Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 6
6 6. maí 2006 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL „Þessum ungu bíl- stjórum sem leysa af hjá okkur er kennt það að undir engum kring- umstæðum megi þeir koma við farþega, alveg sama hverjar aðstæðurnar eru,“ segir Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri bifreiðastöðvarinnar Hreyfils-Bæjarleiða. „Þeir eiga að leita til lögreglu ef eitthvað óvenjulegt kemur upp,“ bætir hann við og segir að allir bílstjórar stöðvarinnar séu fullkomlega meðvitaðir um þetta. Fréttablaðið greindi frá því í gær að farþegi, Aldís Þorbjarnar- dóttir að nafni, hefði talið leigubíl- stjóra verið valdan að því að hún hefði tvíbrotnað á læri þegar hann hefði hrint sér. Hún hefði verið á leið inn til sín til að sækja greiðslu- kort til að greiða það sem vantað hefði upp á fargjaldið þegar hann hefði stjakað við sér með ofan- greindum afleiðingum. Sæmundur kveðst hafa rætt við viðkomandi bílstjóra. Þarna hefðu orðið mistök af hans hálfu og atvik af þessu tagi væru óþekkt í sögunni. „Vissulega á umrædd kona alla mína samúð og þetta er sorgar- saga,“ segir Sæmundur. Hann segir umræddan bílstjóra hafa verið í afleysingum hjá leyfishafa á stöðinni. Afleysingabílstjórinn sé miður sín eftir þetta atvik. - jss LEIGUBÍLAR Ákveðnar siðareglur gilda hjá leigubílstjórum. Framkvæmdastjóri Hreyfils-Bæjarleiða um siðareglur leigubílstjóra: Mega ekki snerta farþega KJÖRKASSINN Stendur íslenskt efnahagslíf traustum fótum? Já 45% Nei 55% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að flytja Árbæjarsafn út í Viðey? Segðu skoðun þína á visir.is ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������������������� ������������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � 2.600 KR. Í STÆÐI, 3.700 KR. Í STÚKU Miðasala á midi.is, í BT og í verslunum Skífunnar. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS IC E 3 2 5 5 8 0 5 /2 0 0 6 MUNDU MANCHESTERTÓNLEIKANA Í LAUGARDALSHÖLL 6. MAÍ FRÁ KL. 17:30–00:00 DÓMSMÁL Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, neitar því að hafa verið undir stýri þegar skemmtibátur hans, Harpa, steytti á Skarfa- skeri aðfaranótt 11. september í fyrra, með þeim afleiðingum að Friðrik Á. Hermannsson og sam- býliskona hans, Matthildur V. Harðardóttir, létust. Jónas er ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi. Hann er í ákæru sagður hafa stýrt báti sínum, undir áhrifum áfengis, á Skarfa- sker á Viðeyjarsundi með fyrr- greindum afleiðingum. Jónas og kona hans slösuðust mikið í slys- inu en sonur þeirra slapp lítið meiddur. Rannsóknardeild lögreglunn- ar í Reykjavík komst að þeirri niðurstöðu að Jónas hefði verið við stýri þegar slysið varð en áverkar sem hann hlaut á læri og úlnliðum eru í skýrslu lögreglu sagðir benda sterklega til þess að svo hafi verið. Þetta staðfesti rannsóknarlögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi í gær. Við aðalmeðferð málsins sagð- ist Jónas hafa „orðið við beiðni Friðriks um að leyfa Matthildi að stýra bátnum,“ en Jónas hafði stýrt bátnum fyrr í sjóferðinni, sem hófst í bryggjuhverfinu við Grafarvog. Jónas sagðist hafa drukkið lítilræði af hvítvíni og gini í sjó- ferðinni. Tveimur og hálfum tíma eftir slysið var tekið blóðsýni úr honum og mældist hann þá með 1,07 prómill af áfengi í blóðinu. Til samanburðar er ólöglegt að aka bifreið ef meira en 0,5 pró- mill af áfengi mælist í blóðinu. Slysið varð rétt eftir hálftvö aðfaranótt 12. september. Slæmt veður var á Viðeyjarsundi þegar slysið varð auk þess sem skyggni var lítið. Björgunaraðgerð