Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 Gallabuxur eru sú flík sem flestir telja ómissandi í fata- skápinn. Nýtt merki í galla- buxnabransanum, Paige Premium, kom fram á sjón- arsviðið fyrir um það bil ári síðan og hefur slegið rækilega í gegn. Sú sem stendur á bak við Paige Premi- um er ungfrú Paige Adams Geller sem um ára- raðir var eitt heitasta galla- buxnamódelið fyrir stór merki eins og Seven og True Religion. Paige-buxurnar eru til í nokkrum útfærslum, sniðum og litum en það sem einkennir hönn- un þeirra allra er að leitast er við að afturendinn taki sig sem best út. Til dæmis er mittið hærra en maður á að venjast, alls ekki of þröngt, rassvasarnir eru á rétt- um stað og buxurnar eru pass- lega þröngar yfir lærin. Allt þetta hjálpar til við að láta konum líða sem best í gallabuxunum og „fíla sig í botn“. Fyrstu Paige-gallabuxurnar voru að berast í Whistles í Kringlunni, passlega dökkbláar, temmilega snjáðar og pínulítið útvíðar sem er skemmtileg við- bót við allar niðurþröngu bux- urnar sem hafa tröllriðið mark- aðnum. Fleiri útfærslur eru svo væntanlegar á næstu vikum og það verður gaman að sjá hvað Paige Premium býður upp á fyrir hásumarið. Grúví gallabuxur Gallabuxurnar kosta 19.900 kr. og fást í Whistles. Breska leikkonan Keira Knightley vakti heldur betur athygli á Óskarsverðlauna- hátíðinni. Óskarsverðlaunahátíðin snýst ekki bara um einhverja styttu. Hún snýst líka um það hver var í flott- asta kjólnum, hver var með flott- ustu hárgreiðsluna og hver hélt flottustu ræðuna. Hin unga Keira Knightley var ein af þeim sem vöktu töluverða athygli. Ekki ein- göngu var hún tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Pride & Prejudice heldur þótti hún einnig afar glæsi- leg til fara. Einna mestu eftirtektina vakti demantshálsmen sem hún bar. Mörgum fannst hins vegar skrýtið að hún bæri hálsmenið, sem var frá Bulgari, þar sem Knightley er andlit Asprey. Talsmaður Asprey sagði hins vegar eftir hátíðina að ekki væri um samningsbrot að ræða. Knightley væri eingöngu andlit Asprey en ekkert í samningi þeirra á milli skyldaði Knightley til þess að bera skartgripi frá Asp- rey. Hefur Knightley mátt sæta nokkru ámæli vegna þessa. Því má einnig bæta við að á síð- ustu Bafta-hátíð bar Knightley skartgripi frá Cartier. Þrátt fyrir þessa ótryggð Knightley gerast þær raddir alltaf háværari og háværari þess efnis að hún verði næsta andlit Chanel. Greinilegt að það er hægt að komast upp með ýmislegt ef maður er nógu fræg- ur. Ekki við eina fjölina felld Keira Knightley var ein þeirra sem þóttu bera af varðandi klæðnað á seinustu Ósk- arsverðlaunahátíð. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Gríptu með þér góða kvikmynd -og horfðu þegar þér hentar 48DVD fæst á bensínstöðvum Olís, í Hagkaup og 10-11 Nú getur þú leigt þér kvikmynd um leið og þú tekur bensín eða kaupir í matinn og horft á hana þegar þér hentar. 48DVD diskinn er hægt að spila í 48 tíma eftir að sýning hefst. Eftir það er leigutími kvikmyndarinnar útrunninn og diskurinn er ónýtur. -og þú þarft ekki að skila henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.