Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 36
[ ] Rúnar Helgi Vignisson fékk nýlega þýðingarverðlaun fyrir bókina Barndóm eftir Coetzee. Hér lýsir hann ferð á slóðir höfundarins í Höfðaborg. „Einu sinni bauð ég konunni minni í helgarferð til Færeyja. Þegar ég hringdi í foreldra mína og bað þau að gæta sona okkar á meðan var svarið óvenju dræmt. Nokkrum dögum síðar kom ástæðan í ljós: Frúin hafði keypt handa mér ferð alla leið til Höfðaborgar í Suður-Afr- íku á sama tíma og beðið föður minn að verða mér samferða. Þetta sýnir muninn á atgervi okkar hjóna. Um þetta leyti var ég að ganga frá þýð- ingu á bókinni Vansæmd eftir hinn suður-afríska J. M. Coetzee og hafði verið að vandræðast með eitt og annað í þýðingunni. Hjá mér hafði vaknað löngun og þörf til að fara til Höfðaborgar. Frúin ákvað að gera eitthvað í málunum. Við feðgar flugum í einum rykk og í bítið einn undurfagran vor- morgun stóðum við ásamt örlítið áhyggjufullum Ingólfi Guðbrands fyrir utan flugstöðina í Höfðaborg og virtum fyrir okkur tignarlegt Borðfjallið. Útsýnið af toppnum átti eftir að reynast með því allra mikil- fenglegasta sem ég hef séð og það verður að segjast eins og er að ég hef aldrei séð jafn fagurt borgar- stæði. Byggðin þræðir sig í kringum fjallið,“ segir Rúnar. „Á leiðinni á hótelið í miðbænum sáum við kofabyggðirnar sem Coetzee getur um í Vansæmd. Þær minna á hrófatildur okkar strák- anna í gamla daga. Undir lok ferðar- innar tókum við pabbi leigubíl inn í eina af þessum kofabyggðum. Bíl- stjórinn ók hægt inn í hverfið, stans- aði öðru hvoru svo við gætum virt fyrir okkur fólkið: börn að grilla hænu, konur að þvo þvott. Eftir því sem lengra dró mjókkaði gatan og varð að stíg, fólkið var sífellt nær okkur, konur og börn brosandi og hlæjandi, karlarnir alvörugefnari, allt að því ógnandi fannst okkur. Leigubílstjórinn kepptist við að brosa og gantast við fólkið eins og hann væri hálfhræddur. Þarna varð maður afar meðvitaður um stöðu sína og hið freka augnaráð ferða- langsins.“ Rúnar kveðst hafa verið í tölvu- póstsambandi við Coetzee áður en hann fór og hann hafi tekið vel í að þeir hittumst. „Því miður þurfti hann að fara til Frakklands viku áður en mig bar að garði. Hann skrifaði mér þó hvar bestu bókabúð borgarinnar væri að finna og benti mér á bita- stæða höfunda. Ég kíkti í búðina og hún reyndist með sérstæðari bóka- búðum sem ég hef komið í, bækur holt og bolt,“ rifjar Rúnar upp en segir þá feðga þó hafa ákveðið að kíkja á háskólasvæðið sem Coetzee kenndi í. „Skólinn er staðsettur á afar fallegu svæði í hlíðinni. Við fundum enskudeildina og fengum uppgefið hvar skrifstofa kappans væri. Við stilltum okkur svo upp við látlausar skrifstofudyrnar og tókum myndir. Nær komumst við ekki Coetzee!“ segir Rúnar og hlær að minningunni. Verður þó fljótt alvar- legur. „Það var afar átakanlegt að koma út á Robbeneyju þar sem Nel- son Mandela og félögum var haldið í pínulitlum og óvistlegum fangaklef- um á þriðja áratug. Meðal þess sem bjargaði þeim var að þeir gátu lesið. Þetta er eyðilegur staður og við vorum guðslifandi fegnir þegar báturinn fór í land aftur.“ Ferðin tók ekki nema viku en Rúnar Helgi segir hana samt hafa veitt áhrifamikla innsýn í þetta margbrotna samfélag. „Það er með ólíkindum hve mikil grimmd gat þrifist í þetta fallegu landi,“ segir hann að lokum. Þrettán tíma ferðalag til að skoða eina hurð „Þarna varð maður afar meðvitaður um stöðu sína og hið freka augnaráð ferðalangsins.“ Háskólasvæðið er glæsilegt. Í byggingunni til vinstri var skrifstofa Coetzee. Það var ekki amalegt útsýnið úr hótelglugganum. Rúnar Helgi við dyr meistara Coetzee. Ekki vera hrædd(ur) við innfædda er þú ferðast Flestir eru stoltir af landi sínu og tilbúnir að sýna gestrisni og góðvild og það sem þjóðlegt er. 13. - 28. september Kalifornía er í hugum margra þekkt fyrir Hollywood og kvikmyndir. Við fljúgum til San Francisco og förum þaðan í sannkallaða draumaferð. Haldið þaðan meðfram ströndinni til Los Angeles, farið á staði eins og Hollywood, Rodeo Drive í Beverly Hills og Alvera Street. Universal Studios verða heimsótt. Áfram er haldið til San Diego og Phoenix. Síðan er komið að hápunkti ferðarinnar sem er Grand Canyon og gistir hópurinn við þjóðgarðinn. Þá borgar sig að fara snemma á fætur og sjá sólaruppkomuna í þessu stórkostlega landslagi. Haldið til svæðis Indíána í Paintet Desert, inn í Monument Valley og áfram til Bryce Canyon. Ekið til Las Vegas, gist þar í tvær nætur og gefst þá færi á að kíkja aðeins í spilavítin og jafnvel freista gæfunnar. Komið við í Death Valley á leið til San Francisco. Að lokum er farið í skoðunarferð til hinnar alræmdu fangelsiseyju Alcatraz. Þetta eru einungis nokkrir af þeim stöðum sem heimsóttir eru í ferðinni sem sló í gegn í fyrra. s: 570 2790 www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Draumaheimur Verð: 238.670 kr. Mikið innifalið! Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is Kalifornía - Arizona - Nevada - Utah Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Kaliforníu Nýr og spennandi áfangastaður: Beint flug til Vilnius í Litháen Þann 06. – 11. júli býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ferð til Vilnius í beinu leiguflugi. Vilnius, höfuðborg Litháens, er forn og fögur borg sem á sér viðburðaríka sögu. Vilja sumir segja að Vilnius sér hin „land- fræðilega“ miðja Evrópu. Verð á mann: 89.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting, morgunverður, akstur frá og að flugvelli, skoðunarferð um Vilnius, dagsferð út fyrir borgina og íslensk fararstjórn. Verð miðast við gengi og forsendur 28.04. 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.