Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 2
2 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR RÍKISÚTVARPIÐ Frumvarp um breyt- ingar á rekstri Ríkisútvarpsins var afgreitt öðru sinni frá mennta- málanefnd í gær með breytingum. Stjórnarandstæðingar mótmæltu því að frumvarpið yrði tekið úr nefndinni enda væru fáein mál eftir órædd. Siguður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar, segir að nefndarálit verði lagt fram á Alþingi á þriðjudag og vísast að þriðja og síðasta umræða um það hefjist samdægurs. „Nú er að sjá úr hverju stjórnarandstæðingar eru gerðir þegar við réttum enn fram sáttahönd,“ segir Sigurður Kári, sem telur breytingarnar umtalsverðar og sanngjarnar. Breytingar voru gerðar á fjór- um efnisatriðum frumvarpsins í meðförum nefndarinnar. Í fyrsta lagi er lagt til að kveðið verði á um það, líkt og í fjölmiðlafrumvarp- inu, að Ríkisútvarpinu sé óheimilt að eignast hluti í öðrum fjölmiðl- um, dagblöðum eða útvarpsstöðv- um. Með því sé áréttuð sérstaða RÚV og girt fyrir að lögin stangist á við jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. Sigurður Kári segir að í öðru lagi sé tekinn af vafi um að verð- mæti sem hafi menningarlegt og sögulegt gildi fyrir þjóðina sé ekki hægt að selja frá hlutafélaginu heldur verði slík verðmæti varð- veitt hjá félaginu. Þá er orðið við kröfum stjórn- arandstöðunnar um að hlutafélag um Ríkisútvarp verði háð upplýs- ingalögum. „Þetta er þjónusta í almannaþágu og nefndin telur rétt að almenningur hafi aðgang að gögnum um starfsemi félagsins í samræmi við ákvæði upplýsinga- laga,“ segir Sigurður Kári. Loks er kveðið á um að gerður verði þjónustusamningur milli menntamálaráðherra og Ríkisút- varpsins er varpi nánara ljósi á markmið hlutafélagsins og þjón- ustu þess. „Eftirlit Ríkisendur- skoðunar með því að skattfé sé ekki notað til að niðurgreiða sam- keppnisrekstur verður auðveld- ara með þessu,“ segir Siguður Kári. „Það var ekki við það komandi að ræða óvissuna varðandi Evr- ópuréttinn,“ segir Mörður Árna- son, Samfylkingunni, sem er þó ánægður með að fallist hafi verið á kröfuna um að upplýsingalögin verði látin gilda um RÚV. „Þrátt fyrir breytingarnar er frumvarp- ið meingallað og við höldum fast við frávísunartillögu okkar,“ segir Mörður. johannh@frettabladid.is VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 1 sæti „ Tryggjum að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.“ VARNARMÁL Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra ræddi óformlega um varnarviðræðurnar við utan- ríkisráðherra ríkja innan Atlants- hafsbandalagsins, NATO. Ráð- herrarnir funduðu um hugsanlega stækkun bandalagsins og stöðuna í Mið-Austurlöndum á vorfundi þeirra í Sófíu, höfuðborg Búlgar- íu, í gær. „Varnarmál okkar voru ekki á dagskrá fundarins. Þau eru í tví- hliða farvegi milli okkar og Banda- ríkjanna eins og stendur. En auð- vitað spjalla menn saman með óformlegum hætti,“ sagði Geir eftir fundi gærdagsins. Spurður við hvaða ráðherra hann hafi spjallað óformlega og hvernig þeir meti stöðu Íslands svaraði Geir: „Það er eitthvað sem ekki er hægt að tala um.