Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 52
Sennilega hefur það ekki farið framhjá þeim sem átt hafa leið um Holtagarðana að sumarvörurnar eru komnar í IKEA. Mest ber þar á sumarhúsgögnun, enda virð- ist úrvalið af þeim fara vaxandi með hverju árinu. Viðarhúsgögn af öllum stærðum og gerðum eru þar í broddi fylkingar. Mikið er til af stólum, bekkjum, sólbekkjum og borðum sem henta vel í garðinn eða á svalirnar. Húsgögnin eru meðal annars smíðuð úr akasíuviði, sem er harður og endingargóður viður og hentar mjög vel til notkunar utan- húss. Auk húsgagnanna er heilmik- ið af skemmtilegri smávöru eins og flugnaspöðum, óróum, kertastjök- um, luktum og fleiru. Sérstaklega ber að minnast á hengirúmin sem eru hluti af sumarvörunum í ár, en þau eru framleidd í nokkrum litum og ættu aldeilis að hressa upp á garðinn, eða jafnvel leti- herbergi heimilis- ins. Sumarið er komið Sumarvörurnar eru komnar í IKEA og er þar mikið af húsgögnum og ýmiss konar smávöru. STORÖN-stóll úr elri. Hægt er að stilla bakið á fimm vegu eftir þörf- um. Verð kr. 9.900. TULLERÖ-sett úr gegnheilum akasíuviði, olíuborið. Verð 16.900 kr. VÄSMAN-stóll sem er til í fjórum litum og er eftir hönnuðinn Niels Gammelgaard, 1.990 kr. ÄPPLARÖ-sólbeddi úr gegnheilum akasíuviði á 9.900 kr, með BRÄMÖN á 2.490 kr. og GRENÖ, keilulaga púða á 1.490 kr. ÄPPLARÖ-borð úr gegnheilum akas- íuviði. Stækkan- legt með tveimur fellanlegum plötum á hvorri hlið. Sæti fyrir 4-10 við borðið. Verð 13.900 kr. Hönnuðir: K. Hagberg/M. Hagberg. LAXÖN- bekkur úr gegn- heilli furu, 200x39 cm, á 8.990 kr. Ólafur Egill Egilsson leikari hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann er að leika í Pétri Gaut í leikstjórn Baltasars Kormáks í Þjóðleikshús- inu, sem fengið hefur frábærar við- tökur, og í Hundrað ára húsi eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Haf- liða Arngrímssonar, sem sýnt er í Nauthólsvíkinni. Svo æfir hann af fullum krafti í Þjóðleikhúsinu fyrir Fagnað eftir Harold Pinter í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Þegar mikið er að gera í vinn- unni er nauðsynlegt að hafa gott athvarf þar sem maður getur slakað á. Heima hjá Ólafi eru nokkur slík athvörf, þar sem leikarinn lætur þreytuna líða úr sér og sækir inn- blástur fyrir þau ólíku verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Góð athvörf eru nauðsynleg fyrir vinnuþjarka Innlit hjá Ólafi Agli Egilssyni leikara Þegar mikið er að gera er gott að eiga góðan stól. Ólafi finnst þægilegt að halla sér út af í Lazy Boy stól, sem hann fékk í gjöf frá ömmu sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Gjöfina fékk hann með þeim mögnuðu orðum að í stólnum myndi hann hugsa upp og vítt og komast í tengsl við himinhvolfin. Ísskápurinn á heimilinu er í miklu uppá- haldi hjá Ólafi, en hann leitar gjarnan í hann á næturna. Ólafur segir að afi hans hafi haft svipaðan hátt á og gjarnan vaknað á nóttinni til að fá sér undanrennu, matarkex og sykur. Ólafur segir þetta sýna að næturbröltið gangi augljóslega í erfðir. FRETTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.