Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 87
50 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 6 7 8 9 10 11 12 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og Njarðvík mæt- ast í Iceland Express-deild karla í körfubolta.  19.15 Fjölnir og Skallagrímur mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Grindavík og KR mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Höttur og Haukar mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 Snæfell og Þór mætast í Iceland Express-deild karla.  19.15 ÍR og Hamar/Selfoss mæt- ast í Iceland Express-deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Handboltakvöld á RÚV.  16.25 Formúlukvöld á Sýn.  21.45 Áfangastaður Þýskaland á Sýn. Lið Sviss og Ítalíu á HM 2006. Einn umdeildasti og litríkasti einstakling- urinn í handboltahreyfingunni á Íslandi er hinn ötuli og kappsami formaður hand- knattleiksdeildar ÍBV, Hlynur Sigmarsson. Hann er ekki eingöngu afkastamikill formaður heldur er hann vel yfir meðallagi líflegur á hliðarlínunni þegar hans lið er í eldlínunni. Dómarar landsins virðast reyndar vera á þeirri skoðun að Hlynur sé fullkappsamur áhorfandi því annað árið í röð hafa þeir neyðst til þess að henda honum út úr húsi. Það sem meira er áttu bæði atvikin sér stað í beinni sjónvarpsútsendingu, hið síðara í beinni um síðustu helgi. „Ég hlýt að spyrja mig að því hvort ég sé að fá sömu meðhöndlun og aðrir áhorf- endur á landinu. Ég trúi því ekki að ég sé orðljótasti maðurinn í handboltanum á Íslandi,“ sagði Hlynur við Fréttablaðið en hann er að skoða sinn rétt og hvað reglugerðir Handknattleikssambandsins segja um rétt dómara til þess að henda mönnum út úr íþróttahúsum landsins. „Ég hef aldrei ógnað dómara og það lengsta sem ég hef gengið er að öskra dómaraskandall eða dómarafífl. Þjálfarar tala oft verr um dómara í viðtölum eftir leiki en ég á leikjum.“ Þó að Hlynur sé eini áhorfandinn á landinu sem þarf að þola það reglulega að vera vísað af vettvangi er hann ekki á því að hann sé fyrsta íslenska handbolta- bullan. „Ég held ég hafi ekkert farið yfir strikið að þessu sinni og var hissa á því að þeir skyldu vísa mér úr húsi. Vissulega var ég að skipta mér af dómgæslunni þegar þeir vísa mér út en ég var ekkert grófari en gengur og gerist í stúkunni,“ sagði Hlynur, sem er stuðningsmaður ÍBV af lífi og sál og játar vel að hann eigi að það til að missa sig. „Ég er enginn fyrirmyndaráhorfandi. Ég á það til að sleppa mér á leikjum og það er minn löstur. Ég lifi mig inn í leikinn og tel það vera hluta af leiknum að tjá sig og láta skoðanir sínar í ljós en kannski mætti ég passa betur upp á orðbragðið,“ sagði Hlynur en þess má geta að ÍBV var sektað um 25 þúsund kr. vegna hegðunar Hlyns. HLYNUR SIGMARSSON, FORMAÐUR HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍBV: HENT ÚT ÚR HÚSI ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Ég er enginn fyrirmyndaráhorfandi Arnljótur í Þrótt Miðjumaðurinn Arnljótur Ástvaldsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Þrótt. Arnljótur er upp- alinn KR-ingur en hefur leikið mest með Þór síðustu ár. > Loksins gleðifréttir Stuðningsmenn FH höfðu loks yfir einhverju að gleðjast í gær þegar í ljós kom að miðjumaðurinn efnilegi Davíð Þór Viðarsson mun spila með liðinu á komandi leiktíð. Davíð er búinn að vera í láni hjá Lokeren en félagið kaus að nýta sér ekki forkaupsrétt á stráknum og hann er því kominn aftur heim. Davíð er meiddur sem stendur og fékk aldrei almennilegt tækifæri til að sanna sig þann tíma sem hann var hjá belgíska félaginu. HANDBOLTI Reinhard Schütte, aðstoðarframkvæmdastjóri Magdeburg í þýska