Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 78
9. mars 2006 FIMMTUDAGUR42
bio@frettabladid.is
> Ekki missa af...
Crash sem hefur verið tekin aftur til
sýningar í Háskólabíó. Myndin lýsir vel
því dulda kynþáttahatri sem lifir góðu lífi
meðal íbúa Los Angeles, hvort heldur er
meðal svartra
eða hvítra.
Leikhópurinn
er gríðarlega
sterkur og
nægir þar
að nefna
Matt Dillon
en hann var
tilnefndur til
Óskarsverð-
launa fyrir
túlkun sína á lögreglumanninum Ryan.
Meðal annarra má nefna Ryan Phillippe,
Söndru Bullock og Thandie Newton
auk Terrence Howard en hann fékk
Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Hustle
& Flow.
Margir muna eflaust eftir
hinni fallegu teiknimynd
Pocahontas sem Disney
gerði árið 1995. Nú er
draumaverksmiðjan mætt
aftur með þessa sígildu
sögu og að þessu sinni er
það hinn goðsagnakenndi
Terrence Malick sem situr
við stjórnvölinn.
Árið 1607 fjármagnaði London
Virginia Company leit að gulli eða
fjársjóði sem sagður var falinn í
Vesturheimi. Þrjú skip sigldu yfir
Atlantshafið og gerðu strandhögg
við James-ána í Virginiu þar sem
bærinn Jamestown var stofnaður.
Bátsverjarnir 103 voru hvergi
nærri nógu vel búnir undir lífið á
framandi slóðum og dvöl þeirra
fjarri heimabyggðum gerði þá
afhuga gullleitinni. Spurningin
var bara hvort þeir myndu lifa
dvölina af.
Áður en í óefni stefnir ákveður
John Smith að taka með sér hóp
manna til að leita matar og ganga
þeir upp með Chickahominy-ánni.
Þar situr Powhatan-ættbálkurinn
fyrir óboðnu gestunum og eru
allir drepnir nema Smith, sem
tekinn er til fanga hjá indjánun-
um. Í fangavistinni kynnist hann
fagurri dóttur höfðingjans Pow-
hatan, Pocahontas, sem kennir
honum að lifa af landinu og fræðir
hann um menningu þjóðarinnar.
Þegar Smith hefur tekist að safna
saman nægilegri fæðu fyrir
veturinn snýr hann aftur til
Jamestown.
Veturinn líður en með vorinu er
ljóst að samskipti frumbyggja og
aðkomumanna eru ekki með besta
móti. Höfðinginn Powhatan upp-
götvar að gestirnir hafa ekki í
hyggju að hverfa á braut og stríð
virðist óumflýjanlegt en Pocahont-
as varar vin sinn Smith við yfir-
vofandi árás föður hennar. Þegar
ættbálkinum er slátrað uppgötvar
höfðinginn að dóttirin hefur svikið
hann og ákveður að selja hana í
hendur öðrum ættbálki sem síðan
skiptir henni fyrir frið við Eng-
lendinga. Hún lærir að aðlagast
lífi þeirra með hjálp Smiths en
hann er fljótlega kallaður aftur til
Englands þar sem honum er gert
að leiða nýjan leiðangur.
Fleiri forvitnir Englendingar
streyma að til nýja heimsins og
þeirra á meðal er John Rolfe. Poca-
hontas verður ástfangin af honum
og Rolfe flytur hana með sér til
heimalandsins en þar er Pocahont-
as kynnt sem prinsessan af Virg-
iniu. Á Englandi veikist hún hins
vegar og deyr á leiðinni til Banda-
ríkjanna, aðeins 21 árs að aldri.
Terrence Malick verður seint
sakaður um að vera afkastamikill
leikstjóri. Þegar hann gerði Thin
Red Line árið 1998 voru tuttugu
ár liðin frá hans síðustu mynd,
Days of Heaven. Hann á að baki
fimm myndir í fullri lengd en
þeirra þekktust er vafalítið
Badlands sem kom út árið 1973.
Hér hefur hann fengið til liðs við
sig Colin Farrell sem leikur John
Smith en stutt er síðan írski leik-
arinn var í hlutverki Alexanders
mikla sem Oliver Stone gerði við
litlar undirtektir. Gamla brýnið
Christopher Plummer fer einnig
með stórt hlutverk auk Batman-
leikarans Christians Bale. Tán-
ingsstúlkan Q’Orianka Kilcher
leikur svo Pocahontas.
freyrgigja@frettabladid.is
POCAHONTAS Síðast birtist indjánaprinsessan í teiknimynd frá Disney en nú hefur Terrence Malick gert sína eigin útgáfu.
Sagan af Pocahontas
Lengi vel hefur Colin Farrell verið
einn efnilegasti leikarinn í Holly-
wood. Lífernið hefur hins vegar sett
strik í reikningin og andlit Farrells
birtist oftar á síðum blaðanna vegna
skandala sinna á börunum en afreka
á hvíta tjaldinu. Farrell gæti því átt
það á hættu að enda í b-myndunum
víðfrægu og feta í fótspor ótrúlega
margra leikara sem mega muna fífil
sinn fegri eftir að hafa átt frekar stutta
dvöl á toppnum.
Farrell er fæddur í Dublin og
hefur fengið mörg bitastæð hlutverk
út á hinn sérkennilega hreim sinn.
Það verður reyndar að segja Farrell
til hróss að honum hafði tekist að
leika í myndum eftir leikstjórana Joel
Schumacher og Steven Spielberg
áður en hann náði 25 ára aldri.
Farrell hefur lengi haft orð á sér
fyrir að vera „óheftur“ þegar kemur að
neyslu brennivíns og annarra vímugjafa.
