Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 37

Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 37
[ ] FERKANTAÐAR SKÁLAR OG FJÖRLEGIR LITIR ERU Í NÝJUSTU LÍNU GUZZINI. Guzzini-vörur fást meðal annars í heimilisdeild Bykó enda framleiðir Guzzini allt til eldhúss, ílát, hnífapör, bökunarform og bollastell svo dæmi séu tekin. Nýir brúnir litir og neongrænir eru meðal þess sem sést í tvílitum salatskálum frá honum og form úr silikoni sem skreyta bæði kökur og hlaup. Öll hönnun Guzz- ini er þaulhugsuð og sama er að segja um efnisval en Guzzini-fyrirtækið var fyrst til að nota akrýlplast í vörur sínar á fjórða ártatugnum. Allar vörurnar þola þvott í vél án þess að glansinn minnki með tímanum. Enn eru hönnuðir Guzzini óhræddir við að blanda saman hinum ýmsu efnum eins og postulíni, plasti og gleri. Þeir sem hafa áhuga á að skoða meira geta farið inn á síðuna www.fratelliguzzini.com Postulín, plast og gler Litríkt á borðið. Neongrænt er vinsælt í ár. Sígild salatskál. Hús og heimili aukablað fylgir Fréttablaðinu í dag. Vönduð rúm og springdýnur eru aðalsmerki RB rúma við Dalshraun 8 í Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur framleitt slíka vöru í sextíu ár. „Við höfum verið í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna hér á landi,“ segir Birna Ragnars- dóttir framkvæmdastjóri sem heldur uppi merki föður síns er stofnaði fyrirtækið fyrir 60 árum. Nú starfa um fimmtán manns við framleiðsluna og sérhæfa sig líka í hönnun og bólstrun rúmgafla og viðhaldi eldri húsgagna. Verslunin RB rúm hefur alltaf verið í Hafn- arfirði og við Dalshraunið fer vel um allt í nýlegum húsakynnunum. Það fer líka ágætlega á því þar sem fyrirtækið einbeitir sér að því að láta fara vel um aðra. Meðal þess sem framleitt er eru hágæða- rúm með nuddi og springdýnum, sannkölluð sælurúm. Allir fylgi- hlutir fást líka í versluninni, svo sem rúmteppi, púðar, sængur- verasett, náttborð, kommóður og margt fleira mætir augum þegar komið er í sýningar- salinn. Að sögn Birnu eru RB rúm í heimssam- tökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í fram- leiðslu og hönnun á springdýnum. Láta fara vel um fólk Gaflarnir eru smíðaðir í Hafnarfirði. Fylgihlutir eins og teppi og púðar fást líka í RB rúmum. Rúmin eru framleidd á staðnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Birna Ragnarsdóttir heldur uppi merki föður síns sem stofnaði fyrirtækið fyrir um það bil 60 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Unglingarúmin eru vinsæl. Ármúla 23 • S. 568 1888 www.horningfloor.dk www.parketgolf.is Danskur Hörning dagur í Parket&Gólf Ármúla 23 Sérfræðingurinn Jens Klampe frá Hörning verður á svæðinu milli 10.30-13.30 Léttar veitingar í boði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.