Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 33
FIMMTUDAGUR 9. mars 2006
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Þá er tískuviku lokið í París að þessu sinni þó enn standi yfir sala á
því sem sýnt hefur verið á tískusýningum í „showroomum“ víða um
borg. Margir eru þó sammála um að frekar lítið hafi verið um stór-
kostlegar uppgötvanir að þessu sinn enda kannski hægt að spyrja
sig að því hversu oft er hægt að finna upp hjólið án þess að fara í
hringi. Og þvílík frétt, aðalliturinn næsta vetur verður svartur!
Hjá Yves Saint Laurent er Stefano Pilati enn og aftur að endur-
vinna hið gullna tímabil gamla meistarans og virðist fastur á sjö-
unda áratugnum, lítið eftir af stjörnuglamúr Toms Ford sem hann-
aði fyrir YSL frá 2001-4. En Pilati er ekki einn um þetta afturhvarf
til þessa tíma því Christophe Decarnin, nýr hönnuður Pierre Balma-
in sem sýndi nú í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé, var sömuleiðis
í sjöundaáratugs fíling, með mínísídd á kjólum sínum, minnir á
þann tíma þegar Henný Hermanns var alheimsfulltrúi ungu kyn-
slóðarinnar. Og sýning Chanel var eins og leiksýning á sviði við
tónlist Franz Ferdinand sem tók upp lag Gainsbourg, en nú eru ein-
mitt fimmtán ár frá dauða hans.
Jean-Paul Gaultier var að vanda stórvirkur með tvær sýningar,
sína eigin og svo hjá Hermès þar sem hann er listrænn stjórnandi
kvenhönnunarinnar. Hann virðist nú hafa náð vel tökum á hönnun
Hermès, sýningin var einstaklega fáguð en um leið nútímaleg,
nokkuð sem hæfir vel flaggskipi franskrar tísku. Hjá sínu eigin
tískuhúsi, sem minnti á skuggaleg ævintýri sem gerast í skógum,
var helsta nýjungin að Gaultier klæddi hunda í yfirhafnir og annan
klæðnað í stíl við eigendur sína.
Áhugaverðustu hönnuðina er ekki alltaf að finna á þeim tísku-
sýningum sem frægasta fólkið mætir á eða flestir fjölmiðlar. Sumir
eiga einfaldlega ekki fyrir tískusýningu þrátt fyrir hæfileika. Oft
þarf að leita víðar, í búðir sem selja vörur margra hönnuða (multi-
marque) og vilja alltaf vera á undan, eins og Chez Colette svo dæmi
sé tekið. Þar er oft að finna skemmtilegri og hugmyndaríkari hönn-
un og meira þor í innkaupum, enda eru þessar búðir suðupunktur
strauma og stefna í tískuborginni. Svo eru þeir sem byrja aleinir
með internetsíðu þar sem hægt er að skoða framleiðsluna og panta
beint. Einn slíkur er Franck Passerat, fransk-kamerúnskur hönn-
uður sem ég kynntist á dögunum þar sem ég tók þátt í opnun á
nýrri strauma- og stefnubúð í Faugbourg St. Honoré-hverfinu.
Ykkur til skemmtunar er hér síðan hans sem þið getið skoðað,
www.fpf.20mn.com. Margir láta sig dreyma um frama á hönnunar-
brautinni, sitja tíma í tískuskólum og hanna svo heima við og von-
ast eftir frægð.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Hundar í stíl
Í sumar verður hvíti liturinn allsráðandi, hvítt
frá toppi til táar er alltaf flott, sérstaklega
þegar smá roði er kominn í kinnarnar, en
svo er líka fallegt að tefla glaðlegum skær-
um litum með þeim hvíta. Hvítar gallabuxur
verða t.d. afskaplega heitar í sumar en við þær er nauð-
synlegt að skarta flottum skóm.
Skór í öllum regnbogans litum eru byrjaðir að berast í
búðir og þeir eru til í ótal útfærslum. Það ætti því að
vera auðvelt fyrir alla að
finna sér glaðlega skó við
hæfi sem passa vel með
hvítu sumarflíkunum.
Skórnir á myndunum
kosta allir 6.900 kr.
og fást í GS skóm.
Litríkir sumarskór
DÖKKIR LITIR VETRARINS ERU Á UNDANHALDI OG LJÓSIR OG
SKÆRIR LITIR AÐ VERÐA ÁBERANDI.
Brooklyn-hverfið í New York
fær að halda sína eigin tísku-
viku í maí.
Tískuvikur vekja alltaf geysilega
athygli og þangað hópast blaða-
menn, stjörnur og auðvitað tísku-
hönnuðir og -aðdáendur. Tískuvik-
ur í New York eru einar stærstu
sinnar tegundar í heiminum en
einni slíkri lauk fyrir um mánuði
síðan. Nú stendur til að stærsta
hverfi New York-borgar, Brook-
lyn, fái einnig sína eigin tísku-
viku.
Það stendur til að þriggja daga
tískuvika fari fram í byrjun maí-
mánaðar undir yfirskriftinni BK
Fashion Week. Rick Davey, einn af
aðalskipuleggjendum tískuvik-
unnar segir að markmiðið sé að
koma Brooklyn á landakort tísku-
heimsins. „Allt tískufólkið virðist
hvort sem er vera í Brooklyn eða á
leiðinni að flytja þangað.“
Tískuvika í
Brooklyn
Svo virðist sem að mikið af fólki í tísku-
bransanum sé að flytja frá Manhattan og
yfir Brooklyn-brúna.
Dior kynning
í Hygeu Kringlunni og Smáralind
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Snyrtifræðingur frá Dior verður á
staðnum og býður upp á húðgreiningu
og gefur góð ráð í förðun.
NÝTT
Mótaðu líkamann
með Plasticity