Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 34

Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 34
[ ]Bílbeltin bjarga mannslífum. Mundu að nota þau, alltaf. Megane II phase 2 línan frá Renault er frumsýnd í dag hjá B & L. Megane II línan spannar mikla breidd. Þekktasta gerðin er eflaust 5 dyra bíllinn, sem sker sig úr fyrir óvenjulega hönnun aftur- hlutans ásamt skotthleranum, en auk hennar telur phase 2 línan fjórar gerðir til viðbótar, 3 dyra Sport Hatch, 4 dyra Saloon, lang- bakinn Sport Tourer og Coupé- Cabriolet glerblæjubílinn. Megane II línan var fyrst kynnt hér á landi í ársbyrjun 2003. Með phase 2 er verið að vísa til þess að línan birtist nú með nokkuð breyttum áherslum, bæði hvað útlit varðar og eins í tæknilegu tilliti. Það á þó ekki við stærstu bíla línunnar, fjöl- notabílana Scenic og Grand Scen- ic sem eru væntanlegir í phase 2 útgáfu síðar á árinu. Grill, framstuðari og fram- og afturljós hafa verið endurhönnuð og nýir litir hafa bæst við. Að innan eru nýjar gerðir af áklæði og endurhannað mælaborð. Að mati Heiðars J. Sveinssonar, for- stöðumanns sölusviðs B&L, eru þó breytingar sem augað ekki nemur enn áhugaverðari. „Megane II línan hefur hingað til aðallega verið þekkt fyrir skemmtilega aksturseiginleika og rásfestu. Í phase 2 útgáfunni hefur verið skerpt á þessum eiginleikum, þannig að þeir eru enn þéttari en áður. Þetta má meðal annars rekja til þess að rafstýrið í línunni hefur verið uppfært þannig að svörunin er enn betri,“ segir Heiðar og bend- ir jafnframt á að aksturseiginleik- ar línunnar njóti sín enn betur með þeim vélarkosti sem komi með nýju phase 2 línunni, tvær bensín- vélar 1,6 l og 2 l, aflmiklar en spar- neytnar og tvær áhugaverðar dísíl- vélar 1,5 l 105 ha og 1,9 l 130 ha. Loks má geta þess að sérstakur gestur á frumsýningunni er bíla- áhugakonan Silvía Nótt. Bættir aksturseiginleikar og útlit Fimm dyra Meganinn er þekktastur í Megane II línunni enda sker hann sig úr fjöldanum vegna óvenjulegrar hönnunar á afturhleranum. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.