Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 48

Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 48
8 Hið finnska hönnunarfyrirtæki Marimekko á sér afar langa sögu en það var stofnað árið 1951. Síðan þá hefur fyrirtækið leitast við að fá til sín færa hönnuði, bæði frá Finn- landi og víðar. Fyrirtækið heldur einnig fast í rætur sínar og notast fyrirtækið enn mest við hönnun frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugn- um. Hönnun frá þessum áratugum á einnig sérstaklega vel við nú í dag þar sem tískustraumar og litir þessa tíma eru í hávegum hafðir. Sérstaða Marimekko er helst efnin en út frá þeim og mynstrum þeirra eru aðrar vörur Marimekko hannaðar. Þrátt fyrir að mikið sé byggt á klassískri hönnun er Marimekko langt frá því að vera íhaldssamt enda koma árlega fjölmörg ný efni og aðrar hönnunarvörur frá fyrir- tækinu. Nýir hönnuðir bætast árlega við þá fjölbreyttu flóru hönnuða sem fyrir eru og hafa komið nálægt vörum M a r i m e k k o . Þannig verð- ur hönnunin nútímalegri og er alltaf í takt við tímann. Sumarlín- an frá Mari- mekko í ár er skemmtileg að vanda. Helst má sjá fjölbreytta samsetningu lita og að auki sækir hönnunin mikið til tískustrauma fimmta og sjötta ára- tugarins. Blóm og lauf eru einnig áberandi, meðal annars má sjá asísk blómamynstur. Hin klassísku mynstur Marimekko eru að sjálf- sögðu einnig afar áber- andi. Marimekko mun því halda áfram sínu striki að lífga upp heimili um allan heim. Nútímavæddar hefðir Fátt er sumarlegra en vörurnar frá Marimekko og sóma þær sér vel inni á hvaða heimili sem er. Sumarlínan heldur áfram að knýja hina miklu sérstöðu fyrirtækisins með sterkum litum og fallegum mynstrum. Eldhúsvörur í hinum klassíska Marimekko stíl. Sæt sumartaska frá Marimekko með mildum en skemmtilega sterkum litum. Hönnunin á þessum bollum er um hálfrar aldar gömul. Sumarlegt og hlýlegt borðstell. Framandi asískt blómamynstur. Fjölbreyttir en sumarlegir og þægilegir litir. ■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.