Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 76

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 76
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR „Ég hef málað sömu könnuna og sömu skálina mörg þúsund sinn- um en finnst ég samt ennþá vera að þróast og þroskast,“ segir Pétur Gautur Svavarsson myndlistar- maður, sem um síðustu helgi opn- aði stóra sýningu á málverkum sínum í Hafnarborg. Á sýningunni eru stór mál- verk frá síðustu tveimur árum. Pétur Gautur er þekktur fyrir kyrralífsmyndir sem hann hefur málað árum saman og þessi sýn- ing er engin undantekning þótt myndirnar séu orðnar stærri og inni á milli bregði fyrir blóma- myndum. „Blómamyndirnar hafa reynd- ar líkst meira og meira uppstill- ingunum sjálfum. Blómaknapp- arnir eru búnir að taka á sig skálaformin og blómastilkarnir orðnir eins og röndóttu dúkarnir mínir voru áður á borðunum. Það má segja að þetta sé nákvæmlega það sama og ég var að gera áður, bara undir öðrum merkjmum. Og ég er mjög ánægður með það.“ Hann tekur reyndar fram að þótt sjá megi skálar og könnur á myndunum séu þetta ekkert endi- lega myndir af skálum og könn- um, „heldur er þetta allt leikur að litum og formum. Það er enda- laust hægt að leika sér að þessu.“ Hann bjó úti í Danmörku í mörg ár og byrjaði þar að mála uppstill- ingar. „Þar er gömul og þekkt kyrra- lífsmyndagerð, líka eftir okkar gömlu málara. Ég var alltaf dálítið hrifinn af gömlu kyrralífsmynd- unum og hef haldið mig við þær síðan.“ Pétri finnst reyndar oft mynd- irnar hreinlega mála sig sjálfar. „Bestu myndirnar eru þær sem ég hef minnst fyrir, þær sem ég mála til dæmis ef ég næ að gleyma mér í útvarpssögunni eða hljóðbókun- um. Þetta er eins og að reyna að sofna. Þegar maður rembist sofn- ar maður aldrei, en svo þegar maður fer að slaka á gerast hlut- irnir.“ Sýning Péturs Gauts er í Aðal- sal Hafnarborgar og henni lýkur mánudaginn 27. mars. ■ Skál er ekki bara skál PÉTUR GAUTUR SVAVARSSON Hefur málað skálar og könnur í þúsundavís, en er samt alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Fös. 10. mars. kl. 20 Lau. 18. mars. kl. 20 SÝNINGUM LÝKUR Í MARS! Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Mán. 6. mars. kl. 09.00 UPPSELT Þri. 7. mars. kl. 09.00 UPPSELT Mið. 8. Mars. kl. 09.00 UPPSELT VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur lau. 11. mars kl. 20 sun.12. mars kl. 20 fös. 17. mars kl. 20 sun. 19. mars kl. 20 fös. 24. mars kl. 20 sun. 26. mars kl. 20 KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Stephen Gaghan hefur helst getið sér til frægðar að hafa skrifað handritið að myndinni Traffic frá árinu 2000. Þá hafði Steven Soderbergh tögl og haldir, en í þetta sinn settist Gaghan sjálfur í leikstjórastólinn og Soderbergh er meðal þeirra sem framleiða myndina. Fíkniefni voru við- fangsefnið í Traffic; ljósi var brugðið á útbreiðslu þeirra, áhrif og baráttuna gegn þeim, en sögum ólíkum einstaklinga úr öllum stéttum, sem áttu fátt eða ekkert sameiginlegt nema fíkni- efni, var fléttað saman. Það sama er nú uppi á teningn- um. Syriana segir sögu nokkurra manna; Bob Barnes (Clooney) er bandarískur leyniþjónustumað- ur í Mið-Austurlöndum sem er settur út í kuldann af yfirmönn- um sínum þegar kreppir að. Bennett Holiday (Wright) er lög- fræðingur sem er falið að rannsaka samruna tveggja risa- olíufyrirtækja. Bryan Woodman (Damon) er ráðgjafi arabísks prins (Siddig) í orkumálum og Wazim (Munir) er ungur farand- verkamaður í leit að vinnu fyrir botni Miðjarðarhafs og er farinn að daðra við hryðjuverkahópa. Allir eiga