Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 82
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR50 utlit@frettabladid.is Fatabúðin Spúútnik er elsta „second hand“ búðin á Íslandi og hefur heldur betur vaxið frá því að hún var fyrst opnuð. Í dag verður hún opnuð í nýju húsnæði að Lauga- vegi 28 og verður haldið heljarinn- ar „tropical“ partí að því tilefni. „Við fundum þetta æðislega húsnæði sem hentaði ofsalega vel fyrir okkur og ákváðum að skella okkur á það,“ segir Hafrún Alda Karlsdóttir verslunarstjóri. „Við erum svo í samstarfi við fólk sem mun opna kaffihús á efri hæðinni og því verður hægt að rölta þangað upp og fá sér kaffibolla og léttar veitingar og jafnvel setjast út á svalir ef veður leyfir. Ekki er alveg komið á hreint hvenær kaffihúsið verð- ur opnað en það verður einhvern tíma í sumar.“ Að sögn Hafrúnar verður ýmislegt nýtt í búðinni og til dæmis verður þar sér skó- deild. „Svo munum við líka selja diska sem innihalda góða tónlist í anda Spúútnik sem við höfum valið í samstarfi við Smekkleysu. Það er svo oft sem maður kemur inn í einhverja töff búð og heyrir flotta tónlist og þá er ekki verra að geta gripið hana með sér út. Skódeildin verð- ur svakalega flott og svo verða strákarnir að sjálfsögðu ekki skildir út undan, herrafötin fá mjög gott pláss.“ Samkeppnin á markaði notaðs fatnaðar hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum og margar búðir bæst í flóruna. „Að sjálfsögðu finnum við fyrir vaxandi sam- keppni og það er bara hvetjandi og skemmtilegt. Þó það séu komnar margar búðir eru þær samt allar að gera eitthvað ólíkt. Samkeppnin er bara af hinu góða og hún sýnir bara hversu mikill markaður er fyrir þennan fatnað.“ Opnunarpartí Spú- útnik á Laugaveginum hefst klukkan fimm í dag. „Hermigervill mun spila fyrir gesti og að sjálf- sögðu eru allir velkomnir. Þarna verður sannkölluð sumargleði, kokkteilar í boði, músastigar uppi um alla veggi og upplagt fyrir fólk að koma og byrja gott laugardagskvöld í partíinu okkar.“ hilda@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR 27.-30. apríl Á NASA við Austurvöll. LAUGARDAGUR 29. APRÍL KAL (SER) Spáir þú mikið í tískuna? Læt hana ekki stjórna fatavalinu, ég geng í fötum af því mér finnst þau flott en ekki af því þau eru í tísku. En kannski er það oft þannig að mér finnst flíkin flott af því hún er mötuð ofan í mann. Þetta er nú bara allt einn stór heilaþvottur eftir allt saman. Já ætli ég spái þá ekki mikið í hana? Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Freaky, punky, luckycharmish og rock&roll. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Pamela Thompson, Patricia Field, Christian Joy, John Galliano, Alexander McQueen, Gucci og Christian Dior. Flottustu litirnir? Svartur, grár, appelsínu- gulur, rauður, túrkísblár og bleikur. Hverju ertu veikust fyrir? Skærum litum, pönki og „freaky“ hlutum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Stüssy boli. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Flott prent og fallegir sumarkjólar. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumar- ið? Gyllta sandala og útúrflippuð bikiní. Uppáhaldsverslun? Centrum, Rokk og rósir, Spútnik og Kolaportið. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Allt of persónuleg spurning! Annars eyði ég einfaldlega allt of miklum peningi í föt. