrirtækið hóf starfsemi 1938. Fyrirhugað er að hjúkrunarheimili fyrir aldraða rísi á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Steinsteypan brotin í mél RUSLINU MOKAÐ UPP Hús Hraðfrystistöðv- arinnar í Reykjavík var reist 1941 og þar var fryst uns fyrirtækið sameinaðist Granda 1990. Nýtísku íbúðahús verður byggt á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURJÓN SAMÚELSSON BÓNDI OG PLÖTUSAFNARI Óæskilegt að menn verði of gamlir HEFUR LEITAÐ MEÐFERÐAR VIÐ SJ ÚKLEGRI KLÁMFÍKN FJÖLNISMENN HRINGDU Í BÖRNIN OG ÚTSKÝRÐU BROTTHVARF ÞJÁLFARANS Unglingaþjálfari leyndi fangelsisdómi fyrir barnaklám BARNAKLÁMSFÍKILL REKINN SEM UNGLINGAÞJÁLFARI EFTIR AFHJÚPUN DV 2x15 - lesið 8.3.2006 20:55 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.