lög- reglu og björgunarsveita var viðamikil á vettvangi en samtals voru um fimmtán kafarar að störfum þegar mest var. Kona Jónasar bar við minnis- leysi eftir að siglt hafði verið út úr bryggjuhverfinu en staðfesti að Jónas hefði verið undir stýri í upphafi siglingarinnar. Braut hún tíu rif í slysinu auk þess sem annað lunga hennar féll saman. Bæklunarlæknir sem bar vitni fyrir dómi í gær sagði líklegt að Jónas hefði fengið högg á utan- vert lærið en við það tvílærbrotn- aði hann. Læknirinn sagði „ekki víst að hann hefði hlotið áverk- ana þegar hann sat við stýrið“. Samtals fara tveir synir Matt- hildar fram á tíu milljónir króna í bætur, auk einnar milljónar vegna útfararkostnaðar. Foreldr- ar hennar fara fram á liðlega sex milljónir króna í bætur. Hæstu kröfuna um bætur gerir sonur Friðriks en hún nemur samtals um 12,3 milljón- um króna. magnush@frettabladid.is Neitar að hafa stýrt skemmtibátnum Jónas Garðarsson segist ekki hafa verið við stýri þegar skemmtibátur hans fórst á Viðeyjarsundi í fyrra. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann hef- ur játað að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar bátur hans steytti á skeri. JÓNAS Í HÉRAÐSDÓMI Jónas sést hér ásamt verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni. Jónas sagðist fyrir dómi ekki muna hvernig atburðarásin var þegar slysið varð í september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁVARÚTVEGUR Rannsóknarmenn frá Hafrannsóknastofnuninni fundu skipsflak í minni Arnar- fjarðar fyrir skemmstu og er talið líklegt að það sé af seglskútunni Gyðu sem sökk með átta manna áhöfn árið 1910. „Við vorum í veiðarfæraleið- angri að prófa nýjan myndavéla- búnað okkar til að rannsaka troll þegar við allt í einu rekumst á flakið,“ segir Haraldur Einars- son, leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni. Haraldur segir að flakið sé á svipuðum stað og mastur skút- unnar hafi fundist en það kom í troll hjá rækjubátnum Frigg árið 1953. Gyða var í eigu Péturs Thor- steinssonar sem var athafnamað- ur á Bíldudal en þegar veldi hans var sem mest voru um 20 fiski- skip í hans eigu. Haraldur segir að flakið sé á 55 metra dýpi og að lega þess sé þannig að vörpur fari auðveldlega yfir það og hugsanlega sé það ástæðan fyrir því að það hafi ekki fundist fyrr. Það var einnig til þess að engar skemmdir urðu á trollinu sem verið var að rannsaka en það fór yfir flakið. Hins vegar segir Haraldur að það hafi verið einskær heppni að neðansjávar- myndavélin skyldi hafa verið beint yfir stefninu á sama augnabliki og farið var yfir flakið. - jse Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fundu skipsflak í mynni Arnarfjarðar: Talið vera af skútunni Gyðu SKIPSFLAKIÐ Mynd af flakinu úr neðansjáv- armyndavél. HARALDUR EINARSSON LEIÐANGURSSTJÓRI Neðansjávarmyndavél var slakað niður í Arnarfirði. Það var mikil heppni að mynda- vélin skyldi fara beint yfir flakið. SÓMALÍA Sextán ára gamall sómalskur unglingspiltur tók nýverið morðingja föður síns af lífi í opinberri aftöku sem íslamsk- ur réttur hafði fyrirskipað, sam- kvæmt frétt breska ríkisútvarps- ins, BBC. Drengurinn stakk morðingjann til bana með nokkrum hnífstung- um í háls hans og höfuð. Dómstólar þessir hafa komið eins konar ró á í Mógadisjú, höfuð- borg landsins, þótt þeir séu mjög umdeildir. Samkvæmt íslömskum lögum ber að refsa morðingjum með því að taka þá af lífi opinber- lega, en þetta er í fyrsta sinn í ára- tug sem það er gert. - smk Óhugguleg aftaka: Drengur tekur morðingja af lífi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.