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Hermannastígvélin mín eru ómissandi, ég nota líka svörtu Acne gallabuxurnar fáránlega mikið. Þetta tvennt saman er algjört rugl fyrir mér. Uppáhaldsflík? Custo kjóllinn sem ég klæðist á myndinni. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? New York, New York, New York...! Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég keypti mér sítt bleikt pils úr glansandi hjólabuxnaefni og fullt af svoleiðis bolum líka, back in the 90´s. Fannst það voða kúl þá, en fæ vibbahroll niður bakið við tilhugsunina núna...oj bara. SMEKKURINN HILDUR HERMANNS Gylltir sandalar og útúrflippuð bikiní FLOTT Algjörlega æðislegt ökkla- stígvél með dásamlegu glingri. MÓTOR Ökklastíg- vél í mótor- hjólastígvél má finna í skódeildinni í Spúútnik. SUNDBOLUR Farðu í Spúútnik og fáðu þér öðruvísi sundbol en allir aðrir eiga. BOLUR Mikið úrval er af flottum bolum í Spúútnik. SPÚÚTNIK Nýja búðin verður opnuð í dag klukkan fimm með heljarinnar sumarpartíi. Sumargleði í Spúútnik HAFRÚN ALDA KARLSDÓTTIR Verslunarstjóri Spúútnik á Lauga- vegi. FRÉTTABLAÐ- IÐ/HEIÐA SUMAR Það er ekki langt í að hægt sé að spóka sig í svona sætu pilsi í miðbæ Reykjavíkur. Fékk það á tilfinninguna um daginn að ég pældi kannski of mikið í fötum, stíl og tísku. Þetta var þegar ég kom úr Spúútnik og fannst ég hafa fundið fjársjóð. Fékk mér meðal annars prjónapils og peysu, setti pilsið yfir peysuna, upp að brjóstum og fannst ég vera komin í „sixtís” prjónakjól. Var næstum komin út þegar pabbi sá mig og gól- aði: „Ertu í pilsi yfir peysuna??!!“ - „Haa já. Samt er ég eiginlega í kjól, sérðu það ekki?“ Systir mín flissaði. Áttaði mig á því að fólk sem hugsar ekkert um tísku sá alls ekkert flott við þetta „átfitt“ og það sá enginn „kjólinn“ nema ég. Spurði systur mína hvort henni fyndist þetta asnalegt og hún játaði og bætti við: „En þú klæðir þig hvort eð er alltaf svo furðulega.“ Þá áttaði ég mig á því. Ég er búin að skoða og pæla svo mikið í fötum að ég orðin ónæm fyrir skrítnum flíkum. Spurði eina tískupælara-vinkonu mína út í þetta seinna um daginn og hún kannaðist vel við vandamálið. Hún hafði lent í því sama, farið í grænar bómullarbuxur einn daginn, skræpóttan kjól, víðan jakka yfir það og stígvél við. Var svo ofsalega sátt við sig þangað til hún fór að taka eftir því hvað allir horfðu skringilega á hana. Ég held reyndar að þetta sé vandamál sem allir glíma við. Sá sem hefur áhuga á tölvuleikjum er löngu kominn yfir Mario Bros og í eitthvað tölvurugl sem enginn annar skilur. Tónlistaráhugamaðurinn fer smám saman yfir í gífurlega framúr- stefnulega tónlist þar sem hann er búinn að skoða allt annað. Ég er reyndar ekki það langt leidd í tískupælingum að ég sé alltaf klædd eins og Tumi Tískupælari því stundum er ég í afar venjulegu stuði og nenni ekki í neitt annað en hettupeysu og gallabuxur. Ég hef þó ákveð- ið að sætta mig við það að valda nokkrum augnagotum af og til þegar ég er í stuði til að vera „skringilega“ klædd. Að minnsta kosti get ég ekki hugsað mér að fara að ganga alltaf í eins fötum og allir aðrir enda er það martröð tískupælarans. Martröð tískupælarans > Tískusérfræðingar ...telja mjög mikilvægt að eiga fylgihluti með hlébarðamynstri í sumar. Enda klassískt mynstur sem fer aldrei úr tísku. HIPPALEGUR Dás- amlega hippalegur kjóll úr Spúútnik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.