Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 74
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðrar Jón Nordal í tilefni af áttræðisafmæli tón- skáldsins og flytur fimm verka hans á sérstökum afmælistónleiknum í kvöld. Jón kveðst ánægður með efnis- skrána, verkin sem flutt verða spanna langan tónskáldaferil hans en hann segir að á dagskránni séu til að mynda „fjórir einleikskons- ertar sem verða fluttir af framúr- skarandi tónlistarfólki.“ Elsti konsertinn er fyrir píanó en hann frumflutti Jón sjálfur árið 1957 ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var fyrsti píanókons- ert íslensks tónskálds og fyrsta íslenska tónsmíðin fyrir einleiks- hljóðfæri og hljómsveit síðan Jón Leifs lauk við sinn orgelkonsert árið 1930. „Nú mun ungur tónlist- armaður leika píanókonsertinn, ungur maður með æskuþrótt,“ segir Jón en Víkingur Ólafsson píanóleikari mun spila konsertinn í kvöld. Yngsta verkið á efnis- skránni er klarínettukonsert sem Sinfóníuhljómsveitin frumflutti árið 2000 í stjórn Petri Sakari sem einnig er hljómsveitarstjóri í kvöld. Á undan tónleikunum verð- ur kynning á vegum Vinafélags Sinfóníuhljómasveitar Íslands í Sunnusal Hótel Sögu þar sem Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræð- ingur mun fara yfir feril Jóns Nor- dal. Hann segir að efnisskrá tón- leikanna í kvöld muni gefa mjög góða mynd af ferli Jóns. „Þessi dagskrá sýnir breiddina frá unga manninum sem er enn að draga í sig áhrif, nýkominn heim úr námi erlendis og svo fylgjumst við með honum finna sinn eigin tón og fín- pússa hann.“ Áhrifavaldur og frumherji Jón Nordal var einn af forvígis- mönnum módernismans í íslenskri tónlist og starfaði m.a. sem for- maður félagsins Musica Nova, sem stofnað var árið 1959 til þess að kynna tónlist íslenskra tón- skálda og skapa vettvang fyrir yngri hljóðfæraleikara. Því hefur verið haldið fram að með Musica Nova hafi nútíminn hafið innreið sína í íslenskt tónlistarlíf. Jón Nor- dal var skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1959 til 1992 og hafði ómæld áhrif á fjölmargar kynslóðir tónlistarmanna. Árni Heimir segir að það skipti miklu máli fyrir ung íslensk tónskálda að geta sótt í viðlíka sjóð og höf- undarverk Jóns er. „Öll yngri tón- skáld hér á Íslandi hljóta að vera undir áhrifum frá Jóni - ekki aðeins í tónlistinni sjálfri, þó músíkin sé sterk og búi yfir mikilli tjáningu þá skipta líka viðhorf hans og hugmyndafræðin sem speglast í verkum hans miklu máli. Jón er tónskáld sem lætur ekki glepjast af yfirborðinu sem fólk vill oft týnast í, hann skrifar vand- aðar tónsmíðar þótt hann hafi ekki samið ótrúlega mikið af verkum,“ segir Árni Heimir Ingólfsson. Afmælisdagskrá Jón Nordal hefur sjálfur í nógu að snúast þessa dagana, á mánudag- inn fagnaði hann áttræðisafmæli sínu í Iðnó ásamt vinum sínum og velunnurum. „Það var ljómandi samkoma,“ segir Jón. Tónskáldið segist enn vera að semja þó hann vilji lítið fara út í smáatriði og kveðst taka því rólega. „Þetta er sá tími þegar menn fara að leggja þetta á hilluna,“ segir hann hóg- vær. Á næstunni munu fleiri tón- listarmenn heiðra starf Jóns Nor- dals, m.a. heldur Tríó Reykjavíkur tónleika í Hafnarborg nk. sunnu- dag kl. 20.00 þar sem dagskráin er helguð starfi og verkum hans. VÍKINGUR ÓLAFSSON PÍANÓLEIKARI