handboltan- um, segir að margvíslegar ástæð- ur liggi að baki þess að félagið vilji losna við Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason, íslensku lands- liðsmennina sem eru á mála hjá liðinu. Eins og kunnugt er hefur Magdeburg fest kaup á pólskum línumanni og þá er ólíklegt að Arnór Atlason fái nokkurn tíma almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá Ghita Licu, rúmenska þjálfaranum sem tók við af Alfreði Gíslasyni eftir að sá síðarnefndi var rekinn fyrr í vetur. „Sigfús og Arnór voru í mikl- um metum hjá Alfreð en núver- andi þjálfari er ekki jafn hrifinn af þeim og telur sig betur í stakk búinn með öðruvísi leikmenn. Íslensku leikmennirnir eru dýrir leikmenn og við erum líka að breyta áherslunum,“ sagði Schütte við Fréttablaðið í gær. Bæði Arnór og Sigfús eru samningsbundnir Magdeburg út næsta ár og þurfa því ekki að flýta sér neitt í sínum málum en markmið stjórnar Magdeburg með þessum nýlegu yfirlýsing- um er augljóst - að neyða íslensku leikmennina til að finna sér nýtt lið, annars muni þeir líklega koma lítið sem neitt við sögu á næstu leiktíð. „Við höfum tjáð leikmönnun- um að krafta þeirra sé ekki leng- ur óskað hjá félaginu. Þeir geta alveg verið áfram en eins og ég segi þá er Sigfús línumaður númer fjögur og Arnór er ekki fyrsti kostur í neina stöðu,“ segir Schütte. Spurður um hvort stjórn Magdeburg hefði eitthvað á móti Íslendingum hló Schütte og sagði svo ekki vera. „Við erum að leita að vinstri skyttu og ef við sjáum íslenskan leikmann í þá stöðu sem við teljum henta okkar liði munum við örugglega skoða hann betur. Jafnvel þó hann sé íslenskur.“ Hvorki Sigfús né Arnór ætti að vera í vandræðum með að finna sér nýtt lið fyrir næsta tímabil og hafa nokkur félög þegar sett sig í samband við þá. Tvö þýsk úrvalsdeildarlið og eitt lið í efstu deildini á Spáni hafa áhuga á Sigfúsi. Þá hafa þrjú lið í þýsku úrvalsdeildinni lýst yfir áhuga á Arnóri og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Göppingen eitt af þeim liðum sem hafa hvað mestan áhuga. - vig Stjórn Magdeburg í Þýskalandi neyðir íslensku leikmennina í burtu: Höfum ekkert á móti Íslendingum BORÐTENNIS Guðmundur E. Step- hensen, margfaldur Íslandsmeist- ari í borðtennis og atvinnumaður hjá Malmö í Svíþjóð, hefur fallið um níu sæti á nýútgefnum heims- lista í borðtennis og er nú í 208. sæti. Guðmundur var í 199. sæti á listanum sem gefinn var út í byrj- un febrúar. Þess má þó geta að Guðmundur var í 207. sæti á sama tíma í fyrra og hefur því unnið sig upp um eitt sæti á einu ári. Heimsmeistarinn Wang Liqin frá Kína er í efsta sæti listans en á eftir honum er Timo Boll frá Þýskalandi. Michael Maze, fyrr- um æfingafélagi Guðmundar, er í 17. sæti listans og er efstur Norðurlandabúa á listanum. - vig Guðmundur E. Stephensen: Féll um níu sæti í mars FÓTBOLTI Sex íslenskir kylfingar verða meðal keppenda á Sherry Cup-mótinu í golfi sem fram fer á Sotogrande á Spáni dagana 29. mars til 1. apríl næstkomandi. Mótið er með skemmtilegu fyrir- komulagi þar sem bæði er keppt í liðakeppni og einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki. Fjórir karlar skipa íslenska liðið en þrjú bestu skorin hvern dag telja. Kvennaliðið er skipað þremur konum en þar telja tvö bestu skorin. Bæði mótin eru 72 holur en allir þátttakendur í liða- keppninni eru sjálfkrafa þátttak- endur í Sherry Cup-einstaklings- mótinu. Í karlaliðinu eru Heiðar Davíð Bragason GKJ, Magnús Lárusson GKJ, Pétur Freyr Pétursson GR og Stefán Már Stefánsson GR. Kvennaliðið skipa Elísabet Odds- dóttir GR, Nína Björk Geirsdóttir GKJ og Tinna Jóhannsdóttir GK en fararstjóri verður