Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 24

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 24
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna Tvær leiðir eru færar hafi fólk áhuga að sjá síðustu leiki þessarar leiktíðar í enska boltanum, bindisamningur út leiktímabilið eða venjuleg áskrift. Enginn munur er á pökkunum tveimur nema að með bindisamningi er viðskiptavinur skuldbundinn til að greiða út tímabilið til loka maí en fær í staðinn fimm hundruð króna afslátt. Kostar hver mánuður þá 1.990 krónur. Venjulegri áskrift má segja upp hvenær sem er en fyrir það greiðist aukalega og er mánaðargjaldið 2.495. Þar sem sendingar eru aðeins gegnum Breiðbandið og ADSL-þjónustu verður enn fremur að greiða aukalega fyrir þann aðgang. Síminn afgreiðir til að mynda ekki sjónvarp gegnum ADSL nema gegn 12 mánaða binditíma og verð á þeirri þjónustu er aftur mismunandi. Ódýrasti aðgangur kostar því 5.885 krónur á mánuði og er þá miðað við mánaðargjald á heimasíma, ADSL-línu og áskriftina sjálfa. Sé heimilið tengt Breiðbandi er hægt að fá myndlykil frían gegn áskrift að enska boltanum og greiðist þá aðeins áskriftin. ■ Hvað kostar... áskrift að enska boltanum? Ódýrara með bindisamning Útgjöldin Í tilefni þess að breska flugfélagið British Airways hefur reglulegt áætlunarflug hingað til lands 26. mars næstkomandi hefur félagið ákveðið að bjóða 52 einstakl- ingum í þriggja daga ferð til London ásamt hóteli og kvöldverði eitt kvöldið þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Allir eiga þess kost að taka þátt í leiknum með því einu að skrá sig á vef félagsins en það verður að gerast fyrir miðnætti í kvöld. Munu hinir heppnu fara út 26. mars og koma til baka 29. mars og er hótelgisting alla dagana og þriggja rétta kvöldverður lokakvöldið innifalið í ferðinni. ■ Verslun og þjónusta: British Airways býður til London Frá fyrsta mars síðastliðnum kostar það 65 krónur að fá upplýsingar um stöðu reikn- inga hjá KB banka en þessi þjónusta hefur hingað til verið gjaldfrjáls. Umrætt gjald þekkist einnig hjá Landsbanka og Sparisjóðnum en hefur hing- að til ekki verið innheimt hjá KB banka. Ekkert slíkt gjald er tekið fyrir þjón- ustuna hjá Íslandsbanka. Fram kemur í samtali við deildarstjóra viðskiptasviðs KB banka á vefsíðu Neytendasamtakanna að með gjaldtökunni sé verið að beina viðskiptavinum í netbanka og hraðbanka þar sem hægt sé að nálgast slíkar upp- lýsingar án kostnaðar. Gjaldið eigi hins vegar ekki við um viðskiptavini eldri en 65 ára. ■ Verslun og þjónusta: Nýtt þjónustugjald KB banka „Ja, stórt er spurt. Það er nú ekki hlaupið að því að svara þessu, maður er slíkur neyslubolti,“ segir Tolli en svo tekur við smá bið. Blaðamaður spyr hvort hann vilji ekki hafa þetta á bak við eyrað í hálftíma og svo hringi hann aftur. „Reyndu það,“ segir Tolli. Hálftíma síðar er minning um verstu kaupin orðin kristaltær í huga Tolla. „Verstu kaupin voru þegar ég keypti Audi-bíl. Ég hef átt tugi ef ekki hundruð bíla og alltaf er maður að gera bestu kaupin en svo verða þau oft verstu kaupin. Þessi Audi, ég var búinn að liggja undir honum í lengri tíma og þá fór ég norður á Akureyri og þar upp í Hlíðarfjall. Þar sem ég er að aka niður fjallið þá sé ég allt í einu að það eru rjúkandi hlutir að rúlla undan bílnum. Þá var græjan að liðast í sundur í fjallinu. Ég hirti upp járnið, rauðglóandi, og kom svo bílnum niður á höfn. Ég var í svo mikilli afneitun um að þetta væri ónýtur bíll að ég tók far með bílinn til Reykjavíkur með Ríkisskipum. Bíllinn var ónýtur en það átti samt að reyna að koma honum saman. Og ekki er ég neinn mekaniker og bíllinn endaði auðvitað í brotajárni.