Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 89
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR52 ������������������������ �������� �������������� ����������������� ������������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������� FÓTBOLTI David Beckham, lands- liðsfyrirliði Englands, segir að honum líki best við að spila á hægri kantinum þrátt fyrir að hafa oft verið notaður á miðjunni, sérstaklega eftir að hann gekk til liðs við Real Madrid. Í ár hefur hann þó mestmegnis verið látinn spila hægra megin og eru flestir sammála um að hann hafi verið einn besti leikmaður Real í ár. „Sumir segja að ég sé frábær á miðjunni, aðrir segja að ég sé mun betri á hægri vængnum. Mér líkar vel að spila á miðjunni en ég held að mín besta staða sé hægra megin. Þar næ ég mestu út úr hæfileikum mínum,“ sagði Beck- ham í viðtali við Andy Gray á Sky sjónvarpsstöðinni. „Ég gef mun fleiri stoðsendingar þegar ég er hægra megin og almennt kemur meira út úr mínum leik.” Í viðtalinu greindi Beckham einnig frá því að hann hygðist ekki gerast knattspyrnustjóri eftir að leikmannaferli hans lýkur. „Það verður ekki. Alls ekki,“ sagði Beckham ákveðinn og bætti við að ástæðan væri sú að áhuginn fyrir því væri einfaldlega ekki til stað- ar. „Ég elska að vera á vellinum en ég held að sama ástríðan verði ekki til staðar á hliðarlínunni. Eftir að ég hætti að spila hyggst ég einbeita mér að knattspyrnu- skólanum sem ég setti nýlega á laggirnar auk þess sem ég ætla að sinna fjölskyldunni eftir fremsta megni,“ sagði Beckham. - vig David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid: Ég er bestur á hægri kantinum DAVID BECKHAM Ætlar ekki að verða knattspyrnustjóri eftir að leikmanna- ferlinum lýkur. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Samkvæmt þeim samn- ingi sem Cassano skrifaði undir við Real í janúar sl. fær hann 467 milljónir íslenskra króna í árslaun frá félaginu. Þessu boði tók Cassano þrátt fyrir að hafa fengið tilboð um framlengdan samning við Roma sem kvað á um rúmlega 490 milljón króna árslaun. Cassano bar saman skattaprósentuna á Spáni og ítalíu og var í kjölfarið ekki lengi að skrifa undir samning við Real. Ástæðan var einföld - hjá Real fær hann rúmar 374 milljónir í vasann árlega en hjá Roma hefði hann fengið um 245 milljónir. Fyrir ekki meira en tveimur árum var skattahlutfall launa á Spáni með því hæsta í Evrópu. Þessu kerfi var þá breytt af stjórn- völdum í landinu á þann veg að erlendir ríkisborgarar fengu und- anþágu til skattgreiðslna fyrir allt að 9/10 þess sem þeim bæri venju- lega lögboðin skylda til. Til- gangurinn var að laða að erlenda fjárfesta til að stunda sín viðskipti á Spáni, sem myndi að sjálfsögðu hafa góð áhrif á efnahag landsins. Með öðrum orðum - erlendur rík- isborgari með risavaxin laun sín bókfærð á Spáni gæti, með góðum endur- skoðanda, borgað á milli 10-20% af launum sínum í skatt. Skólabókardæmi um slíkan launþega er hinn erlendi fótbolta- maður - eins og Ant- onio Cassano. Evrópska knattspyrnusam- bandið er með stöðu mála á Spáni í gjörgæslu hjá sér og segja sér- fræðingar að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær gripið verði í taumana. Þeir benda á að það verði hreinlega að gera áður en Spánn breytist í nýlendu fyrir fótboltamenn hvaðan- æva úr heiminum. Félög þar í landi þurfa í raun að greiða sínum leikmönnum mun lægri laun en félög t.d. í Frakklandi og Þýskalandi til þess að viðkomandi leikmenn fái sömu laun útborg- uð. Áður voru ensk knattspyrnufélög í sömu stöðu og þau spænsku eru nú þar sem skatta- hlutfallið