Samleikari hans úr Miami Vice, Jamie
Foxx, sagði þó þessar sögur oft vera
ýktar og úr lausu lofti gripnar. Farrell
hefur með mikilli vinnu tekist að verða
ein af stærstu stjörnum Hollywood um
þessar mundir. Hvað framtíðin ber með
sér verður síðan að koma í ljós.
Meðal næstu verkefna sem kvik-
myndahúsagestir geta átt von á að sjá
írska leikarann í er áðurnefnd Miami
Vice sem byggð er á sjónvarpsþátt-
unum vinsælu og I‘m Not There eftir
Todd Haynes þar sem Richard Gere
og Julianne Moore eru meðal leikara.
Sú þykir um margt merkilegt en Bob
Dylan er þar leikinn af átta mismun-
andi leikurum.
Næsti stórleikari?
COLIN FARRELL Hefur
verið efnilegasti leikarinn
í Hollywood um nokkurt
skeið en nú bíða menn
eftir því að hann hætti
því og verði góður.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Hey, I‘m not square, you‘re the one that‘s
square. You‘re full of shit, man. What are
you talking about? You walk out with those
fuckin‘ creeps and low-lifes and degenerat-
es out on the streets and you sell your little
pussy for peanuts? For some low-life pimp
who stands in the hall? And I‘m square?
You‘re the one that‘s square, man. I don‘t
go screwing fuck with a bunch of killers
and junkies like you do. You call that bein‘
hip? What world are you
from?
Travis Bickle les Iris pistilinn í hinni mögnuðu
Taxi Driver sem gerði Robert De Niro að
stórstjörnu.
Aeon Flux birtist fyrst sem teikni-
myndapersóna á tónlistarstöðinni
MTV en bardagagellan er hugar-
fóstur Peter Chung. Nú hefur
verið gerð kvikmynd um stúlkuna
í níðþrönga latex-gallanum og
hana leikur engin önnur en Ósk-
arsverðlaunahafinn Charlize
Theron sem var einmitt tilnefnd á
þessu ári fyrir leik sinn í North
Country. Karyn Kusama situr í
leikstjórastólnum en hún vakti
mikla athygli með kvikmyndinni
Girl Fight.
Aeon Flux gerist árið 2415 en
þá er þjóðfélagið fullkomið. Flux
er þó ekki sannfærð enda sá hún
útsendara stjórnvalda myrða for-
eldra sína með köldu blóði og frá
þeim degi hefur hefndarþorstinn
náð yfirtökum.
Auk Theron eru margir
gæðaleikarar í stórum hlutverk-
um og nægir þar að nefna Pete
Postlethwaite sem íslenskir kvik-
myndahúsagestir geta einnig séð í
The Constant Gardener. Þá leikur
Frances McDormand einnig í
myndinni en hlaut, líkt og Theron,
tilnefningu fyrir leik sinn í North
Country. Meðal annarra má svo
nefna Sophie Okonedo sem ein-
hverjir muna eftir úr Hotel
Rwanda. ■
Hefndarengillinn
Aeon Flux
AEON FLUX Ofurgellan Charlize Theron
þykir taka sig vel út í níðþröngum latex-
galla þótt myndin sjálf hafi ekki hlotið náð
fyrir augum erlendra gagnrýnenda.
Óskarinn er vissulega stærsta
verðlaunahátíðin í kvikmynda-
heiminum en áhugi áhorfenda
virðist fara smám saman dvínandi
því áhorfið í ár mældist það þriðja
minnsta síðan mælingar hófust.
Árið 2003 náði það sögulegu lág-
marki því einungis 33 milljónir
horfðu á Chicago vera útnefnda
sem bestu myndina. Þegar Clint
Eastwood tók styttuna góðu fyrir
Million Dollar Baby í fyrra hafði
aðeins bætt í en þá settust 42 millj-
ónir áhorfenda fyrir framan við-
tækin.
Sjónvarps - og kvikmyndaspek-
ingar hafa velt vöngum yfir því af
hverju áhorfið á Óskarinn fari
hríðlækkandi. Í erlendu blöðunum
hafa heyrst miklar efasemdar-
raddir um ágæti Jons Stewart sem
kynnis. Gagnrýnandi Washington
Post sagði hátíðina hafa keyrt á
vegg og New York Post fannst
Stewart ekki ná sér á strik. „Eins
fyndinn og hann getur verið í
þættinum sínum,“ skrifaði
Alessandra Stanley í blaðið.
Aðrir benda á að kvikmyndirn-
ar fimm sem voru tilnefndar hafi
ekki höfðað til „almennings“. Þær
hafi verið of djúpt þenkjandi, fjall-
að um málefni sem flestum séu
hulin, leikarnir hafi ekki verið
þekktir skemmtikraftar og því
hafi áhugaleysi verið ríkjandi um
hver myndi hreppa Óskarinn. Það
getur á hinn boginn orðið forvitni-
legt að sjá hvernig Akademían
bregst við þessum áhorfstölum
því væntanlega vill hún draga
sjónvarpsáhorfendur að skjánum
á ný og gera hátíðina að alheims-
viðburði. ■
Vinsældir Óskarsins dala
JON STEWART Hefur fengið afar
misjafna dóma fyrir frammi-
stöðu sína en áhorfið á þessa
hátíð var það þriðja lægsta frá
því að útsendingar hófust.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
The New World
Internet Movie Database 7,4 / 10
Metacritic.com 6,8 / 10
Rottentomatoes.com 58% / Rotin
Aeon Flux
Internet Movie Database 5,3 / 10
Metacritic.com 6,6 / 10
Rottentomatoes.com 12% / Rotin