Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 16
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Ef þið vitið það ekki enn, þá er rétt að endurtaka það, svo ekki fari milli mála. Ég er sem sagt að hætta sem forseti hjá Íþróttasam- bandinu. Tek hnakk minn og hest. Þakka auðvitað fyrir mig og allt það og tek á móti fagnaðarlátun- um sem sjálfsagt brjótast út, þegar þeir loksins losna við mig. Þetta hefur sosum spurst út og menn sem eru eflaust ágætir vinir mínir og velgjörðarmenn spyrja: hvað ætlarðu að fara að gera? Rétt eins og ég standi frammi fyrir því að þurfa að ráfa um göturnar í iðjuleysi og örvæntingu! Ég skil reyndar ágætlega þessar áhyggj- ur sem fylgja þessum spurning- um, því ekki eru nú störfin bein- línis á lausu fyrir fólk á sjötugsaldri og svo er þetta auðvitað grafalvar- legt mál í augum þeirra sem hafa alist upp við það að vegur og virð- ing nútímafólks sé metin í stöðu- táknum og því að vera eitthvað. Vera forstjóri, vera bankastjóri, vera prófessor eða flugstjóri eða jafnvel vegavinnuverkstjóri. Hvað þá forseti! Það er allt komið undir titlinum, stöðunni, mann- virðingunni í metorðastiganum. Annars ertu ekki maður með mönnum, heldur afgangsstærð og fólk horfir í gegnum þig og hugs- ar: þarna er hann greyið. Eða hugsar ekki neitt því vitaskuld þarf ekki að hugsa um það sem ekkert er. Í mesta lagi löggilt gam- almenni, án titils, án andlits, án eftirtektar. Ég hef satt að segja sjálfur haft af því nokkrar áhyggjur að vakna við það á morgun að vera ekki neitt. Nema auðvitað ég sjálfur, sem sumum kann að þykja þunnur þrettándi, nánast eins og ganga um nakinn innan um prúðbúið fólk. Boðflenna í þjóðfélagssam- kvæminu. Og síðan kemur spurningin sem ég stend frammi fyrir og allir aðrir, sem lifa það af að vera nógu gamlir til að missa vinnuna eða hætta í henni, sumsé: er það mark- miðið að vera eitthvað? Breytist maður við það að hafa ekki manna- forráð eða vera ekki forseti eða fríkar maður út í taugaveiklun við það að bera ekki ábyrgð á neinum nema sjálfum sér? Einhvern veginn held ég samt að ég sé ennþá nákvæmlega sami maðurinn og ég var fyrir helgina og ég hef verið að þreifa á mér og skoða mig í speglinum og spyrja Ágústu mína hvort hún sjái ein- hverjar breytingar á útliti mínu eða innri manni. Ekki ennþá, segir hún en horfir þannig á mig að ég fer að vorkenna mér út af vor- kunnsemi annarra. En ykkur að segja, þá kvíði ég því einu, að nú getur maður ekki lengur haft það fyrir afsökun, þegar húsverkin eru annarsvegar, að þurfa að fara á kontórinn eða á fund eða flúið að heiman undir því yfirskini að knýjandi skyldustörf út í bæ hafi forgang. Nú verð ég að læra á þvottavélina og ryksuguna og sennilega verður ætlast til þess af mér að ég eldi matinn og þurki af í stofunni, þannig að það blasa við mér miklar og óvæntar annir í áður óþekktum og framandi störf- um. Já, samt er spurt: hvað ætlar þú að fara að gera? En ég spyr á móti: Er ekki ágætt að stökkva af vagninum, þessari hraðlest, sem knýr fólk áfram til streitu og starfa og stöðugrar leitar að ein- hverjum ótilgreindum takmörk- um, peningum, völdum, titlum eða væntingum sem bíða handan hornsins eða bíða okkar í gröfinni, þegar hjartað segir stopp út af þessum déskotans eltingarleik við það sem sýnist en aldrei finnst eða finnst of seint? Og vera þá orðinn of gamall til að njóta þess. Hver veit? Það er líka til sú aðferð að bíða á stoppistöðinni, anda djúpt, taka sjálfan sig ekki of hátíðlega, líta í kringum sig, meðan maður hefur þrótt til að vera til. Sér í lagi ef maður man að á stoppistöðinni stendur nákvæm- lega sami maðurinn og stóð þar í gær. Ég er áfram ég. Ég las einu sinni ævisögu Eld- eyjar-Hjalta, þar sem hann segir frá því að hann hafi hitt mann niður í Austurstræti, sem tók hann tali, bauð honum með sér á Borg- ina og veitti vín á báðar hendur og fljótlega áttaði ég mig á því, segir Hjalti, að hann tók mig fyrir annan mann. En það var allt í lagi, heldur Hjalti áfram: Ég vissi alltaf að ég var ég. Það sama segi ég. Ég verð áfram ég Í DAG ELLERT B. SCHRAM SKRIFAR UM SJÁLFAN SIG Ég hef satt að segja sjálfur haft af því nokkrar áhyggjur að vakna við það á morgun að vera ekki neitt. Dagsatt fær nýja merkingu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi að hugtakið dagsatt fengi nýja merkingu þar sem Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs borgarinnar, hefði sagt ósatt í umræðunni um Sunda- braut. Ef Dagur lætur ekki undan skorast í þessari málefnalegu umræðu svarar hann væntanlega á þann veg að samgönguráð- herra sé að sturlast. Þjóðfræðileg rök fyrir atkvæði sínu Fleiri eftirtektarverð stílbrögð voru við- höfð á hinu háa Alþingi en Pétur Blöndal bar fram skemmtilega samlíkingu þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í frumvarpinu um RÚV og sagði að innan nokkurra ára yrði það alþingismönnum jafn mikið undrunarefni að opinberir starfsmenn sæju um fréttaflutning eins og nú þykir að opinberir starfsmenn starfi í bönkum. Þetta nálgast frekar að vera þjóðfræðileg pæling því sú pólitíska hlýtur að snúa að því hvernig þessir opinberu starfs- menn sem flytja fréttir standi sig og hvort þjóðin sé til í að greiða fyrir þá. Stóriðjulaus landshluti Engin stóriðja er á Vestfjörðum og hefur almenningur hingað til talið það stafa af því að aðstæður til slíks séu ekki fyrir hendi eða að vilji stjórnmálamanna sé ekki fyrir slíku. