Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 89
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 24 57 04 /2 00 6 Rollerblade eru komnir! Stækkanlegir línuskautar fyrir börn 9.990 kr. Dömu- og herralínuskautar frá 9.990 kr. Nýju línuskautarnir SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 FÓTBOLTI Barry Smith, 32 ára gam- all Skoti, kemur til Íslands í næstu viku og mun hann skrifa undir tveggja ára samning við bikar- meistara Vals. Ótthar Edvardsson, stjórnarmaður í Val, staðfesti við Fréttablaðið í gær að einungis ætti eftir að ganga frá nokkrum laus- um endum hvað varðar komu Smiths til Vals. „Þetta er einmitt maðurinn sem við vorum í leit að, hann styrkir liðið okkar til muna og verður dýr- mætur fyrir okkur í marga staði. Hann hefur mikla reynslu úr skosku úrvalsdeildinni sem hann getur miðlað til yngri leikmanna hjá félaginu,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, um Smith. Smith var á leið í sinn síðasta leik með Dundee þegar Frétta- blaðið freistaði þess að ná tali af honum í gær en hann baðst undan öllum viðtölum þar sem þessir dagar eru mjög tilfiningaþrungnir fyrir hann. Smith hefur spilað með Dundee í tíu ár og er goðsögn hjá félaginu en hann hefur tekið að sér þjálfun liðsins undanfarna mánuði eftir brotthvarf þjálfar- ans. Hann kom til Dundee frá Celt- ic. „Hann er sannur fyrirliði og leiðtogi innan sem utan vallar. Barry er frábær leikmaður og frá- bær persónuleiki sem hvaða lið væri heppið að hafa hjá sér. Það er skelfilegt að missa hann héðan en lífið heldur áfram,“ sagði Neill Scott, blaðamannafulltrúi Dundee, við Fréttablaðið í gær um Smith. Hann getur spilað alls staðar í vörninni sem og á miðjunni og verður góður liðsstyrkur fyrir Val í sumar. - hþh Valur semur við Barry Smith, fyrirliða Dundee í Skotlandi, til tveggja ára: Reynsluboltinn sem þurfti LEIÐTOGI Smith er lýst sem leiðtoga innan sem utan vallar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við 22 ára gamlan Dana að nafni Thomas Lundbye um að leika með liði sínu í Landsbankadeildinni í sumar. „Þetta er strákur sem hefur með sér góð meðmæli og getur leyst allar stöður framarlega á vellinum. Vonandi nær hann upp góðu samstarfi með Bo Henriksen fram á við,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, í gær. Félagið ætlar sér að fá annan danskan leikmann til sín fyrir átökin í sumar til að þétta miðju sína betur en ÍBV missti Ian Jeffs, einn sinn allra besta leikmann, frá sér nú á vordögum. Allt bendir nú til þess að miðjumaður Wigan, Jimmy Bullard, sé á förum til Heiðars Helgusonar og félaga í Fulham. Samningur Bullards við Wigan er með klásúlu sem gerir honum kleift að ræða við önnur félög hafi þau boðið ákveðna upphæð í hann og að sögn Pauls Jewell, stjóra Wigan, ákvað leikmaðurinn að nýta sér það ákvæði. „Hann er í viðræðum við Fulham og það lítur út fyrir að hann fari. Það er mikið áfall fyrir okkur,“ sagði Jewell en Bullard hefur verið í hópi bestu leikmanna liðsins í vetur. Umboðsmaður framherjans Robbie Fowler kveðst mjög bjartsýnn á að Liverpool bjóði honum samning fyrir næstu ár en núverandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fowler hefur spilað mjög vel að undanförnu og hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram. „Ég er mjög vongóður um að samningar náist. Hann elskar félagið og er að komast í mjög gott form,“ sagði umboðsmaðurinn George Scott. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, vill ekki gefa upp hvort Craig Bellamy, eftirsóttasti leikmaður liðsins, geti rætt við önnur lið ef tilboð berist í hann sem hljóði upp á meira en sex milljónir punda. „Ég vil ekki ræða um það hvort leik- menn mínir séu á förum. Bellamy skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning. Ég vil að hann verði hér þessi fjögur ár,“ er það eina sem Hughes vill segja. Shaquille O´Neal lék einn sinn versta leik á ferlinum þegar Miami steinlá fyrir Chicago á útivelli í þriðju viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslita- keppni NBA í fyrri- nótt, 109-90. Shaq skoraði aðeins átta stig, tapaði sjö boltum og var í villuvandræðum allan leikinn. Shaq hefur spilað 174 leiki í úrslitakeppninni á ferlinum og var þetta aðeins í annað sinn sem hann skorar undir 10 stigum. Miami leiðir einvígið 2-1. ÚR SPORTINU 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.