“ Bestu kaupin hans Tolla áttu sér stað nýlega. Hann er búinn að leita lengi að landi á Suðvestur- landi þar sem hann ætlar að byggja sér heimili. Land- ið varð að liggja að vatni og fleiri kröfur gerði hann einnig. Þolgæði hans skilaði sér um síðir og hann fann loksins land við Meðalfellsvatn í Kjós, aðeins stutt þaðan sem rætur hans liggja. „Þetta var eina fáanlega spildan frá Vík í Mýrdal og upp í Borgarfjörð. Ég er alveg rosalega ánægður. Það er erfitt að fá svona lóðir nema í ein- hverjum sumarbústaðagettóum eða uppi á heiði einhvers staðar. Þetta myndi ég skrá sem mín bestu kaup.“ Við vatnið ætlar hann að búa og reisa sér vinnustofu eða „bækistöð í náttúrunni“, eins og hann kallar það. NEYTANDINN: TOLLI MORTHENS MYNDLISTARMAÐUR Bækistöð í náttúrunni Töluvert er um að fólk notfæri sér þjónustu endur- skoðenda og bókhaldsstofa við gerð skattframtals. Algengt viðhorf er að slík þjónusta geti marg- sparað það sem hún kostar, að sögn Þóris Arnar Ólafssonar, við- skiptafræðings hjá Debet - endurskoðun og reiknings- skilum. Þórir telur aðgengi og framsetn- ingu upplýsinga góða hjá Ríkis- skattstjóra en eðlilegt sé að fólk leiti sér aðstoðar við þetta saman- borið við að fólk leiti sér þjónustu fyrir bílaviðgerðir, það sé ekki hægt að vera bestur í öllu. Opnað var fyrir framtalsgerð á vef Ríkisskattstjóra miðvikudag- inn 1. mars og og er almennur skilafrestur á framtölum einstakl- inga til 21. mars. Hægt er að sækja um aukinn frest til að skila vef- framtali sem getur orðið lengstur til 31. mars. Þjónustustig Ríkisskattstjóra hefur farið vaxandi á undanförn- um árum og sérstök áhersla lögð á rafræn skil. Á undanförnum árum hefur sífellt færst í vöxt að fólk kjósi að skila skattframtalinu á vefnum í stað pappírs og í fyrra skiluðu níutíu prósent framtelj- enda á vefnum. Helstu nýmæli við framtalsgerðina í ár felast í auk- inni forskráningu upplýsinga á skattframtalið. Þórir bendir á að með aukinni forskráningu í skattframtöl geti fylgt að fólk kvitti bara fyrir án þess að kynna sér almennilega hvort það hafi rétt á einhverjum frádrætti frá gjöldum enda ekki alltaf á færi almenns launamanns að vita hverju hann hefur rétt á. Það að fá einhvern til að vinna framtal fyrir sig sem kann til verka getur skilað margföldum ávinningi til baka. Þórir segir ekki algengt að for- skráðar upplýsingar séu rangar en það geti komið fyrir. Hann tekur bifreiðaupplýsingar sem dæmi en þær hafa ekki alltaf verið réttar þegar afskráðar bifreiðar hanga enn inni á forskráðum fram- tölum. En það veltur á launagreið- endum og stofnunum hversu vel uppfærðar upplýsingarnar eru. Í leiðbeiningum með skattframtal- inu er fólk hvatt til þess að sann- reyna allar forskráðar upplýsing- ar. Útfærsla skattframtala og þjónusta við hana á Íslandi er langt á undan öðrum löndum að mati Þóris. Í samanburði við hin Norðurlöndin, sem almennt teljast standa mjög framarlega meðal þjóða í þessum málum, er Ísland þar fremst í flokki. Niðurstöður samantektarskýrslu, sem var unnin í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík og kynnt í fyrra, sýna fram á leiðandi stöðu Íslands í net- framtölum miðað við