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, hefur nú greint frá því í fjölmiðlum að Vestfirðingar eigi að gera það að stefnu sinni að vera stór- iðjulaus landshluti. Þess konar stefnu- mörkun opnar marga möguleika og með þessum hætti gætu íslensk stjórnvöld til dæmis gert það að stefnu sinni að Ísland yrði rækjulaust land þar sem hún er nær horfin af miðum. Það felast örugglega mörg tækifæri í því uns stofninn nær sér á strik. jse@frettabladid. is Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Bestu dekkin í USA 8 ár í röð Tire Review Magazine Low profile fyrir lúxusjeppa og sportbíla. Frábært veggrip. Mikil mýkt. Hágæða hönnun. Veldu TOYO PROXES og skildu hina eftir. Mikið úrval frábært verð. Djúpstæður ágreiningur er um þau áform ríkisstjórnarinn-ar að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Ástæðurnar eru margar. Ein þeirra er sú að ríkisstjórnin ætlar að afnema almennar reglur um meðferð skattpeninga að því er varðar gegnsæi og jafnræði. Önnur er sú að ríkisstjórnin ætlar að virða að vettugi almennar samkeppnisreglur og alþjóðlegar skuld- bindingar gagnvart EES á sviði útvarpsreksturs. Ætlun ríkis- stjórnarinnar er meðal annars að brjóta reglur um jafnan aðgang að ýmsum menningarverðmætum þjóðarinnar. Ljóst er að ríkisstjórnin tekur ekki rökum í þessu efni. Fátt bendir til þess að ríkisstjórnin muni næsta haust hafa heil- brigðari skoðanir á grundvallarreglum um meðferð skattpen- inga og á samkeppnisreglum á þessu sviði. Í því ljósi er ekkert sérstakt unnið við að draga niðurstöðuna. Jafnvel má líta á það sem kost að mál eins og þessi komist sem fyrst í dóm kjósenda og dómstóla. En svo vill til að önnur hlið er á málinu. Hún snýr að stjórnar- skránni. Um álitaefni sem að henni lúta gilda einfaldlega önnur lögmál en um hefðbundinn skoðanaágreining eða pólitísk átök. Ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis er mun ríkari í því efni. Kjarni málsins er sá að aldrei má leika minnsti vafi á að áformuð laga- setning standist stjórnarskrá. Ábyrgð á öllu því er varðar fulla virðingu gagnvart stjórnar- skránni hvílir vitaskuld á viðkomandi ráðherra, en einnig þing- mönnum. Höfuðábyrgðina ber þó forsætisráðherra, sem sam- kvæmt reglum um verkaskiptingu stjórnarráðsins fer með gæslu stjórnarskrárinnar og öll álitamál er að henni lúta. Stærsta álitaefnið sem tengist stjórnarskránni snýst um það hvort unnt sé að undanþiggja nýtt hlutafélag, sem verður í sam- keppnisrekstri, almennum reglum um dreifða eignaraðild að fjölmiðlum. Ágreiningslaust er að sú undanþága brýtur í bága við almenn sjónarmið um jafnræði milli þeirra sem stunda sam- bærilega starfsemi. Það er pólitískt mat hvort menn vilja virða slík sjónarmið að vettugi nema því aðeins að það stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ríkisstjórnin taldi sig hafa sett fyrir þann leka með því að skjóta inn í almenn lög um fjölmiðla ákvæði sem eðli máls samkvæmt á heima í lögunum um Ríkisútvarpið hf. Þetta var gert að lítt athuguðu máli á elleftu stundu. Ýmsir lögfróðir menn telja hins vegar að þessi skyndiráðstöf- un ríkisstjórnarinnar breyti ekki því mati að það stríði augljós- lega gegn stjórnarskránni að gera þessa undantekningu. Aðrir telja verulegan vafa leika þar á. Og svo eru þeir sem telja að þetta sé álitaefni sem skoða þurfi betur. Í þeim hópi er einn fremsti lögvísindamaður landsins, Sigurður Líndal. Í hverju þróuðu lýðræðisríki telja menn sér skylt að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til þess að ganga úr skugga um að minnsti vafi leiki ekki á stjórnarskrárgildi nýrra lagaáforma. Það álitaefni sem hér er til umræðu kom fyrst til skoðunar fyrir fimm dögum og er því bæði fræðilega vanreifað og stjórnmála- lega órætt. Um þetta atriði gilda ekki almenn sjónarmið um afgreiðslu pólitískra ágreiningsefna. Í þeim verður meirihluti Alþingis á einhverjum tímapunkti að taka af skarið. En álitaefnið sem hér er til umfjöllunar er ekki pólitískur ágreiningur. Það lýtur að jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, sem er óumdeild. Hver ætlar að taka stjórnskipulega ábyrgð á því að gegn henni verði að minnsta kosti hugsanlega brotið og það að óathuguðu máli? SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Fræðilega vanreifað mál: Hver axlar ábyrgðina?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.