Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 44
4 Sjö millimetra hvítagullshringar frá Siggu & Timo. Nöfn eru áletruð utan á hringana. Átta millimetra hringur úr hvítagulli frá Siggu & Timo. Demantar, þrettán punkta, liggja langsum á dömuhring. Sex mm gullhringar frá Siggu & Timo. Kven- hringur er með sex punkta demöntum. Það heyrir til algjörra undantekn- inga að fólk gifti sig án þess að setja upp hringa. Eins og í flestu öðru eru sveiflur í hringavali frá ári til árs. Ólína Þorvaldsdóttir, verslunar- stjóri Siggu & Timo, segir hringana í breiðari kantinum þetta árið, oft um sex til sjö millimetra á breidd. Bæði séu þeir teknir flatir og kúpt- ir þó hið síðarnefnda sé alltaf vin- sælla og klassískara. Talsvert hefur verið um að fólk taki sér hringa úr hvítagulli en Ólína segir gullið vera að koma sterkt inn aftur. Ekki eru dömu- og herrahring- arnir alltaf eins. Misjafnt er hvað klæðir fólk og karlmenn taka oft breiðari hringa fyrir sig. Hins vegar hefur mikið borið á því upp á síð- kastið að settur sé steinn í kven- hringinn og er það þá yfirleitt dem- antur. Algengt er að skrifað sé inn í hringana en nú láta margir grafa nöfn utan á þá. Ekki vilja þó allir hefðbundna giftingarhringa og geta þeir þá meðal annars leitað í Gullsmiðju Ófeigs. Ófeig- ur kveðst ekki stíla inn á giftingarmarkaðinn en bjóða þó fólki upp á sérsmíðaða giftingar- hringa ef fólk kjósi. Þá geti hann lítið sagt um tísku- bylgjur í gift- ingarhringum þar sem fólk sem komi til hans kjósi sérstaka og óhefðbundna hringa. Breiðari hringar þetta árið Breiðir giftingarhringar eru vinsælir þessa dagana. Algengast er að herrahringarnir séu látlausari en dömuhringarnir. Átta millimetra hringur úr hvítagulli frá Siggu & Timo. Demantar, fjögurra punkta, liggja í þverrönd á dömuhring. Sex millimetra gullhringar frá Siggu & Timo. Dömuhringur hefur 25 punkta demant. Silfurhringar frá Gullsmiðju Ófeigs, hvort sem er fyrir dömur eða herra. Inni í átján karata gullferhyrningnum er demantur. Silfur- og bronshringar frá Gullsmiðju Ófeigs. Hringarnir eru hvort sem er fyrir herra eða dömu. Kvenhringinn klæðir röð af demöntum, um eitt karat, en herrahringurinn er látlaus. Hringarnir eru úr hvítagulli frá Siggu & Timo. ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hlutverk veislustjóra er viðamikið og hefur hann í mörg horn að líta svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. Best er að veislustjórinn sé glað- lyndur og skemmtilegur en ekki má gera það að aðalatriði að hann sé fyndinn. Skemmtiatriði eru yfir- leitt í annarra höndum. Mestu máli skiptir að hann sé skipulagður og hafi góða yfirsýn yfir gang mála. Veislustjóri þarf að sjá um að taka á móti gestum og sjá til þess að borð- haldið gangi vel fyrir sig og ræðu- höld og skemmtiatriði séu kynnt til leiks á réttum tíma. HLUTIR SEM BER AÐ HAFA Í HUGA VIÐ VEISLUSTJÓRN: 1. Ef veisla er haldin í sal ætti veislustjóri að líta við í salnum áður og athuga hvernig salurinn er uppsettur, sjá hvort hljómflutn- ingstæki eru í góðu lagi og slíkt. 2. Veislustjóri þarf að skrifa niður hjá sér punkta. Hann ætti að hafa nöfn brúðhjónanna skrifuð hjá sér, ásamt nöfnum foreldra og jafnvel systkina. 3. Veislustjóri tekur á móti gestun- um við upphaf veislunnar, slær á létta strengi og kynnir dagskrána. Hann sér einnig um að stýra því að það sé skálað. 4. Hann skráir hjá sér nöfn þeirra sem vilja halda ræður og eru með skemmtiatriði. Gott er að skipu- leggja ræðuhöldin vel. Ekki má hafa of þétt prógramm, því fólk þarf að fá færi til þess að spjalla saman á milli. Atriði og ræður sem krefjast þess að fólk hlusti af athygli ættu að koma snemma í veislunni, þar sem fólk miss- ir gjarnan athyglina þegar líða tekur á kvöldið, sérstaklega þegar vín er haft um hönd og jafnvel fiðringur kominn í fólk sem vill dansa. 5. Ekki er gott ef borðhald dregst langt fram eftir kvöldi, þannig að veislugestir séu orðnir órólegir eða borðhaldið jafnvel búið að leysast upp áður en kemur að eftirrétt- inum. Mikilvægt er að drífa það áfram, en þó ekki meira en svo að fólk fái tækifæri til að njóta matar síns. 6. Brúðkaup eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stundum er það mikið af skemmtiatriðum að veislustjórinn gerir lítið annað en að kynna þau. Stundum er afar lítið um skemmtiatriði og mest um þurrar ræður. Þá þarf veislustjóri aldeilis að grípa í taumana og jafn- vel stýra skemmtilegum leikjum og segja gamansögur. Léttlyndur og skipulagður Starf veislustjóra í brúðkaupsveislum er afar mikilvægt og skiptir máli að vera vel undirbúinn. Veislustjóri þarf að stýra því að reglulega sé skálað í veislunni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Heill heimur af rómantík og glæsileika Brúðargjafir og brúðargjafalistar Dúkar og skraut á veisluborðið Bæjarlind 6, Kóp. s. 5347470 • www.feim.is Opi› virka daga 10-18 og laugardaga 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.