í Bret- landi er 40%, samanborið við 50% í Frakklandi og Þýskalandi og áður Spáni. Þessi 10% munur setti ensk félög í yfirburðastöðu áður og því þarf ekki að fara mörgum öðrum hversu mikið forskot félög á Spáni hafa nú, með sínu 25-35% for- skoti. Knattspyrnuyfirvöld í löndum utan Spánar benda á að félög eins og Real Madrid og Barcelona eru í beinni samkeppni við Manchester United, AC Milan, Lyon, Bayern München og fleiri í Meistaradeild Evrópu og því er ósanngjarnt að spænsku félögin skuli njóta slíkra yfirburða þegar kemur að launa- greiðslum til leikmanna. Líklegt þykir að næsta skref knattspyrnu- yfirvalda í öðrum deildum Evrópu verði sameiginleg beiðni til Evr- ópusambandsins um að gera knatt- spyrnumenn undanþegna frá aðgangi í þá skattaparadís sem stjórnvöld á Spáni hafa búið til fyrir erlenda ríkisborgara. - vig Stundum borgar það sig að fá minna borgað Þegar rætt er um laun knattspyrnumanna er sjaldan eða aldrei er minnst á það hlutfall launanna sem greiðist í skatt, sem er í raun lykilatriði fyrir bæði leikmenn og félög. Nýjasta dæmið er félagaskipti Antonio Cassano frá Roma til Real Madrid. ANTONIO CASSANO Fær lægri laun hjá Real Madrid en hjá Roma en fær samt meira borg- að. Hvernig má það vera? NORDICPHOTOS/AFP FORMÚLA 1 Formúlu-1 tímabilið hefst um helgina í Barein en margar nýjar reglur hafa verið teknar upp til að hafa keppnina enn meira spennandi. Skipuleggj- endur Formúlunnar telja sig loks- ins hafa fundið góðan grundvöll fyrir keppnina eftir mismunandi mótafyrirkomulag ár eftir ár. Allar keppnirnar í ár verða í beinni útsendingu á RÚV. Ein helsta breytingin felst í tímatökunni en hún verður á laug- ardögum þar sem keppt verður í þremur lotum. Eftir fyrstu lot- una, sem varir í fimmtán mínútur og fjöldi keyrðra hringja er frjáls, detta sex hægustu bílarnir út og eftir það eru tímarnir af þeim bílum sem eftir eru þurrkaðir út. Önnur tímataka fer alveg eins fram. Eftir það tekur við tíu bíla kappakstur sem varir í tuttugu mínútur þar sem ökumennirnir keppast við að ná hraðasta tíman- um. Í Formúlunni í fyrra mátti ekki skipta um dekk yfir keppnishelg- ina en það er nú aftur leyfilegt en liðin hafa úr þrettán mismunandi dekkjum að ráða. Fernando Alonso varð í fyrra yngsti heimsmeistarinn í sögu Formúlu 1 en hann býst við æsi- spennandi keppni í ár. „Ég held að við í Renault verðum án efa aftur með í baráttunni um titilinn. Honda, Ferrari, McLaren og Ren- ault hafa verið sterkust í vetur en nú fer að koma tíminn til að sanna sig þegar alvaran byrjar. Renault er heimsmeistari og allt liðið er fullt sjálfstrausts fyrir tímabil- ið,“ sagði Alonso sem margir telja líklegan til að verja titilinn í ár. Michael Schumacher átti ekki sjö dagana sæla á síðasta tímabili en hann er einnig sannfærður um að lukkan muni snúast honum í vil þetta árið. „Við erum mjög ánægðir með bílinn, bæði hrað- ann á honum auk þess sem hann hefur ekki verið að bila neitt. Við erum tilbúnir í tímabilið og ég tel að við verðum eitt af toppliðun- um,“ sagði Schumacher en Ferr- ari fákur hans bilaði ótt og títt í fyrra. - hþh Formúlutímabilið hefst loksins um helgina eftir langa hvíld: Spennandi tímabil í vændum FERNANDO ALONSO Er með sigurstrang- legustu mönnum í Formúlunni í ár eftir heimsmeistaratitilinn í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Nú bendir allt til þess að Mido, egypski sóknarmaðurinn hjá Tottenham, verði keyptur til liðsins í sumar. Mido er í láni hjá enska liðinu frá Roma og ætla forráðamenn ítalska félagsins að selja Mido til að eiga pening fyrir Vincenzo Iaquinta, hinum sjóðandi heita framherja Udinese. Talið er að uppsett verð Roma á Mido verði í kringum 500 milljónir en Iaquinta er verðlagður á þrisvar sinnum meira. Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefur mikla trú á sóknarmanni sínum Dean Ashton og segir hann vel geta leyst sama hlutverk og Wayne Rooney hefur hjá enska landsliðinu. Ashton hefur spilað frábærlega fyrir West Ham eftir að hann var keyptur frá Norwich og segir Pardew hann vera í landsliðsklassa. „Hvað myndi England gera ef Rooney meiddist? Það er enginn til að leysa hann af í liðinu. Ashton gæti það hins vegar. Hann hefur verið að leika sama hlutverk hjá okkur og gert það frábærlega.“ Arouna Kone, sóknarmaður PSV í Hollandi, segir það vera sinn æðsta draum að spila fyrir Manchester United einhvern tímann á ferli sínum. Kone hefur skorað tíu mörk í sextán leikjum PSV í ár og hefur vakið athygli nokkurra stórliða í Evrópu. „Ég hef hugsað mér að spila tvö ár til viðbótar hjá PSV en að því loknu langar mig til Man. Utd. Ég veit að það verður erfitt að láta þann draum rætast en það er ekki ómögulegt,“ sagði Kone og bætti því við að fyrirmyndir sínar væru þeir Jaap Stam, Ruud van Nistelrooy og Park Ji-Sung, sem allir hafa farið frá PSV til enska félagsins á síðustu árum. Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia er sagt vera að undirbúa risatilboð í Cristiano Ronaldo, Portúgalann unga hjá Man. Utd. Valencia er í leit að vængmanni og sér forsetinn Juan Soler Portúgalann sem hinn full- komna leikmann fyrir sig í þá stöðu. „Við munum ræða við Man. Utd. um möguleg kaup,“ sagði Soler en Ronaldo skrifaði undir nýjan samning við Rauðu djöflana í nóvember síðastliðnum. Cesc Fabregas, miðjumaðurinn ungi hjá Arsenal, kveðst vera mjög stoltur yfir að vera undir smásjánni hjá stórliði Real Madrid en ekki hafa hug á því að færa sig um set þar sem hann sé mjög ánægður í herbúðum Arsenal. „Ég var svolítið hrærður þegar það var verið að orða mig við Real í blöðunum, ég viðurkenni það alveg. Real er líklega stærsta félag heims,“ segir Fabregas. ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Forráðamenn Glasgow Rangers gagnrýndu öryggisgæsl- una hjá Villarreal harkalega í kjöl- far leiks liðanna á Spáni á þriðju- dag. Fimmtán þúsund Skotar flykktust til Spánar en aðeins þrjú þúsund þeirra höfðu miða á leik- inn. Mikill fjöldi drukkinna og æstra stuðningsmanna félagsins var því fyrir utan völlinn meðan á leik stóð. Létu öllum illum látum og réðust meðal annars að liðsrútu Villarreal og brutu rúðu í henni. „Það fór eins og okkur grunaði að það voru allt of fáir öryggisverðir og því fengu þessir menn að láta öllum illum látum,“ sagði Law- rence McIntyre, yfirmaður örygg- ismála hjá Rangers. - hbg Stuðningsmenn Rangers: Réðust á rútuna STUÐNINGSMENN RANGERS Geta orðið brjálaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Shaun Alexander, hlaupari Seattle Seahawks og besti leikmað- ur síðasta tímabils í NFL-deildinni, skrifaði í upphafi vikunnar undir nýjan samning við félagið. Samn- ingurinn, sem er til átta ára, færir Alexander rúmlega fjóra milljarða króna í laun en þetta er stærsti samningur sem hlaupari hefur gert við nokkuð félag. „Ég vildi aldrei yfirgefa félagið og það er mikill heiður að hafa fengið stærsta samning sem hlaup- ari hefur nokkurn tíma fengið,“ sagði Alexander en með hann í farabroddi fór Seattle alla leið í Super Bowl þar sem það tapaði fyrir Pittsburgh Steelers. - hbg Shaun Alexander: Fékk risasamn- ing hjá Seattle
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.