þessir menn eitt sam- eiginlegt: olíu. Gaghan ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, frekar en í Traffic, en með öllu brokk- gengari árangri. Það helgast helst af því að hann kýs að fara nákvæmlega sömu leið í leik- stjórastólnum og Soderbergh fór - allt frá útliti að innihaldi. Hand- ritið að Traffic er notað sem skapalón með nýju þema. í fyrri myndinni hélt Topher Grace inn- blásna ræðu um hin alltumlykj- andi fíkniefni og tilgangslausa baráttuna gegn. Í Syriönu er það hlutskipti Tim Blake Nelson að halda ræðu um hina alltumlykj- andi spillingu og tilgangslausu baráttuna gegn henni. Syriana er þó langt því frá slæm mynd; persónusköpunin og frásagnirnar eru áhugaverðar: George Clooney fer fremstur meðal jafningja sem samvisku- laust handbendi bandarísku leyniþjónustunnar sem fer loks- ins að velta fyrir sér hvað liggur að baki starfi hans - hugsanlega of seint. Jeffrey Wright er sann- færandi sem lögfræðingurinn sem er um það bil að segja skilið við samvisku sína og ganga út í fen sem ekki verður snúið til baka úr. Sagan af ungu farand- verkamönnunum sem ganga til liðs við hryðjuverkasamtök er hins vegar of einföld til að rista sérlega djúpt og og margir þræð- ir eru óhnýttir í lokin. Það hefði verið óskandi að Gaghan hefði fetað aðrar slóðir í Syriönu en í Traffic, en þegar öllu er á botninn hvolft tekst honum þó ágætlega að lýsa því sem virðist vera sjálfskapaður vítahringur olíuiðnaðarins, með afleiðingum sem snerta nánast hvern einasta jarðarbúa. Óbreytt ástand getur aðeins endað á einn veg og skilaboðin eru skýr: Eng- inn verður hreinn af því að baða sig í olíu. Bergsteinn Sigurðsson Svarta gullið glóir ekki SYRIANA LEIKSTJÓRI: STEPHEN GAGHAN AÐALHLUTVERK: George Clooney, Jeffrey Wright, Chris Cooper, Matt Damon, Anthony Siddig, Amanda Peet, Christopher Plummer og Mazhar Munir. Niðurstaða: Ágæt mynd um risavaxið og eld- fimt efni, en Stephen Gaghan fetar full troðnar og öruggar slóðir fyrra höfundarverks. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 6 7 8 9 10 11 12 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Antonía Hevesi píanóleikari flytja rússneska rómantík á hádegistónleikum í Hafnarborg, Hafnarfirði.  19.30 Fimm einleikar- ar, þau Víkingur Ólafsson, Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Einar Jóhannesson og Erling Blöndal Bengtsson. heiðra tónskáldið Jón Nordal og flytja einleikskonserta eftir hann ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói, sem haldnir eru í tilefni af áttræðis- afmæli tónskáldsins.  20.00 Hljómsveitirnar Big Kahuna, el Rodeo, Blindsight og The Best Hardcore Band In The World spila á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Sextán ára aldurs- takmark.  22.00 Michael Pollock heldur tónleika á Rósenberg þar sem hann kannar rætur tónlistarinnar. Við sögu koma m.a. lagasmíðar Woody Guthrie, Hank Williams, Johnny Cash, Bob Dylan og Robert Johnson.  22.30 Danska hljómsveitin Epo- 555 spilar á Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  17.00 Tumi Magnússon opnar sýningu í i8, Klapparstíg 33. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 Ljóðarí, fyrsta upp- lestrarkvöldið með ungum og nýjum skáldum, verður haldið í Stúdentakjallaranum. ■ ■ UPPISTAND  21.00 Uppistand.is hóar saman hæfileikafólki til og efnir til uppistands. Fram koma Steinn Ármann, Bjarni töframaður, Rökkvi Vésteinsson og Þórhallur Þórhaldsson. Kynnir kvöldins er Oddur Boxer. Allur ágóði rennur til styrktar flogaveikur. Aðgangseyrir er 500 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.