Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 86

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 86
Heildsölu lagersala Listaverð Utsöluverð frá Utivistarjakki 29,990 11,900 Hlaupajakki 8,990 3,900 Flíspeysa 12,990 5,900 HiTec Golfskór 12,990 5,900 Fótboltaskór 13,990 5,900 Einnig mikið úrval af: Skíðafatnaði, Utivistarfatnaði, Golffatnaði, Iþróttafatnaði, Brettafatnaði Barna-, unglinga- og fullorðinsstærðir 50-90% afsláttur!! Við rýmum til á lagernum vegna sumarlínu okkar sem kemur fljótlega til landsins. Við seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði! www.zo-on.com ZO-ON Iceland Nýbýlavegur 18 (gengið inn Dalbrekku megin) Opnunartími Fimmtud. 14-20 Föstud. 14-20 Laugard. 10-18 Sunnud. 11-17 Mánud. 14-20 9-13 mars 2006 Fyrstur kemur, fyrstur fær! Komið tímanlega því takmarkað magn er til af öllum vörum [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Skoski dúettinn Arab Strap er ekki mikið fyrir að pakka hlutum í fallegan pappír. Dúettinn er þekktur fyrir að færa hlustandanum mjög óslípaðar plötur með djörfu en alltaf ótrúlega heiðarlegum textum. Kannski ekki svo mikil furða í ljósi þess að sveitin heitir Arab Strap, sem er á ensku heiti fyrir plastdildó sem stelpur festa á sig með beltisól- um til að geta elskast með öðrum stelpum. Ég ætla að leyfa ímyndun- arafli ykkar að sjá um afganginn. Stundum eru textar söngvarans Aidan Moffett í það miklu aðal- hlutverki að lögin hljóma nánast eins og ljóðalestur yfir indírokk. Hreimur hans er svo ótrúlega skoskur að það er eins og maður sé að hlusta á senu úr Trainspotting. Maður fær það á tilfinninguna að Aidan noti texta sína sem eins konar sáluhjálp, leið til þess að tappa af innri pirring. Fyrir vikið er stund- um erfitt að átta sig á því um hvað hann er að tala, en það skiptir litlu. Ég veit ekki alveg hvort það sé svo góð hugmynd að nota textagerð sína sem sáluhjálp. Þannig dreifir textahöfundurinn bara sínum eigin skít yfir á hlustandann, sem er kannski ekki alltaf reiðubúinn til þess að hlusta. Til allrar lukku er það oftast unaður að fá að kíkja inn í sjúkan haus herra Moffetts. Það er erfitt að segja hvort Arab Strap sé að þróast eitthvað með þessari nýju plötu sinni eða ekki. Tónlistin er kannski örlítið fjörugri en áður, en samt hljóma þeir eins og þeir séu lokaðir inni í sínum eigin heimi. Það er ekkert lag hérna sem grípur mann einhverjum heljartök- um og það eru aðallega textarnir og flutningur þeirra sem gerir þetta áhugavert. Það er alveg óhætt að segja að þetta sé ekkert sérlega skemmtilegt. Það er heldur ekki hægt að segja að þessi stöðnun komi mikið á óvart. Að mínu mati hefur Arab Strap ekki gert neitt sérstak- lega áhugavert með tónlist sinni síðan Philophobia kom út árið 1998. Síðan þá hafur bandið verið fast á svipuðum nótum, en þó alltaf boðið upp á góða textagerð og hlutirnir verið matreiddir nægilega hrátt svo það sé enn safi í þeim. Arab Strap er orðin ein af þess- um sveitum sem gagnrýnendur hlusta á nánast af virðingu einni saman. Nánast af kurteisi, vegna þess hversu sjálfstæðir og einstakir þeir voru þegar þeir birtust okkur upphaflega fyrir tæpum 10 árum síðan. Núna eru þeir orðnir eins og Jói frændi sem maður hittir árlega í jólaboðinu og maður á sama samtal- ið við ár eftir ár. Það gerist bara vegna þess að menn eru einfaldlega of ólíkir til þess að geta tengst á djúpstæðari hátt andlega. „Gaman að sjá þig Arab, hvernig hefurðu það? Ennþá að blæða úr hjarta þínu á plastdiska fyrir þá sem nenna að hlusta? Flott hjá þér... jæja, hvernig líst þér á kalkúninn í ár?