Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 66
6. maí 2006 LAUGARDAGUR34
Endurbygging Berlínar er ansi mögnuð. Nokkur ár á milli heimsókna og nýjar
byggingar hafa skotið upp kollin-
um og engar tvær eins. Hér bland-
ast saman ljótar kommablokkir,
amerísk háhýsi og nútímaleg gler-
hýsi. Allt á litlum svæðum. Reynd-
ar hefur kappið við endurreisnina
reynt á buddu borgarinnar og það
skýrir að hluta til hversu ódýrt er
að búa hér. En borgin er vinsæl
um þessar mundir og brátt hefja
bæði Iceland Express og Ice-
landair flug þangað.
Potzdamer platz er nýbyggði
hluti borgarinnar og sá hæsti. Hér
fá vegfarendur það á tilfinning-
una að þeir séu hluti af teiknifor-
riti á arkitektastofu enda er ekk-
ert gamalt hér að sjá og allt úr
takti við það sem maður á að venj-
ast, nema kannski í sumum borg-
um vestanhafs. Að ganga niður
Karl-Marx-Allee er sérstök upp-
lifun og tilvalið að taka lestina
þangað frá Potsdamer Platz og fá
öfgarnar beint í æð. Napurlegar
íbúðarblokkir standa hér við risa-
breiðgötu og erfitt að ímynda sér
að nokkur hafi sjálfviljugur valið
sér búsetu í þessu hverfi. Reyndar
er spennandi að sjá hvernig tím-
inn mun taka á Potsdamer Platz.
Öllu notalegra er hinum megin við
Alexanderplatz, nánar tiltekið við
Alte Schönhauser Strasse. Þar
blómstrar nefnilega mannlífið.
Fjölda lítilla verslana er þar að
finna innan um skemmtilega veit-
ingastaði og bari. Síðar hafa svo
erlendir tískusalar tryggt sér
pláss í götunni. Þeir sem vilja
dansa í kringum gullkálfinn finna
eflaust skemmtilegri takt til þess
hér en í risabúðunum við Kurfürs-
tendamm. Eða kannski ekki.
En borgin er stór og fjölbreytt
og því er um að gera að gefa sér
tíma í að rölta um hverfin. Til
dæmis er ljúft að setjast niður á
einu af hinum óteljandi kaffihús-
um á Bergmannstrasse í Kreuz-
berg-hverfinu eða virða fyrir sér
nágrennið við Kollwitzer Platz í
Prenzlauer Berg, sem þykir víst
fínasta fínt um þessar mundir.
Ógerningur er að ætla sér að
gera söfnum borgarinnar góð skil á
fáum dögum. Hér er næstum allt í
boði og mörg klassíkin til sýnis.
Sögunni eru líka gerð skil og það er
lágmarkskrafa til þeirra sem eru í
sinni fyrstu heimsókn í borginni að
kíkja við á Checkpoint Charlie.
Þegar rölt er um borgina vakna
margar spurningar og því er þjóð-
ráð að kynna sér sögu Berlínar
áður en lagt er í hann. Það mun án
efa auka á upplifunina. ■
Berlín er
borgin
Maður þarf ekki að vera múraður til að njóta
lífsins í Berlín. Hér er ódýrt að borða, gista og
versla og borgin iðar af lífi, enda eru sennilega
hvergi jafn margir listamenn á ferkílómetra og í
höfuðborg Þýskalands um þessar mundir. Kristján
Sigurjónsson tók stöðuna á borginni.
BRANDENBORGARHLIÐIÐ Hið tilkomumikla kennileiti Berlínar var lýst upp í þýsku fánalitunum í janúar síðastliðnum í tilefni grænu vikunnar sem haldin var þá. NORDICPHOTOS/AFP
Kampavín hússins
103 bar er skemmtilega
staðsettur á horni Kastanien-
allé og Zionkircheplatz. Hér
er ekkert sjálfsagðara en að
skála í kampavíni dægrin löng
og sennilega vita fastagestirnir
meira um Dietrich en Becken-
bauer. Mælt er með morgun-
matnum og hér er líka nóg af
tímaritum fyrir lesþyrsta.
