Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 30
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Stöðugt virðist færast í vöxt að menn grípi tíl hnífa þegar kemur til átaka manna á milli um helgar. Þessi átök eru mest áberandi í og við miðbæinn en eru þó ekki eingöngu bundin við hann því fregnir um hnífanotkun í átökum berast víðar að. Um síðustu helgi voru gerðar tvær alvarlegar hnífaárásir í miðbænum og í bæði skiptin náði lögreglan að handsama árásar- mennina. Eftirlitsmyndavélar í Miðbænum koma ekki síst að góðu gagni við að upplýsa slík mál, en þær eru nú á mörgum stöðum í Kvosinni og við hana. Lögreglan telur að hnífaárásir séu vaxandi vandamál sem þurfi að bregðast við. Bæði beita menn hnífum þegar kemur til átaka inni á veitingastöðum og eins úti á götum þegar fólk hópast út af stöðunum og til átaka kemur út af litlu eða engu tilefni. Fréttir af þessum árásum vekja ugg hjá mörgum sem vonlegt er og geta orðið til þess að fólk forðist miðbæinn á ákveðnum tímum. Ölvun og næturskemmtunum fylgja gjarnan pústrar og áflog, en þegar hnífar eru orðnir algengir við slíkar kringumstæður er málið komið á mjög alvarlegt stig. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitingamanna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður og við slíkum verknaði liggja sektir, nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Rétt er að rifja upp í þessu sambandi að samkvæmt gildandi lögum, sem gengu í gildi haustið 1998, er vopnaburður á almanna- færi bannaður og undir þetta bann heyra hnífar hvers konar. Það er þó ekki þannig samkvæmt laganna hljóðan að bannað sé að bera á sér vasahníf eða annars konar hnífa, því mönnum er heim- ilt að bera á sér bitvopn, eins og það er orðað í lögunum, þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar. En það getur ekki talist eðlilegt að menn búi sig út með hnífa eða önnur bitvopn þegar þeir fara út að skemmta sér á síðkvöldum um helgar og beri þessi vopn inn á veitingahús. Svo virðist sem sumir hafi á sér hnífa í öryggisskyni, en þegar þeir svo grípa til þeirra snúast vopnin í höndum þeirra í orðsins fyllstu merkingu og þeir eru orðnir að vopnuðum árásarmönnum. Það ætti að geta orðið sameiginlegt átak lögreglu og veitinga- manna að vekja athygli á því að hnífaburður á almannafæri er bannaður, og við slíkum verknaði liggja sektir nema menn geti sýnt fram á nauðsyn á notkun hnífsins, en slíkt hlýtur nú að vera fremur sjaldgæft þegar menn eru úti að skemmta sér. Kannski hafa stjórnvöld ekki verið nógu ötul við að kynna bann við notk- un hnífa á almannafæri, því það er ekki nóg að samþykkja lög, sem hafa kannski farið hljóðlega í gegnum þingið og því ekki vakið mikla athygli, heldur þarf að gera mönnum rækilega grein fyrir banni sem þessu og þá jafnframt undantekningum frá banninu. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Fleiri og fleiri hnífstungumál koma til kasta lögreglu. Vopnaburður í miðborginni Það þótti sæta tíðindum, þegar erlendar langtímaskuldir þjóðar- búsins fóru í fyrsta skipti upp fyrir helming af landsframleiðsl- unni. Þetta var 1993. Forsagan er fróðleg. Erlendu langtímaskuld- irnar höfðu numið röskum fjórð- ungi af landsframleiðslu 1960, minnkuðu síðan niður í sjöttung á síldarárunum um og eftir 1965 og ruku síðan upp í þriðjung af lands- framleiðslu, þegar síldin