“ Birgir Örn Steinarsson Sama samtalið, aftur, aftur og aftur ARAB STRAP: THE LAST ROMANCE Niðurstaða: Sjötta breiðskífa Arab Strap er ekki slæm en heldur ekki góð. Sama tegund af kaffi og síðast, á sama kaffihúsi og menn eru í sömu sætunum að segja sömu brandarana. Öllum líður samt sæmilega. Fyrsta sólóplata söngkonunnar Cor- inne Bailey Rae, sem er nýkomin út hér á landi, fór beint á topp breska breiðskífulistans. Bailey Rae gaf út EP-plötuna Like a Star í nóvember í fyrra og síðan þá hefur hún notið mikillar hylli í Bret- landi. Miklar vonir eru bundnar við Rae í framtíðinni enda þykir rödd hennar með eindæmum góð auk þess sem lögin og textarnir á nýju plöt- unni eru sagðir standa vel fyrir sínu. Hefur henni þegar verið líkt við stór nöfn á borð við Billie Holiday, Erikah Badu, Lauren Hill og Macy Gray. Platan, sem er samnefnd söng- konunni, hefur fengið mjög góðar viðtökur víðast hvar og fékk meðal annars fjórar stjörnur í hinu virta tónlistartímariti Q. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Put Your Records on, kom út 20. febrúar. ■ Rae beint á toppinn C0RRINE BAILEY RAE Breska söngkonan hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu. Miðasala er hafin á tónleika Ians Anderson í Laugardalshöll þann 23. maí. Þar mun hann koma fram ásamt hljómsveit sinni og meðlim- um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ian Anderson á að baki langan og farsælan feril með hljómsveit- inni Jethro Tull. Sveitin hefur selt yfir 60 milljónir platna á þeim tæpu fjórum áratugum sem hún hefur starfað. Miðasalan á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi á á midi.is. Miðaverð er á bilinu 5.500 til 8.900 auk miðagjalds. Miðasala hafin IAN ANDERSON Flautuleikarinn og söngvar- inn knái er á leiðinni til Íslands. Grínistarnir Steinn Ármann Magnússon, Bjarni töframaður, Rökkvi Vésteinsson og Þórhallur Þórhallsson koma fram á sérstöku góðgerðaruppi- standi á Gauki á Stöng í kvöld til styrktar floga- veikum. Kynnir verður Oddur Boxser. Síðasta góðgerðaruppi- stand var haldið fyrir mán- uði síðan þegar 52.000 krón- ur söfnuðust handa krabbameinsjúkum börnum. Aðgangseyrir í kvöld er 500 krónur og opnar húsið klukk- an 21.30. Uppistand á Gauknum STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON Fjórir grínistar láta gamminn geisa á Gauki á Stöng í kvöld. Staðfest hefur verið að Nick Mason, fyrrum trommuleikari Pink Floyd, muni spila meistaraverkið Dark Side of the Moon með Roger Waters á tónleikum hans í Frakklandi. Eins hefur Waters boðið Rick Wright, fyrrum hljómborðsleikara Pink Floyd, að spila með sér á tón- leikunum. Svo gæti því farið að Mason og Wright muni spila með Waters á tón- leikum hans í Egilshöllinni hinn 12. júní. Þeir þrír komu saman í London síðasta sumar ásamt fjórða meðlimi Pink Floyd, David Gilmore, á Live 8 við frábærar undirtektir. Mason með Waters ROGER WATERS Fyrrum forsprakki Pink Floyd heldur tónleika hér á landi 12. júní.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.