Norðurlönd- in. sdg@frettabladid.is ÞÓRIR ÖRN ÓLAFSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Segir starfsemi Ríkisskattstjóra varðandi skattframtöl til fyrirmyndar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Getur borgað sig að leita aðstoðar með framtalið Könnun Mann- eldisráðs frá 2002 sýnir að auka þarf ávexti, grænmeti og sjávarfang í mataræði okkar Íslendinga. Fisk neyslan hefur dregist saman á síðustu áratugum, mest hjá ungu fólki, um allt að þrjátíu prósent frá 1990. Það er ekki langt síðan við gátum státað okkur af að borða hvað mest allra þjóða af fiski og töldum sjávarafurðirnar eiga stóran þátt í góðu heilsufari og langlífi. Mikl- ar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi síðustu árin, tiltölulega fáir Íslendingar vinna við fiskvinnslu sem hefur aukið fjarlægð okkar frá fiskinum. Mestall- ur fiskur er fluttur úr landi og of fáir virðast hafa hag af aukinni fiskneyslu innan lands. Í sérverslunum með fisk er úrvalið gott, en aðgengi að fiski er misgott í landinu og ekki er mikil hvatning til að borða fisk. Það er helst á sumrin í tengslum við Fiskidag- inn mikla á Dalvík sem talað er á jákvæðan hátt um fisk í fjölmiðlum. Í raun ættum við að hampa þorskinum oftar og þakka honum reglulega allt sem hann hefur gefið okkur, heilsu og veraldleg auðæfi. Staðreyndin er sú að ef við missum fiskmetið út úr mataræðinu verður fæðið rýrara. Fiskur er mein- hollur, ekki einungis fyrir hjarta- og æðakerfi heldur einnig fyrir heilann. Hafið í kringum landið er tiltölulega hreint og varasöm efni í íslensku sjávarfangi eru langt undir þeim mörkum sem talin eru varasöm. Því er fiskurinn ákjósanlegt byggingarefni fyrir líkamann. Við þurfum að gera átak til að auka neyslu fiskmetis og því er rétt að hvetja alla til að kenna börnunum að borða fisk. Skólamötuneyti og matreiðslukennsla er kjörinn vett- vangur til að sýna ungu fólki alla þá fjölbreytni sem fiskur hefur upp á að bjóða. Við neytum mest af mögrum tegundum, eins og ýsu og þorski, en af nógu er að taka og æskilegt væri að bæta við feitum tegundum eins og laxi og steinbít. Nóg er til af uppskriftum með fiski, þar má benda á sjávarréttarsíður Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins, www.rf.is, en þar er mikið úrval af uppskriftum úr ýmsum fisktegundum, m.a. háfi, rauðmaga, rauðsprettu og fleiri sjald- séðum tegundum. Fiskurinn er raunveruleg auðlind okkar Íslendinga. Fiskurinn í kringum landið er ekki bara kvóti sem hægt er að deila endalaust um, nei, fiskurinn er áþreifanleg auðlind allra landsmanna. ■ Ólína Þorvarðar- dóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði, segist luma á fullt af húsráðum. Sérstak- lega kunni hún gott ráð við eyrnaverk. „Til dæmis ef barnið þitt er með eyrnaverk er gott að sjóða lauk í fimm mínútur, skera hann svo í fjóra hluta, setja hann heitan inn í þvottapoka og láta svo barnið liggja með veika eyrað á þvottapokanum. Þetta er ráð sem bregst ekki. Svo er ég með gott ráð við vörtu. En þá er gott að stinga vörtunni, hvort sem hún er á tá eða fingri, í sláturvömb. En þá er betra að henda vömbinni að því verki loknu,“ segir Ólína og hlær við. GÓÐ HÚSRÁÐ AÐ LOSNA VIÐ VÖRTU OG EYRNAVERK MATUR & NÆRING ÓLÖF HAFSTEINSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR Aukum fiskneyslu 9, 6 K G 7, 5 K G 7, 6 K G * á mann 1960 1990 2004 Kaffineysla Íslendinga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.