hvarf og gengi krónunnar féll með brauki og bramli 1967-68. Síðan hélzt skuldahlutfallið sæmilega stöðugt milli þriðjungs og fjórðungs af landsframleiðslunni í allmörg ár, en daðraði þó aðeins við 50 pró- senta markið um og eftir 1983, þegar menn óttuðust, að þorskur- inn væri á sömu leið og síldin, en 50 prósenta markinu var sem sagt ekki náð fyrr en 1993. Eftir það héldust skuldirnar stöðugar miðað við landsfram- leiðslu í nokkur ár og tóku síðan á rás upp á við 1997, nokkru eftir að fjárstreymi að og frá landinu var gefið frjálst til fulls í krafti samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Langtímaskuldirnar rufu 100 prósenta múrinn 2003 og eru nú komnar upp í tæp 250 prósent af landsframleiðslunni sam- kvæmt glænýjum tölum frá Seðla- banka Íslands. Heildarskuldir þjóðarbúsins – langtímaskuldir auk skammtímaskulda – eru enn meiri, eða 294 prósent af lands- framleiðslu. Á móti þessum skuld- um standa eignir, rétt er það, en þær eru fjórðungi minni en skuld- irnar, svo að hrein staða þjóðar- búsins við útlönd er neikvæð sem því nemur. Aðeins fjögur lönd heimsins skulda meira í útlöndum en Ísland miðað við landsfram- leiðslu, þar af eru þrjú í Afríku og eitt í Karíbahafi. Takið eftir einu í frásögninni hér að framan: erlendu skuldirnar snögghækkuðu jafnan, þegar á móti blés í búskap þjóðarinnar, því að menn tóku þá lán til að fleyta sér yfir erfiðleikana, og skuldirnar hjöðnuðu síðan aftur miðað við landsframleiðsluna, þegar efnahagslífið rétti úr kútn- um. Nú er öldin önnur. Skuldirnar við útlönd halda áfram að aukast hröðum skrefum í langvinnu góð- æri. Annað vekur athygli, þegar skuldatölurnar eru skoðaðar aftur í tímann. Á fyrri tíð stóðu ríkis- valdið og ríkisbankarnir á bak við mestan hluta skuldsetningarinnar erlendis, meðal annars til að byggja upp og endurnýja fiski- skipaflotann og til að virkja orku- lindirnar. Nú stendur einkageir- inn að miklu leyti á bak við skuldasöfnunina: fólkið í landinu er í óða önn að stækka við sig hús- næði og endurnýja bílana sína, og innlend fyrirtæki taka erlend lán fyrir milligöngu íslenzkra banka til að kaupa fyrirtæki í útlöndum. Ríkið og byggðirnar láta sitt ekki eftir liggja, því að Landsvirkjun tekur enn sem fyrr lánin til að fjármagna virkjunarframkvæmd- ir. Hvað er óhætt að skulda mikið í útlöndum? Við þeirri spurningu er ekki hægt að gefa einhlítt svar. Mikið ríður á því, að sem mestum hluta lánsfjárins sé varið til arð- bærra framkvæmda, svo að arð- urinn af framkvæmdunum geti staðið undir vaxtagreiðslum og afborgunum, því að ella eru menn að veðsetja vinnutekjur sínar fram í tímann. Þess vegna ekki sízt þurfa orkuframkvæmdirnar á hálendinu að bera viðunandi arð. Það er einnig brýnt, að útrás íslenzkra einkafyrirtækja á erlend mið beri arð, og það er ekki einkamál útrásarmanna, því að einkabankar eiga hægt með að velta skakkaföllum yfir á sak- lausa vegfarendur, ef illa fer, eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Neyzlulán til bílakaupa bera yfirleitt ekki beinan arð og gera því lítið til að bæta endurgreiðslu- getu lántakenda. Yfirleitt líta menn svo á, að erlendar skuldir megi helzt ekki fara upp fyrir helming af lands- framleiðslunni af öryggisástæð- um. Nýja-Sjáland hefur að vísu gengið lengra en svo, en þar hafa erlendar skuldir haldizt stöðugar nálægt 100 prósentum af