Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 70
9. mars 2006 FIMMTUDAGUR34
timamot@frettabladid.is
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og sonur,
Hjálmur Sigurjón Sigurðsson
Mánabraut 5, Skagaströnd,
lést á heimili sínu 2. mars og verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju föstudaginn 10. mars klukkan 13. Blóm
og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Geðhjálpar í
síma 570 1700.
Sigríður Rut Sigurðardóttir
Guðbjörg Hjálmsdóttir
Harpa Hjálmsdóttir Brett Harris
Ólafur Freyr Hjálmsson
Ásdís Hjálmsdóttir
Guðbjörg Hjálmsdóttir Sigurður Sigurjónsson
ANDLÁT
Jóhann Kristinn Gunnarsson frá
Flatey á Skjálfanda, Garðarsbraut
57, Húsavík, lést á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga föstudaginn
3. mars.
Ágúst Helgason húsgagnabólstr-
ari, síðast til heimilis á hjúkrunar-
heimilinu Eir, lést á Landspítalan-
um við Hringbraut sunnudaginn
5. mars.
Helga Jónsdóttir, dvalarheimilinu
Hlévangi, Keflavík, lést sunnudag-
inn 5. mars.
Klemenz Halldórsson bóndi,
Dýrastöðum, Norðurárdal, lést á
heimili sínu föstudaginn 3. mars.
Magnús Heimir Gíslason,
Granaskjóli 80, Reykjavík, varð
bráðkvaddur á heimili sínu föstu-
daginn 3. mars.
JARÐARFARIR
13.00 Guðmundur Jónsson
vélfræðingur, Dalbraut 20,
Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju.
13.00 Rannveig Sigurðardóttir,
Lautarsmára 1, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ.
15.00 Ragna Lísa Eyvindsdóttir
(Góa), Borgarheiði 13v,
Hveragerði, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju.
15.00 Haraldur Sigurjónsson,
Eyjabakka 26, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík.
15.00 Guðrún Jónsdóttir, Bakka-
flöt 14, Garðabæ, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík.
Margrét Kristín
Pétursdóttir leikkona
er 44 ára.
Símon Helgi Ívars-
son gítarleikari er
55 ára.
AFMÆLI
Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur er
61 árs.
Á þessum degi árið 1950 hélt
Sinfóníuhljómsveit Íslands sína
fyrstu tónleika í Austurbæjar-
bíói. Margir vísar höfðu verið
að hljómsveit „Íslendinga“
en það sem þessi hljómsveit
hafði umfram aðrar sem fyrr
höfðu komið var að hún starf-
aði eftir samþykkt útvarpsráðs.
Samkvæmt samþykktinni voru
tuttugu og fimm hljóðfæraleik-
arar ráðnir til starfa í sveitinni og auk þeirra léku
í henni hljóðfæraleikarar sem áður höfðu verið á
samningi hjá Ríkisútvarpinu.
Rekstur sveitarinnar gekk þó ekki sem skyldi
fyrstu árin því hún hafði engin föst fjárframlög.
Meðlimir hennar þáðu afskaplega lág laun fyrir
að leika í sinfóníuhljómsveitinni og þurftu því allir
að hafa önnur störf til að framfleyta sér. Eftir að
rekstur hennar hafði stöðv-
ast í fimm mánuði einungis
nokkrum árum eftir stofnun
var hún gerð að sjálfstæðri
stofnun með tiltekin framlög
frá Ríkisútvarpinu, Þjóðleikhús-
inu, íslenska ríkinu og Reykja-
víkurborg. Það var þó ekki
fyrr en árið 1983 sem tilvera
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
var tryggð með lagasetningu
og henni gefið ákveðið hlutverk í menningarlífi
þjóðarinnar.
Nú er hljómsveitin skipuð áttatíu fastráðnum
hljóðfæraleikurum með möguleika á stækkun upp
í hundrað meðlimi þegar svo ber undir. Hún held-
ur um sextíu tónleika á hverju starfsári, flestir eru í
Háskólabíói en einnig heldur hljómsveitin tónleika
á landsbyggðinni og í útlöndum.
ÞETTA GERÐIST > 9. MARS 1950
Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
MERKISATBURÐIR
1685 Alls farast 1.132 menn á sjó
og sex verða úti í veðri sem
nefnt hefur verið Góu-
þrælsveðrið.
1841 Hæstiréttur Bandaríkjanna
dæmir í Amistad-málinu
svokallaða að afrískir þrælar
sem tóku yfir þrælaskipið
Amistad hafi verið ólöglega
í haldi og þar með frjálsir
samkvæmt bandarískum
lögum.
1908 Ítalska knattspyrnuliðið
Inter Milan er stofnað í
Mílanóborg.
1953 Jósef Stalín er grafinn í
Moskvu.
1959 Fyrsta Barbie-dúkkan er sett
á markað.
1997 Flutningaskipið Dísarfell
sekkur og tveir farast, en tíu
er bjargað af þyrlu Land-
helgisgæslunnar.
MATTHEW A. HENSON (1866–
1955) LÉST ÞENNAN DAG.
„Ég held að ég sé fyrsti
maðurinn sem settist á
topp heimsins.“
Vegna hörundslitar síns
öðlaðist könnuðurinn
Matthew A. Henson ekki
sömu frægð og félagi hans
Robert Peary þegar þeir
komust á Norðurpólinn
1909.
