Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Svavar Örn Svavarsson fylgist vel með tískunni og veit hvað er flottast hverju sinni. Uppáhaldið hans núna er hálsklútar sem hann segist nota mikið. Svavari finnst Íslendingar almennt vera mjög meðvitað- ir um tískuna og fara eftir henni. „Mér finnst mjög skemmtilegt hvað við erum snögg að tileinka okkur tísk- una miðað við marga aðra,“ segir hann. Svavar segist aðallega kaupa föt á Íslandi en ekki vera einn af þeim sem kaupa bara föt í útlöndum. „Ég hef ekkert efni á Gucci eða Prada svo ég get alveg eins keypt mér föt hérna heima. Búðirn- ar hérna standast fyllilega samanburð við verslanir erlendis og margar þeirra eru að fá nýjar sendingar vikulega. Ég fæ alltaf góða þjónustu og mér finnst mjög gott að versla hérna. Íslend- ingar mættu vera duglegri við að notfæra sér þjónustu starfsfólks verslana því það er mjög mikil hjálp í því.“ Uppáhaldsverslun Svav- ars er Sautján. „Mér finnst mjög gott að versla í þar og svo finnst mér líka gaman að fara í GK og All Saints. Ég er duglegur að notfæra mér þjónustu starfsfólksins og í Sautján þekkir einn sölumað- urinn mig og lætur mig vita ef að koma vörur sem henta mér.“ Svavar keypti sér síðast belti í Sautján og þverrönd- óttan bol. „Beltið er alveg æðislegt. Bolurinn hins vegar gerir ekki mikið fyrir bumb- una á mér en af því að rönd- ótt er í tísku þá treð ég mér í hann,“ segir hann og hlær. Svavar segir að svört jakkaföt séu ómissandi í fata- skápinn. „Það er gott að eiga jakkaföt í fleiri en einni stærð. Ég stækka um nokkur fatanúmer á milli vikna þannig að ég þarf að eiga jakkaföt í small, medium og large. Ég er mjög hrifinn af stuttum dálítið kvenlegum jökkum þessa dagana.“ Hann segist líka vera með með hálsklútaæði núna. „Háls- klútar eru mjög smart og ég nota þá mikið.“ Þrátt fyrir að hafa mikið vit á tískunni segist Svavar ekki hugsa mikið um hana þegar hann er heima hjá sér. „Þegar ég er heima finnst mér best að vera bara í nógu stórum fötum,“ segir hann. emilia@frettabladid.is Hugsar ekki um tísku heima Ungabörn kljást við mun flóknari tilfinningar en áður var haldið. Ný rannsókn sýnir að áður en ungabörn byrja að tala eða sitja óstudd eru þau farin að kljást við tilfinningar eins og afbrýðisemi, kærleik og vonbrigði en áður var talið að börn upplifðu þetta ekki fyrr en seinna á ævinni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn. www.persona.is Lindsey Lohan er líkleg til að verða næsta andlit í auglýsinga- herferð fyrir Louis Vuitton. Lohan hefur áður komið fram í auglýsingum fyrir Dooney & Bourke, bandarískan töskufram- leiðanda. Raddir hafa einnig heyrst að Keira Knightley verði næsta andlit Chanel en tíminn einn mun leiða í ljós sannleikann í því máli. Borgholm-leðursófar eru á tilboði hjá Ikea. Um er að ræða tveggja til þriggja sæta leðursófa á verðbilinu 50 til 60 þúsund krónur. Sófana má skoða á www.ikea.is. ALLT HITT [TÍSKA HEIMILI HEILSA] Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.08 13.38 19.10 Akureyri 7.55 13.23 18.53 GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 9. mars, 68. dagur ársins 2006. Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10 587-1000 - Bílasalan Skeifan Mercedes Bens ML-350 Nýskráður 8.2005 Ekinn 11.000 km. Sjálfskiptur, glertopplúga, ESP stöðuleikarbúnaður, leðuráklæði, leiðsögukerfi, litað gler, innbyggður sími, hraðastillir, rafdrifin sæti, o.m.fl. Tilboð kr. 5.390.000,- Svavar Örn Svavarsson notar hálsklúta mikið þessa dagana.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FALLEG LISTAVERK Á GÓÐU VERÐI Af hverju að eyða stórum fjár- fúlgum í málverk þegar hægt er að fá skemmtilegar eftirprentanir til að prýða heimilið? HEIMILI 10 FLIPP OG FÁGUN Í KRONKRON Um helgina opnar stækkuð verslun með nýjum vöru- merkjum. TÍSKA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.