Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 95
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 LÁRÉTT 2 sæti 6 einnig 8 stórt ílát 9 stormur 11 eldsneyti 12 mont 14 ljúka 16 þreyta 17 stjórnarumdæmi 18 fiskur 20 skóli 21 steintegund. LÓÐRÉTT 1 bær 3 skammstöfun 4 fax 5 arinn 7 sveppur 10 bergtegund 13 eldur 15 ilma 16 dauði 19 tveir eins. LAUSN: Morgunmatur: Útbúðu hafragraut úr heilum höfrum og sjóddu nokkur epli með til að bragðbæta hann. Þú getur varla fengið betri morgunmat. Skemmtunin: Bjóddu vinum þínum í tilefn- islaust kaffiboð um miðjan dag og bakaðu súkkulaðiköku í tilefni dagsins. Það klikkar ekki. Afþreyingin: Gerðu vorhreingerningu heima hjá þér. Taktu til í öllum skápum, skúffum og skúmaskot- um. Drykkurinn: Búðu þér til fulla könnu af kínversku tei, kældu það og drekktu það með klökum úti í. Þetta er sérlega hollt og hressandi. Dekrið: Keyptu nýjasta breska Vogue, lífrænt súkkulaði og kaffi latte og færðu ástinni þinni í rúmið. Flíkin: Vertu í einhverju rauðu um helgina. Sá litur rokkar um þessar mundir. Helgin okkar... Albert Steinn Guðjónsson hóf nýverið störf á tímaritinu Gest- gjafanum. Er það ekki í frásögur færandi nema það að hann er fyrsti karlkyns blaðamaðurinn sem þang- að hefur verið ráðinn í fullt starf. Þegar Albert Steinn sótti um starfið var þess krafist af umsækj- endum að þeir gætu eldað, skrifað og stílíserað. Albert segist alla vega vera fullfær um tvo fyrst- nefndu hlutina en eitthvað þurfi að fínpússa stílíseringuna. „Ég er mikill áhugamaður um mat og hef eldað mjög lengi og kynnt mér undirstöðuatriðin mjög vel,“ segir hann. „Ég er nokkuð vel sjóaður í grundvallaratriðum meginlandsmatargerðar en þessa stundina hef ég mest gaman af því að elda indverska og suðaustur- asíska karrírétti,“ segir hann. Albert er að útskrifast úr heim- speki í HÍ og hefur gert nokkuð af því að skrifa í skólanum. Meðal annars ritstýrði hann bókinni And- spænis sjálfum sér, sem var byggð á málþingi um samkynhneigð ung- menni og ábyrgð fagstétta á þeirra málefnum. Hann segist hlakka mikið til að takast á við nýja starfið. „Þetta er stórfínt. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir hress til vinnu á mánudögum,“ segir hann í léttum dúr. - fb Karlkyns matarblaðamaður ALBERT STEINN GUÐJÓNSSON Albert hefur mest gaman af að elda karrírétti frá Ind- landi og Suðaustur-Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. LÁRÉTT: 2 sess, 6 og, 8 hít, 9 rok, 11 mó, 12 grobb, 14 klára, 16 lú, 17 lén, 18 áll, 20 fg, 21 talk. LÓÐRÉTT: 1 borg, 3 eh, 4 símbréf, 5 stó, 7 gorkúla, 10 kol, 13 bál, 15 anga, 16 lát, 19 ll. Bíómyndin: Sjáðu kvikmyndina Blóð- bönd. Hún er stórkostlega skemmtileg, dramatísk og skilur mikið eftir sig enda endurspeglar hún hið raunverulega líf sem getur tekið stökkbreyt- ingum á svipstundu. HRÓSIÐ ...fá krakkarnir í Idolinu fyrir að næla sér í laun frá Landsbankanum. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Zacarias Moussaoui. 2 Ronaldinho fyrir Barcelona, Lampard fyrir Chelsea. 3 Match Point. opið alla laugardaga 10-14 SKÖTUSELUR HUMAR TÚNFISKUR Frá árinu 1999 hefur Jónas R. Halldórsson rekið Antikbúðina á Laugavegi 101. Fyrir ári síðan færði hann út kvíarnar og opnaði útibú í Hafnarfirði, nánar tiltekið á Bæjarhrauninu, hvítu götunni sem ferðalangar á leið til Kefla- víkur sjá. Velgengni búðarinnar þar í bæ hefur orðið til þess að Jónas ætlar að loka í Reykjavík og flytja reksturinn alfarið til Hafnfirðinga, sem hafa tekið honum opnum örmum. Jónas segir að þó umferðin um Laugaveginn hafi aukist komi honum það ekki að neinu gagni því kaupendur vilji fá bílastæðin sín, ganga á þurrum skóm inn í búðirnar