“ Geir fundar með utanríkis- málanefnd Alþingis klukkan hálf ellefu í dag. Þar greinir hann frá fundinum ytra auk niðurstöðu tveggja funda samninganefnda Íslands og Bandaríkjanna í utan- ríkisráðuneytinu á miðvikudag og fimmtudag. Nefndarmennirnir hafa ekki verið upplýstir um gang viðræðnanna fyrir fundinn. Heimildir herma að niðurstaða þeirra hafi verið að bandaríska sendinefndin muni vinna áætlun um hvernig landið verði varið. Íslendingarnir eigi síðan eftir að meta áætlunina. Fram hefur komið að drög að slíkri áætlun hafi verið rædd á fundunum. - gag Geir H. Haarde á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja: Landsvarnir ræddar óformlega Á FUNDI UTANRÍKISRÁÐHERRA NATO Geir Haarde ræðir hér við utanríkisráðherra Lúx- emborgar, Jean Asselborn, í Búlgaríu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir að fullyrðing aðalhagfræðings Seðlabankans um að sjálfstæður gjaldmiðill auki sveiflur og að ávinningur af krónunni sé minni en enginn sé mjög áhugaverð. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á réttmæti hennar. „Við þyrftum að kanna landið til að fá fram forsendurnar, sem síðan yrðu notaðar til að leggja mat á það hvort þessi niðurstaða sé rétt, að krónan valdi okkur meiri vandræðum en kostirnir sem sjálfstæður gjaldmiðill hefur,“ segir hann. - ghs Gylfi Magnússon dósent: Þyrftum að kanna landið KJARAMÁL Faglært starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákvað í gær að blása vikulangt setuverkfall af. Á fimmtudag var útlit fyrir að starfsfólk sex dvalar- heimila myndi hefja slík verkföll í gær en þau komu ekki til fram- kvæmda. Sum heimilin náðu samkomu- lagi en aðrir ákváðu að ganga að launatilboði SFH án samninga. Ekki er ljóst hversu víðtækar upp- sagnir starfsfólks eru en í Sunnu- hlíð telur talsmaður starfsmanna að áttatíu til níutíu prósent fag- lærðs starfsfólks, sem er í stéttar- félaginu Eflingu, hafi þegar sagt upp. - shá Dvalar- og hjúkrunarheimili: Setuverkföllin öll blásin af BARÁTTUFUNDUR Ákveðið var á fundi á fimmtudag að fara í verkfall. Ekkert varð úr þeim áformum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FJÖLMIÐLUN Tveir fréttamenn frá japönsku fréttastöðinni TV Tokyo, sem aðallega flytur við- skiptafréttir, eru hér á landi til að fjalla um efnahagsástandið á Íslandi. Í fyrradag ræddu þeir við kaupmenn í Kringlunni og í gær ræddu þeir við sérfræðinga og framámenn banka hér á landi, að sögn fréttamannsins Keiichi Kuboi. TV Tokyo hóf útsendingar árið 1964 en nær nú um nær allt Japan og hafa 34 milljónir heimila aðgang að stöðinni, sem mælst hefur með tæpra átta prósenta áhorf þar í landi. - jse Japönsk fréttastöð: Fjallar um efna- hagslíf á Íslandi Upplýsingalög gildi um Ríkisútvarpið hf Breytingar voru gerðar á frumvarpinu um Ríkisútvarpið í meðförum mennta- málanefndar í gær. Formaður nefndarinnar segir stjórnarliða hafa teygt sig langt til sátta í málinu. Stjórnarandstæðingar telja frumvarpið meingallað enn. RÍKISÚTVARPIÐ Í breyttu frumvarpi er gert ráð fyrir að verðmæti sem hafi menningarlegt og sögulegt gildi fyrir þjóðina verði ekki seld frá Ríkisútvarpinu hf. Dagsbrún, sem á og rekur fjölmiðla 365, telur að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. brjóti í bága við reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um ríkisaðstoð. Félagið telur að verði frumvarp- ið að lögum verði lögfest mismun- un á grundvelli þjóðernis. Erlend fyrirtæki sem vilji stofna og reka útvarpsstöð hér á landi njóti ekki sömu markaðsskilyrða og Ríkis- útvarpið. Félagið telur einnig að frum- varpið gangi gegn stjórnarskrár- bundnum réttindum og