Skóvinnustofa Sigurbjörns Þorgeirs-
sonar í Austurveri hefur verið sann-
kallað fjölskyldufyrirtæki í fimmtíu
ár. „Pabbi minn stofnaði verkstæðið
árið 1956 á Vesturgötunni,“ segir Jón-
ína Sigurbjörnsdóttir en hún hefur
rekið verkstæðið undanfarin 29 ár. Á
fimmtíu árum hefur verkstæðið verið
til húsa á fjórum stöðum og margir
innan fjölskyldunnar lagt hönd á plóg-
inn í rekstrinum.
„Maðurinn minn, mágkona mín og
sonur vinna öll hérna núna þannig
þetta er allt saman mjög nátengt,“
segir Jónína. Hún bætir við að auk
föður hennar hafi móðir hennar einn-
ig unnið á verkstæðinu í fjölda ára.
Þau eru öll lærðir skósmiðir fyrir utan
son hennar sem er nemi, enda rétt
rúmlega tvítugur. „Sonur minn er
kominn á samning hjá okkur. Hann er
aðeins að þreifa sig áfram og það á
eftir að koma í ljós hvort hann verður
alveg örugglega hér, en honum líst vel
á,“ segir hún aðspurð um hvort stefnt
sé að því að halda fyrirtækinu áfram
innan fjölskyldunnar. Hún er sjálf
einkabarn og því kom enginn annar til
greina til að taka við rekstrinum,
„fyrst maður vildi halda þessu áfram í
ættinni“.
Eins og gefur að skilja um svo rót-
gróið fyrirtæki á Skóvinnustofa Sig-
urbjörns sér ákaflega dyggan kúnna-
hóp. „Sumir hafa fylgt okkur alveg
frá byrjun. Margir tala um að þeir
hafi komið til pabba á Tómasarhag-
ann,“ segir Jónína. Reyndar segir hún
að viðskiptavinir sínir séu af öllum
stærðum og gerðum. „Margir tengja
skósmíðina við eldra fólk en okkar
kúnnahópur er að mjög miklu leyti til
ungt fólk,“ segir hún og bætir við að
yngra fólkið sæki kannski meira í
annars konar þjónustu verkstæðisins
en bara að sóla skó. „Mjög margar
konur eiga til dæmis í vandræðum
með að finna sér stígvél. Oft er svo
mjór leggurinn á þeim, þau hönnuð
fyrir einhverjar ítalskar prímadonn-
ur,“ segir hún og bætir við að skósmið-
ir breyti skóm á alla mögulega vegu.
Jónína og fjölskylda hafa þurft að
sinna mörgum skónum síðustu daga
enda hefur fjöldi manns nýtt sér sér-
stök tilboð á viðgerðum í tilefni
afmælisins. Hún segir að þau hafi
unnið til miðnættis til að halda í við
viðskiptavinafjöldann, svo mikið
hefur verið að gera. Tilboðin eru þó
ekki eina húllumhæið í tilefni afmæl-
isins því í dag klukkan fimm mun
kvennakórinn Vox feminae syngja á
vinnustofunni.
Spurð um frekari hátíðarhöld segir
Jónína hlæjandi að þau verði að bíða
þar til hægist um. „Ég held að við
verðum svo þreytt að við höfum ekki
orku í að gera neitt næstu vikurnar.“
SKÓVINNUSTOFA SIGURBJÖRNS: HELDUR UPP Á FIMMTÍU ÁRA AFMÆLIÐ
Öll fjölskyldan vinnur saman
SKÓSMIÐIR Í AUSTURVERI Jónína Sigurbjörnsdóttir ásamt foreldrum sínum en þau hafa öll starfað á Skóvinnustofu Sigurbjörns. Vinnustofan heldur upp á
fimmtíu ára afmæli sitt í vikunni.
Sorpa hefur fjölgað gjald-
frjálsum úrgangsflokkum.
Nú geta íbúar höfuðborgar-
svæðisins skilað plastumbúð-
um og umbúðum úr pappír og
kartoni á endurvinnslustöðv-
ar án þess að greiða fyrir það.
Gjaldskylda fyrirtækja á
stöðvarnar er óbreytt en
tekið er á móti úrgangsflokk-
unum án greiðslu í mótttöku-
stöðinni í Gufunesi.
Til að Sorpa taki við
úrganginum verður hann að
vera flokkaður og án allra
aðskotahluta. Plastbrúsum,
fötum og tunnum á að skila
tómum og loklausum þótt
lokið megi fylgja með. Einn-
ig verður þjónusta í svoköll-
uðum grenndargámum bætt.
Ásamt því að hægt verði að
skila fernum inn til endur-
vinnslu má nú setja pappírs-
umbúðir í gámana líka.
Meira í gámana
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sigríður Hallgrímsdóttir
Reykhúsum, Eyjafjarðarsveit, áður til
heimilis að Miklubraut 58, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grundarkirkju laugardaginn
11. mars kl 14.00.
Hallgrímur Ingvarsson Lísbet Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson Rósa S. Aðalsteinsdóttir
Páll Ingvarsson Anna Guðmundsdóttir
Guðrún María Ingvarsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
Guðrún Sveinsdóttir
áður til heimilis að Hamraborg 18 og
Þönglaskála, Skagafirði,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju, Kópavogi,
föstudaginn 10. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eysteinn Jónsson
Edda Þorleifsdóttir
Robert James
Fischer skákmeistari
er 63 ára.