og hverfa þaðan jafn- skjótt. „Það er helst á löngum laugardegi sem fólk nennir að þramma Laugaveginn,“ útskýrir hann. Jónas var staddur í búðinni þegar Fréttablaðið náði tali af honum og söknuðurinn virtist ekkert vera að þjaka hann. „Ég er með 250 fermetra pláss á Bæjar- hrauni og svo býr gamli hippinn fyrir ofan,“ heldur hann áfram. „Mér finnst reyndar eins og möndullinn á höfuðborgarsvæð- inu sé að snúast og færast suður,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum var Hafnarfjörður í mikilli lægð og allt morandi í lausum pláss- um,“ útskýrir Jónas en nú sé öldin önnur því slegist sé um hverja búð. Margir hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir litu við inn í Antikbúðina nýverið því Jónas hefur hingað til skartað miklu og veglegu skeggi. Það er nú horfið til feðra sinna og hefur Jónas nokkrar skýringar á þeim verkn- aði. „Ég hef verið að bíða eftir því að komast á Reykjalund og rakaði skeggið af til að þyngdarmæling- in kæmi betur út,“ segir hann í gríni. „Annars hef ég alltaf haft tilhneigingu til þess að vera öðru- vísi og mér fannst allir vera komnir með svona skegg. Ég varð því að fara gera eitthvað nýtt,“ útskýrir hann. Jónas bjó rúm fjörutíu ár í Hlíðunum en segist finna vel fyrir bæjarbragnum í Hafnarfirði sem stjórnist af rígnum milli FH og Hauka. Hann sigli þó milli skers og báru í þeim efnum. „Þegar ég hitti FH-ing segist ég halda með þeim og hið sama gerist þegar Haukari kemur að máli við mig,“ segir Jónas og hlær. freyrgigja@frettabladid.is JÓNAS R. HALLDÓRSSON: HÆTTUR Á LAUGAVEGINUM Fluttur í Hafnarfjörð JÓNAS R. HALLDÓRSSON Kann vel við sig í Hafnarfirði þar sem hann hefur opnað Antikbúð og segir Hafnarfjörð vera í mikilli uppsveiflu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRÉTTIR AF FÓLKI Aðstandendur Hollywood-kvikmynd-arinnar Stardust voru staddir hér á landi í vikunni til að skoða aðstæður og verða væntanlega einhverjar tökur hér á landi. Mikið stjörnulið hefur verið ráðið í helstu hlutverk en þeirra þekktastur er væntanlega Robert De Niro. Leikstjóri myndarinnar er Matthew Vaughn en hann gerði síðast kvikmyndina Layer Cake þar sem James Bond-leikarinn Daniel Craig fór með aðalhlutverkið. Þar að auki hafa leikkonurnar Michelle Pfeiffer og Sienna Miller verið ráðnar til verksins en sú síðastnefnda er hvað þekktust fyrir að hafa átt í stormasömu ástarsambandi við leikarann Jude Law. True North fyrirtækið aðstoðaði fólkið frá Englaborginni en að sögn Helgu Margrétar Reykdal, framkvæmdastjóra True North, er ekkert fast í hendi. Umfangið er þó ekki í neinum saman- burði við Flags of Our Fathers sem Clint Eastwood tók upp á Suðurnesjunum. Hún taldi nokkuð öruggt að hlutirnir myndu skýrast í lok þessarar viku eða eftir helgi en þetta gætu orðið nokkrir töku- dagar og allt upp undir eina viku. Söngkonan Hafdís Huld hefur verið að gera góða hluti í sönglistinni að undanförnu og samkvæmt fréttatil- kynningu sem söngkonan sendi frá sér hefur hún skrifað undir útgáfusamning við Mvine-plötufyrirtækið. Hafdís vakti mikla athygli með Gus Gus-flokknum á sínum tíma en síðan þá hefur farið lítið fyrir henni hér á landi. Fyrsta sólóskífa Hafdísar, Dirty Paper Cup, er væntanleg í júní en smáskífan kemur út í apríl og heitir Tomoko. Breski ljósmyndarinn Helen Wood leikstýrir myndbandinu með laginu en þar dansar Hafdís ásamt vinkonu sinni Álfrúnu Örnólfsdóttur í litlu herbergi. Gríðarlegt stórskotalið kemur að þessari plötu en það eru lagahöf- undar og upptöku- stjórar sem hafa starfað með listamönnum á borð við Arctic Monkeys, Dido, Kylie Minogue, Dido og Kasa- bian. -fgg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.