Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 31
Þessum er spáð áfram Helstu keppinautar Silvíu 18. maí LAUGARDAGUR 6. maí 2006 31 6. TYRKLAND Margir hefðu haldið að lag Sibel Tüzün, Superstar, væri ekki stór hindrun í undan- keppninni, en því er spáð inn í aðalkeppnina af áhugamönnum á síðunni Esctoday.com. Sibel gaf út fyrsta geisladisk sinn árið 1998. Hún stofnaði eigin útgáfu og fyrir þremur árum samdi hún tíu lög og gaf út á disk. Sá þriðji kom út 2004, en eftir útgáfuna gaf hún sér tíma til að vera með nýfæddri dóttur sinni, Elaya. Fjórða platan kom út nú í sept- ember. 7. EISTLAND Í annað sinn senda Eistlendingar Svía til leiks í Eurovision. Stúlkan er 23 ára og heitir Sandra. Eistlendingar senda hins vegar í þriðja sinn lagahöf- undana Pearu Paulus, Ilmar Laisaar, Alar Kotkas. Þeir lentu í fjórða sæti árið 2000 og 3.-4. sæti árið 2002. 8. ARMENÍA Andre verður fyrsti armenski flytjandinn í Eurov- ision. Hann hefur í tvígang verið valinn vinsælasti popptónlistar- maðurinn í Armeníu, bæði árið 2004 og 2005, og hlotið þann heiður á armensku tón- listarverð- laununum. Hann ætlar að reyna að koma sér á fram- færi með þátt- tökunni í Eurovision, en hann var valinn til keppninar af sex- tíu manna dómnefnd. 9. MAKEDÓNÍA Elena Risteska samdi sjálf lagið Ninanajna, sem er framlag Makedóníu. Elena er tvítug. Hún stundar háskólanám í ítölsku og bók- menntum. Fyrir fjórum árum vann hún stjörnuleitarkeppni í heima- landi sínu, eins og svo margir keppendur í Eurovision, og fékk þá plötusamning. Ári síðar gaf hún út plötuna Den i Nok, sem þýðir Dagur og nótt, og náði miklum vinsældum. 10. FINNLAND Finnum er nú spáð upp úr forkeppninni með laginu sínu Hard Rock Hallelujah. Hljómsveitin Lordi varð þekkt í Finnlandi fyrir fjórum árum þegar hún gaf út plötuna Get Heavy. Hún hefur átt tvö topp- lög og platan „The Monster Show“ hefur verið gefin út í meira en tuttugu löndum. Silvía er fulltrúi Íslendinga í Euro- vision. Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son keppir hins vegar um sigurinn. „Eurovision er lagakeppni. Lagahöfundurinn fer því út að keppa,“ segir Þorvaldur og hlær. Hann segir þó að hann geri sér fulla grein fyrir því að keppnin mæði á Silvíu: „Mínu hlutverki er í raun lokið hvað varðar að semja lagið og koma því frá mér í því formi sem ég vil.“ Þorvaldur fer ásamt íslenska hópnum út til Aþenu um miðja næstu viku. Hans helsta hlutverk verður að fylgjast með æfingum úti og sjá til þess að lagið hljómi sem best: „Það verður að verja bak- landið, því ef hljómurinn er ekki réttur fer allt í steik.“ Strax eftir sigurinn hér heima hófst Þorvaldur handa við að útsetja lagið fyrir lokakeppnina. Söngur Silvíu og bakraddir voru meðal ann- ars aftur tekin upp; á ensku. Þor- valdur segir breytingarnar á laginu auðheyrðar, því þær séu töluvert miklar: „Áferðin á laginu er miklu poppaðari. Silvía syngur meira í svokölluðum kitsch-stíl, sem þýðir að hún er meira í Cindy Lauper-fíl- ingnum en minna í Britney Spears.“ Hann er ánægður með lagið: „Það er eins og það á að hljóma með henni.“ Þorvaldur segir að hann hafi samið lagið með Eurovision-keppn- ina í huga. Hann viðurkennir þó að vera pínulítið brenndur eftir síðustu keppni, þar sem lagið hans If I Had Your Love í flutningi Selmu komst ekki upp úr undankeppninni: „En eins og ég hef margoft sagt er lítið hægt að spá í úrslitin. Í fyrra var okkur spáð sigri í öllum engilsax- neskum veðbönkum, en annað kom á daginn. Þegar við fórum út með All Out of Luck árið 1999 þurftum við að fá 140 stig til að komast áfram. Við fórum ekki út með nein- ar væntingar en lentum í öðru sæti.“ - gag Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í rauninni sá sem keppir í Eurovision: Söngstíll Silvíu meiri Lauper en Spears FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.