samn- ingsskyldum að rétti Evrópska efnahagssvæðisins. - jh Dagsbrún um RÚV-frumvarp: Mismunun fest í lög RÚV í vil SPURNING DAGSINS? Laufey, eru verðhækkanirnar svona plús? ,,Já, þær koma sem plús svo við komum ekki út í mínus.” Laufey Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Plúsferða, en þar eins og víða annars staðar hækkuðu sólarlandaferðir í verði vegna lækkunar krónunar. Gæsluvarðhald lengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarð- hald yfir tveimur litháískum mönnum, sem grunaðir eru um smygl á amfetam- ínvökva, til 9. júní. Gæsluvarðhald yfir þriðja manninum sem tengist málinu rennur út um miðjan maí. Rannsókn málsins er á lokastigi að sögn lögreglu. DÓMSMÁL ATVINNA Tímabundnum takmörk- unum á atvinnu- og búseturétti íbúa frá nýjum löndum Evrópu- sambandsins var í gær aflétt með lögum frá Alþingi. Þau taka gildi 1. maí næstkomandi og var leitað afbrigða til að afgreiða frumvarp- ið með hraði, því aðlögunarfrestur Íslands rennur út um mánaðamót- in. Fólk frá tíu löndum austan- verðrar Evrópu, sem öðluðust aðild að ESB árið 2004, getur nú án hindrana leitað atvinnu og sest að hér á landi. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum allra flokka nema Frjálslynda flokksins. - jh Fólk í atvinnuleit hér á landi: Hömlum aflétt DÓMSMÁL Tveir Nígeríumenn voru fundnir sekir um fjársvik í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Þeir hlutu báðir fimmtán mánaða óskil- orðsbunda fangelsisdóma. Mennirnir höfðu talið fórnar- lömbum sínum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með snertingu við ákveðið efni. Þeir voru stöðvaðir á Keflavíkurflug- velli í mars, grunaðir um að hafa illa fengið fé undir höndum. Menn- irnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 17. mars og dregst sá tími frá refsingu þeirra. Þeir voru báðir dæmdir til að greiða 420.000 krónur í málsvarnarlaun. - shá Dæmt í fjársvikamáli: Nígeríumenn- irnir í fangelsi RANNSÓKN Neysla íslenskra ung- menna á tóbaki, áfengi og kanna- bisefnum fer sífellt minnkandi og er nú eins og minnst þekkist í Evr- ópu. Hlutfall nemenda 10. bekkjar sem reykja daglega hefur lækkað út 21 prósenti árið 1995 í 12 pró- sent og hlutfall þeirra sem neytt hafa áfengis í teljandi magni minnkaði úr 64 prósentum í 44 prósent á sama tímabili. Nemend- um sem reykt höfðu hass fjölgaði úr 10 prósentum árið 1995 í 15 pró- sent árið 1999 en hlutfallið er nú komið á ný niður í 10 prósent. Þessar niðurstöður eru á meðal þeirra sem fram koma í rannsókn- inni Heilsa og lífskjör skólanema en rannsóknin er hluti af viðamik- illi alþjóðlegri rannsókn sem unnin er fyrir tilstuðlan Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hér á landi er rannsókninni stýrt frá Háskólanum á Akureyri og segir Þoroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við HA, að þeir nemendur sem reykja dag- lega hafi minnkað reykingar sínar lítið eitt frá árinu 1995. „Þeir nem- endur sem nota áfengi drekka jafn oft og fyrir nokkrum árum en þeir fáu sem reykja hass hafa heldur aukið neyslu sína,“ segir Þórodd- ur. - kk Neysla íslenskra ungmenna á tóbaki, áfengi og kannabisefnum fer minnkandi: Helmingi færri reykja ÞÓRODDUR BJARNASON Vímuefnaneysla ungmenna fer almennt minnkandi en Þóroddur segir að þeir fáu sem neyta kannabisefna hafi heldur aukið neyslu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.