Ekkert Coca-cola
Barinn við Karl-Marx-Allee 36 selur ekki vörur heims-
þekktra framleiðenda. Hér fá gestirnir því Afri-Cola út í
rommið sitt. Staðurinn er beint á móti hinu fræga Kino
International. Gestirnir geta því virt þá byggingu fyrir sér
úr salnum enda ná gluggarnir frá gólfi og alveg upp í loft.
Staðurinn er opnaður klukkan sex á daginn og fjörið er
mest í kringum miðnætti. Ef að þér læðist hungur er létta
rétti að finna á barnum.
Framúrstefnuhótel
Ef þú leggur meira upp úr
skringilegheitum en þæg-
indum er hótelið Propeller
Island Lodge málið. Hér
eru engin tvö herbergi
eins og hvert innréttað
í takt við ákveðið þema;
spegla, kjúklinga, liti og í
einu er allt á hvolfi. Lista-
maðurinn sem á og hannaði hótelið samdi líka sérstaka
tónlist fyrir herbergin og geta gestirnir hlustað á alls kyns
hljóð og óhljóð sem passa við stemninguna. Þetta er því
fín tilbreyting frá hinu staðlaða hótelherbergi.
Propeller Island er við Albrecht Achilles Strasse 58 í Char-
lottenborg.
Hótel í
hringamiðjunni
Lux er ekki bara
sápa heldur fínt og
að sjálfsögðu hreint
hótel mitt í Mitte. Ekki
svo dýrt ef miðað
er við smartheitin
og staðsetningu.
Hótelið hefur hlotið
hrós ferðatímarita
og óhætt að mæla
með því.
Holly
Sumir vita ekkert verra en að rekast á fólk úti á götu í
alveg eins fötum. Líkurnar á að þetta gerist eru næstum
engar ef þú verslar í búð eins og Holly. Fötin eru svolítið
í anda stríðsáranna og eldrauður varalitur nauðsynlegur
fylgihlutur við kvenfötin. Karlarnir geta líka fengið sitt hér.
Þótt þú hafir ekki áhuga á fötunum er það þess virði að
kíkja inn enda hefur mikið verið lagt í innréttingar og útlit
búðarinnar.
Samgöngur
Það tekur tíma að ferðast um stórborg eins og Berlín þó að
almenningssamgöngur séu mjög góðar. Bestu kaupin sem
ferðamenn gera eru dagspassar sem gilda í allar lestar,
strætó og sporvagna og kosta 5 evrur og 80 sent. Ekki galið
að finna sér hótel í nálægð við S-Bahn enda keyra þær
lestar títt.
Lítur vel út
Það er fínt að hafa yfirsýn yfir
hlutina og í Berlín er það mjög
auðvelt, enda teygir sjónvarps-
turninn við Alexanderplatz sig 368
metra upp í loft og útsýnispall-
urinn er opinn fyrir ferðamenn
langt fram á kvöld. Útsýnið úr
glerhýsinu ofan á þinghúsinu er
einnig eins og best verður á kosið.
Reikna má þó með biðröðum við
báða þessa útsýnisstaði.
Ástargangan og heimsmeistaramótið
Berlín er vettvangur tveggja stórviðburða í sumar. Heims-
meistaramótið í knattspyrnu fer fram í landinu og verður
úrslitaleikurinn leikinn í Berlín hinn 9. júlí. Síðan munu
tugir þúsunda ganga um götur borgarinnar vopnaðir flaut-
um og danstónlist hinn 15. júlí í hinni árlegu og annáluðu
ástargöngu (Love Parade). Vissara að hafa þetta í huga
þegar ferð til borgarinnar er skipulögð.
GÓÐIR ÁNINGARSTAÐIR
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
IM
A
G
ES