lands- framleiðslu eða þar um bil síðan 1998 á móti tæplega 300 prósent- um nú hér heima. Það er einnig algeng viðmiðun úti í heimi, að erlendar skammtímaskuldir megi helzt ekki fara upp fyrir gjaldeyr- isforða seðlabankans, því að forð- inn þarf á hverjum tíma að duga fyrir skyndilegri endurgreiðslu skammtímaskulda, ef á skyldi reyna. Þetta brást í Taílandi sum- arið 1997, þegar erlendir bankar veigruðu sér við því að halda áfram að dæla lánsfé inn í landið, svo að Taílendingar neyddust fyrst til að ganga mjög á gjaldeyr- isforða sinn til að brúa bilið og fella síðan gengi bahtsins með illum afleiðingum. Erlendar skammtímaskuldir Íslendinga nema nú nærri fimmföldum gjald- eyrisforðanum. Það lítur ekki vel út. Skuldirnar taka kipp Í DAG ERLENDAR SKULDIR ÞORVALDUR GYLFASON Mikið ríður á því, að sem mest- um hluta lánsfjárins sé varið til arðbærra framkvæmda, svo að arðurinn af framkvæmdunum geti staðið undir vaxtagreiðsl- um og afborgunum, því að ella eru menn að veðsetja vinnu- tekjur sínar fram í tímann. Vel er þæft en ekki nóg Nú hafa þjóðkjörnir þingmenn og ráðherrar þjarkað um fjármál stjórn- málaflokka í meira en áratug. Síðast í gær svaraði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingunni, um störf nefndar á vegum stjórnvalda í þessum efnum. Ekkert bólar á gagnsæi og reglum sem þykja sjálfsagðar í nágrannalöndum, sagði hún. Nefnd sem Halldór skipaði í júlí í fyrra átti að skila tillögum um síðastliðin áramót. Sú nefnd er lögst í rannsóknir og hefur fengið lengri frest. Forsæt- isráðherra hamraði á því að ná þyrfti samstöðu allra flokka um málið. Allar upplýsingar liggja fyrir og hefur svo verið frá því að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, lét gera skýrslu um málið fyrir miðjan síðasta áratug, svaraði Jóhanna. „Er S-hópurinn að þakka fyrir sig?“ spurði Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, úr ræðustól Alþingis í lok janúar þegar honum þótti fjárausturinn orðiðnn full mikill í prófkjöri Framsóknarflokksins í höfuðborginni. Menn þurfa að kynna málstað sinn svaraði forsætisráðherra. Æ sér gjöf til gjalda Eitt mikilsvert gagn í þessu máli er skýrsla GRECO, nefndar Evrópuráðsins sem fjallað hefur um mútur og spillingu hér á landi í skýrslu frá 2004. Lesa má þar að sérfræðingum nefndarinn- ar hafi þótt Íslendingar sjálfs- ánægðir og andvaralausir í þessum efnum. Orðrétt segir: „Það er augljóst að í þjóðfélagi, sem er sannfært um að það sé að mestu leyti laust við spillingu, er ekki auðvelt að vekja vitund manna og fá þá til að vinna að fyrir- byggjandi aðgerðum gegn mögulegri spillingu í nútíð eða framtíð.“ Þetta eru svo smámunir hjá annarri mikilvægri athugasemd GRECO sem snertir þá hagsmunaárekstra sem geta orðið í tengslum við gjafir til stjórnmála- eða embættismanna. Um það gilda engar reglur á Íslandi. „Annað varðar það atriði þegar embættis- eða stjórnmála- menn hverfa til starfa í einkageiranum og gætu notfært upplýsingar úr fyrra starfi á þann hátt sem stríðir gegn hagsmunum almennings.“ Sérfræðing- ar GRECO töldu að setja yrði um þetta reglur, ekki síst vegna þess að einkamarkaðurinn tekur við æ fleiri hefðbundnum verkefnum hins opinbera. Var einhver að tala um bæjar- stjóra eða ráðherra sem eru nýfarnir yfir í einkageirann? johannh@frettabladid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.