Staffan Johansson landsliðsþjálfari. - hþh Golfmót á Spáni: Íslendingar keppa á Spáni HEIÐAR DAVÍÐ BRAGASON Verður meðal keppenda á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Þetta verður blóð, sviti og tár - í orðsins fyllstu merk- ingu. Ég held að þetta verði rosa- lega harður leikur sem muni lifa lengi í manna minnum. Ég hef fulla trú á því að mínir menn fari með sigur af hólmi. Keflvíking- arnir koma dýrvitlausir til leiks og það verður því enn sárara fyrir þá þegar við vinnum þetta,“ sagði Valgeir Magnússon, stuðnings- maður Njarðvíkur, fyrir stórleik- inn í kvöld. Jóhannes Alfreðsson, forsvars- maður Trommusveitarinnar í Keflavík, tók undir orð vinar síns úr nágrannabænum. „Ég býst við mjög hörðum leik þar sem hraðinn og spennan verða í fyrirrúmi. Ég á von á því að þetta verði leikur sem menn eiga eftir að muna eftir og vissulega er ég sigurviss,“ sagði Joey Drummer, eins og hann er iðulega kallaður, um leikinn sem hefst klukkan 19.15. „Við verðum að spila boltanum mikið á Friðrik Stefánsson og stöðva A.J Moey, ég tel að það sé lykilatriði til að vinna leikinn. Jeb Ivey og Brenton Birmingham verða líka að skila sínu en vendi- punkturinn er að finna Friðrik inni í teignum. Auk þess erum við með marga unga leikmenn eins og Guð- mund Jónsson og Jóhann Ólafsson sem hafa þeir verið að standa sig mjög vel í vetur en hafa kannski fallið í skuggann af öðrum leik- mönnum liðsins,“ sagði Valli um sína menn í Njarðvík. „Friðrik, Jeb og Brent eru þeirra bestu menn. Við verðum að stöðva þá inni í teignum þar sem þeir eru bestir. Njarðvíkingar eru með góða vörn en ef okkur tekst að fá skotfæri fyrir skytturnar okkar vinnum við þennan leik. Friðrik er þeirra mikilvægasti leikmaður og það er alltaf mikið hitamál í kringum hann og hans villufjölda, sérstaklega í þessum barningi í teignum. Frikki er svo- kallaður umdeildur leikmaður,“ sagði Joey sposkur á svip en báðir eru að sjálfsögðu á því að þeirra lið sé það besta í deildinni. „Tvímælalaust. Við erum með besta hópinn í deildinni en stund- um vantar meiri hroka í liðið. Njarðvíkingarnir þurfa að láta eins og þeir séu alltaf bestir, sem þeir eru auðvitað, eins og Keflvík- ingarnir eru þekktir fyrir. Þeir láta alltaf eins og þeir séu bestir, sama hversu lélegir þeir eru,“ sagði Valli léttur í bragði. „Keflavík er með besta hópinn en Njarðvík er ekki langt undan. Það sem Keflavík hefur framyfir er breiddin, sem er mjög mikil hjá okkur og liðið spilar iðulega á tíu mönnum í leikjum. Njarðvíking- arnir halda eflaust að þeir séu bestir en það er bara minnimáttar- kennd fyrir stóra bróður í Kefla- vík,“ sagði Joey og hló við. „Ef fólk mætir ekki á þennan leik þá mætir það aldrei. Strák- arnir þurfa á stuðningi að halda og ég vona að fólk fjölmenni og komi tímanlega því þetta á eftir að vera stórkostleg sýning,“ sagði Valli að lokum og Joey tók undir þau orð. „Þetta er okkar leikur, þetta er okkar heimavöllur, Sláturhúsið, og við ætlum okkur alla leið,“ sagði Joey að lokum. hjalti@frettabladid.is Blóð, sviti og tár í orðsins fyllstu merkingu í kvöld Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í síðustu umferð Iceland Express-deildarinnar í körfubolta. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn en tveir stuðningsmenn liðanna búast báðir við gríðarlegum átökum í leiknum. JOEY DRUMMER OG VALLI Verða báðir uppi í stúku að hvetja sína menn áfram með tilheyrandi öskrum og trommuslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Hefur sé› DV í dag? flú JÓNÍNA MEÐ 16 IP-TÖLUR Óhróðurs- menn nötra í netheimum 2x10 8.3.2006 20:54 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.