Brautryðjandi heiðraður JÓN NORDAL TÓNSKÁLD Á ÆFINGU SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Skáldspírur Íslands færa út kvíar sínar og í kvöld efna ung skáld til „Ljóðarís“ í Stúdentakjallar- anum. Þessi upplestraröð er angi af Skáldspírukvöldum sem Benedikt Lafleur hefur staðið fyrir vikulega m.a. á Kaffi Reykjavík og í bókabúðinni Iðu en stefnt er að því að halda slík Ljóðarí mánaðarlega. Að upplesturunum standa líka nemendur í Háskóla Íslands en í forsvari þeirra er Björk Þorgrímsdóttir bókmennta- fræðinemi sem segir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir ungt fólk að til að troða upp og lesa. „Við erum ekkert endilega að grafa eftir neinum stórskáldum, við reynum að skapa vettvang fyrir fólk sem er að skrifa og ætlum að þefa uppi skúffuskáldin.“ Björk segir að fólkið sem ætli að lesa í kvöld sé úr öllum áttum og ólíkum deildum innan Háskóla Íslands. Í hléi mun fjöllistamað- urinn Leif Vollebekk einnig troða upp en hann mun spila á gítar og syngja fyrir ljóðaunnendur og aðra gesti auk þess að flytja eigin ljóð. „Við trúum því að það sé mikill áhugi á svona framtaki og ætlum að hafa þetta skemmti- legt,“ segir Björk. Aðstandendur Ljóðarísins stefna einnig að því að halda málefnakvöld tengd ljóðlist á næstunni. Ljóðarí hefst kl. 21 í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Skimað eftir skúffuskáldum Í hádeginu í dag gefst fólki kostur á að heyra fagra rússneska tóna í Hafnarfirði. Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, efnir til hádegistónleika þar sem Bryndís Halla Gylfadótt- ir og Antonía Hevesi munu spila tónlist eftir rússnesku meistar- ana Tsjaikovskí, Rachmaninoff, Stravinskí og hinn minna þekkt- ari Glazunov. Tónleikarnir eru liður í mánaðarlegri tónleikaröð Hafnarborgar en Antonía er list- rænn stjórnandi þeirra. Bryndís Halla spilar í fyrsta skipti á þess- ari tónleikaröð og finnst framtak- ið frábært. Hún segir að verkin séu úr mjög ólíkum áttum en „öll svona í alvarlegri kantinum,“ sum þeirra séu samin fyrir selló og píanó en önnur séu útsett fyrir hljóðfærin eins og t.d. verkið eftir Stravinskí sem er aría úr óperu. Tónleikarnir standa yfir í u.þ.b. hálftíma og eru sérstaklega hugs- aðir fyrir fólk sem vill skreppa frá í hádeginu og njóta góðrar tónlistar og jafnvel fá sér léttan hádegisverð á kaffistofu Hafnar- borgar. Ókeypis er á tónleikana og þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Austrið ómar ANTONÍA HEVESI PÍANÓLEIKARI OG BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR SELLÓLEIKARI BJÖRK ÞORGRÍMSDÓTTIR Kl. 20.00 Hljómsveitirnar Big Kahuna, el Rodeo, Blindsight og The Best Hardcore Band in the World spila á Fimmtudagsforleik í Hinu hús- inu, Pósthússtræti 3-5. Hressandi tónlist sem er tilvalin upphitun fyrir helgina. > Ekki missa af ...samsýningu Ragnheiðar Georgsdóttur og Júlíusar Sam- úelssonar sem stendur yfir um þessar mundir á kaffihúsinu Sólon á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. ...Hungri, sálfræðitrylli eftir Þór- dísi Elvu Þorvaldsdóttur Bach- man á fjölum Borgarleikhússins. Anorexía og aðrar annarlegar raskanir í óhugnalegum búningi. ...málþingi um menningu á Íslandi og íslensk fræði sem Stofnun Sigurðar Nordal stendur fyrir í Norræna húsinu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.