Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 13
LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 13 Heimsmarkaðsverð á kopari hefur hækkað um þriðjung í apríl, sem er mesta hækkun í einum mánuði frá því í nóvember árið 1987. Síðustu hækkanir eru raktar til verkfalls námuverkamanna í Chile og eykur það áhyggjur manna um að ekki náist að framleiða upp í árlega heimsmarkaðsþörf, 17,8 milljónir tonna. „Framboðshliðin mun halda áfram að líða fyrir raskanir,“ segir miðlarinn Kevin Tuohy í samtali við Bloomberg. Tonnið af kopari hefur farið hæst í 7.385 dali í apríl. Fjárfestingarsjóðir eiga sinn þátt í þeim hækkunum sem hafa orðið á kopari og öðrum málmum þar sem þeir telja að málmarnir hækki meira en verðbréf. - eþa Kopar hækkar um þriðjung Vöruskiptajöfnuður var óhagstæð- ur um 13,4 milljarða króna í mars. Vörur voru fluttar út fyrir 19,9 milljarða króna en inn fyrir 33,3 milljarða króna. Í mars í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 6,3 milljarða á föstu gengi. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru vörur fluttar út fyrir 48,8 millj- arða króna en inn fyrir 80,7 millj- arða króna. Vöruskiptahalli við útlönd nam tæpum 32 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 15,3 millj- arða króna á sama gengi, að sögn Hagstofunnar. Sjávarafurðir voru 58 prósent alls útflutnings og iðnaðarvörur 38 prósent en verðmæti þeirra var 12,4 prósentum meira nú en á sama tíma í fyrra, aðallega vegna aukins álútflutnings. Mest jókst innflutningur á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla. - jab Methalli á viðskiptum NÝIR BÍLAR Vörur voru fluttar út fyrir 19,9 milljarða í síðasta mánuði en inn fyrir 33,3 milljarða króna. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 62 43 10 /2 00 4 debenhams S M Á R A L I N D debenhams vorútsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 23 75 04 /2 00 6 50afsláttur% af völdum vörum í ellefu daga 20% Sjóðheit tilboð: afsláttur af öllum pottum og pönnum í heimilisdeild ásamt nærfötum og sokkum í herradeild AUK ÞESS AÐEINS FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS: Maine dömu- prjónavesti Nú: 1.290 kr. 3.490 kr. Leður- bakkar Nú: 800 kr. 1.990 kr. Herra- stutterma- bolir Nú: 990 kr. 2.990 kr. Ilmsteinar með olíu Nú: 300 kr. 899 kr. Dömu- buxur Nú: 1.990 kr. 4.990-6.990 kr. Dömu- skyrtur Nú: 1.490 kr. 4.490 kr. Barna- leður- jakkar Nú: 4.900 kr. 18.900 kr. Vísitala sem mælir trú stjórnenda og neytenda evrulandanna tólf á efnahagslífið hefur ekki mælst hærri í fimm ár og hækkaði í 105,3 í apríl úr 103,6 í mars. Á sama tíma hefur verðbólga í löndunum aukist meira en búist var við. Á vefsíðu Bloomberg er sagt frá því að tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins sýni að verð á neysluvörum hafi hækkað um 2,4 prósent frá því í apríl á síðasta ári. Þetta styrki spár um að Seðla- banki Evrópu muni fljótlega hækka stýrivexti. Bankinn hafi tvisvar hækkað stýrivexti frá því í byrjun desember á síðasta ári og sérfræðingar eigi nú jafnvel von á 50 punkta hækkun til viðbótar. - hhs Trú evrópskra neytenda eykst ÞENSLA Í EVRÓPU Trú þegna Evrópu- sambandsins á efnahagslífið hefur ekki mælst meiri í fimm ár. Á sama tíma eykst verðbólga hröðum skrefum. Norska útgerðarfélagið Aker Sea- foods hagnaðist um 33 milljónir norskra króna, eða 400 milljónir íslenskra króna, á fyrsta ársfjórð- ungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 39 millj- ónum norska króna. Rekstarhagnaður fyrir afskrift- ir var 67 milljónir norskra króna og framlegðarhlutfallið ellefu pró- sent samanborið við 12,5 prósent á sama tíma í fyrra. Rekstrarskilyrði í norskum sjávarútvegi eru nokkuð erfið, olíuverð helst hátt og norska krón- an hefur styrkst um tuttugu pró- sent gagnvart íslensku krónunni frá ársbyrjun, sem veitir íslensk- um framleiðendum forskot í sam- keppninni. Stjórnendur Aker eru tiltölulega bjartsýnir fyrir árið og spá hagnaði upp á 50-80 milljónir norskra króna. Skuldabréf Aker Seafoods eru skráð í Kauphöll Íslands en stærsti hluthafinn er norski athafnamað- urinn Kjell Inge Rökke. Félagið byggir starfsemi sína á þremur ein- ingum: veið- um, land- vinnslu í Noregi og landvinnslu í Danmörku. - eþa KJELL INGE RÖKKE Stjórnendur Aker Sea- foods telja að íslenska útgerðin nái forskoti vegna veikingar krónunnar. Útgerðin nær forskoti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.