Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Þá er tískuviku lokið í París að þessu sinni þó enn standi yfir sala á því sem sýnt hefur verið á tískusýningum í „showroomum“ víða um borg. Margir eru þó sammála um að frekar lítið hafi verið um stór- kostlegar uppgötvanir að þessu sinn enda kannski hægt að spyrja sig að því hversu oft er hægt að finna upp hjólið án þess að fara í hringi. Og þvílík frétt, aðalliturinn næsta vetur verður svartur! Hjá Yves Saint Laurent er Stefano Pilati enn og aftur að endur- vinna hið gullna tímabil gamla meistarans og virðist fastur á sjö- unda áratugnum, lítið eftir af stjörnuglamúr Toms Ford sem hann- aði fyrir YSL frá 2001-4. En Pilati er ekki einn um þetta afturhvarf til þessa tíma því Christophe Decarnin, nýr hönnuður Pierre Balma- in sem sýndi nú í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé, var sömuleiðis í sjöundaáratugs fíling, með mínísídd á kjólum sínum, minnir á þann tíma þegar Henný Hermanns var alheimsfulltrúi ungu kyn- slóðarinnar. Og sýning Chanel var eins og leiksýning á sviði við tónlist Franz Ferdinand sem tók upp lag Gainsbourg, en nú eru ein- mitt fimmtán ár frá dauða hans. Jean-Paul Gaultier var að vanda stórvirkur með tvær sýningar, sína eigin og svo hjá Hermès þar sem hann er listrænn stjórnandi kvenhönnunarinnar. Hann virðist nú hafa náð vel tökum á hönnun Hermès, sýningin var einstaklega fáguð en um leið nútímaleg, nokkuð sem hæfir vel flaggskipi franskrar tísku. Hjá sínu eigin tískuhúsi, sem minnti á skuggaleg ævintýri sem gerast í skógum, var helsta nýjungin að Gaultier klæddi hunda í yfirhafnir og annan klæðnað í stíl við eigendur sína. Áhugaverðustu hönnuðina er ekki alltaf að finna á þeim tísku- sýningum sem frægasta fólkið mætir á eða flestir fjölmiðlar. Sumir eiga einfaldlega ekki fyrir tískusýningu þrátt fyrir hæfileika. Oft þarf að leita víðar, í búðir sem selja vörur margra hönnuða (multi- marque) og vilja alltaf vera á undan, eins og Chez Colette svo dæmi sé tekið. Þar er oft að finna skemmtilegri og hugmyndaríkari hönn- un og meira þor í innkaupum, enda eru þessar búðir suðupunktur strauma og stefna í tískuborginni. Svo eru þeir sem byrja aleinir með internetsíðu þar sem hægt er að skoða framleiðsluna og panta beint. Einn slíkur er Franck Passerat, fransk-kamerúnskur hönn- uður sem ég kynntist á dögunum þar sem ég tók þátt í opnun á nýrri strauma- og stefnubúð í Faugbourg St. Honoré-hverfinu. Ykkur til skemmtunar er hér síðan hans sem þið getið skoðað, www.fpf.20mn.com. Margir láta sig dreyma um frama á hönnunar- brautinni, sitja tíma í tískuskólum og hanna svo heima við og von- ast eftir frægð. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Hundar í stíl Í sumar verður hvíti liturinn allsráðandi, hvítt frá toppi til táar er alltaf flott, sérstaklega þegar smá roði er kominn í kinnarnar, en svo er líka fallegt að tefla glaðlegum skær- um litum með þeim hvíta. Hvítar gallabuxur verða t.d. afskaplega heitar í sumar en við þær er nauð- synlegt að skarta flottum skóm. Skór í öllum regnbogans litum eru byrjaðir að berast í búðir og þeir eru til í ótal útfærslum. Það ætti því að vera auðvelt fyrir alla að finna sér glaðlega skó við hæfi sem passa vel með hvítu sumarflíkunum. Skórnir á myndunum kosta allir 6.900 kr. og fást í GS skóm. Litríkir sumarskór DÖKKIR LITIR VETRARINS ERU Á UNDANHALDI OG LJÓSIR OG SKÆRIR LITIR AÐ VERÐA ÁBERANDI. Brooklyn-hverfið í New York fær að halda sína eigin tísku- viku í maí. Tískuvikur vekja alltaf geysilega athygli og þangað hópast blaða- menn, stjörnur og auðvitað tísku- hönnuðir og -aðdáendur. Tískuvik- ur í New York eru einar stærstu sinnar tegundar í heiminum en einni slíkri lauk fyrir um mánuði síðan. Nú stendur til að stærsta hverfi New York-borgar, Brook- lyn, fái einnig sína eigin tísku- viku. Það stendur til að þriggja daga tískuvika fari fram í byrjun maí- mánaðar undir yfirskriftinni BK Fashion Week. Rick Davey, einn af aðalskipuleggjendum tískuvik- unnar segir að markmiðið sé að koma Brooklyn á landakort tísku- heimsins. „Allt tískufólkið virðist hvort sem er vera í Brooklyn eða á leiðinni að flytja þangað.“ Tískuvika í Brooklyn Svo virðist sem að mikið af fólki í tísku- bransanum sé að flytja frá Manhattan og yfir Brooklyn-brúna. Dior kynning í Hygeu Kringlunni og Smáralind fimmtudag, föstudag og laugardag. Snyrtifræðingur frá Dior verður á staðnum og býður upp á húðgreiningu og gefur góð ráð í förðun. NÝTT Mótaðu líkamann með Plasticity
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.