Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 66
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR34 Endurbygging Berlínar er ansi mögnuð. Nokkur ár á milli heimsókna og nýjar byggingar hafa skotið upp kollin- um og engar tvær eins. Hér bland- ast saman ljótar kommablokkir, amerísk háhýsi og nútímaleg gler- hýsi. Allt á litlum svæðum. Reynd- ar hefur kappið við endurreisnina reynt á buddu borgarinnar og það skýrir að hluta til hversu ódýrt er að búa hér. En borgin er vinsæl um þessar mundir og brátt hefja bæði Iceland Express og Ice- landair flug þangað. Potzdamer platz er nýbyggði hluti borgarinnar og sá hæsti. Hér fá vegfarendur það á tilfinning- una að þeir séu hluti af teiknifor- riti á arkitektastofu enda er ekk- ert gamalt hér að sjá og allt úr takti við það sem maður á að venj- ast, nema kannski í sumum borg- um vestanhafs. Að ganga niður Karl-Marx-Allee er sérstök upp- lifun og tilvalið að taka lestina þangað frá Potsdamer Platz og fá öfgarnar beint í æð. Napurlegar íbúðarblokkir standa hér við risa- breiðgötu og erfitt að ímynda sér að nokkur hafi sjálfviljugur valið sér búsetu í þessu hverfi. Reyndar er spennandi að sjá hvernig tím- inn mun taka á Potsdamer Platz. Öllu notalegra er hinum megin við Alexanderplatz, nánar tiltekið við Alte Schönhauser Strasse. Þar blómstrar nefnilega mannlífið. Fjölda lítilla verslana er þar að finna innan um skemmtilega veit- ingastaði og bari. Síðar hafa svo erlendir tískusalar tryggt sér pláss í götunni. Þeir sem vilja dansa í kringum gullkálfinn finna eflaust skemmtilegri takt til þess hér en í risabúðunum við Kurfürs- tendamm. Eða kannski ekki. En borgin er stór og fjölbreytt og því er um að gera að gefa sér tíma í að rölta um hverfin. Til dæmis er ljúft að setjast niður á einu af hinum óteljandi kaffihús- um á Bergmannstrasse í Kreuz- berg-hverfinu eða virða fyrir sér nágrennið við Kollwitzer Platz í Prenzlauer Berg, sem þykir víst fínasta fínt um þessar mundir. Ógerningur er að ætla sér að gera söfnum borgarinnar góð skil á fáum dögum. Hér er næstum allt í boði og mörg klassíkin til sýnis. Sögunni eru líka gerð skil og það er lágmarkskrafa til þeirra sem eru í sinni fyrstu heimsókn í borginni að kíkja við á Checkpoint Charlie. Þegar rölt er um borgina vakna margar spurningar og því er þjóð- ráð að kynna sér sögu Berlínar áður en lagt er í hann. Það mun án efa auka á upplifunina. ■ Berlín er borgin Maður þarf ekki að vera múraður til að njóta lífsins í Berlín. Hér er ódýrt að borða, gista og versla og borgin iðar af lífi, enda eru sennilega hvergi jafn margir listamenn á ferkílómetra og í höfuðborg Þýskalands um þessar mundir. Kristján Sigurjónsson tók stöðuna á borginni. BRANDENBORGARHLIÐIÐ Hið tilkomumikla kennileiti Berlínar var lýst upp í þýsku fánalitunum í janúar síðastliðnum í tilefni grænu vikunnar sem haldin var þá. NORDICPHOTOS/AFP Kampavín hússins 103 bar er skemmtilega staðsettur á horni Kastanien- allé og Zionkircheplatz. Hér er ekkert sjálfsagðara en að skála í kampavíni dægrin löng og sennilega vita fastagestirnir meira um Dietrich en Becken- bauer. Mælt er með morgun- matnum og hér er líka nóg af tímaritum fyrir lesþyrsta. Ekkert Coca-cola Barinn við Karl-Marx-Allee 36 selur ekki vörur heims- þekktra framleiðenda. Hér fá gestirnir því Afri-Cola út í rommið sitt. Staðurinn er beint á móti hinu fræga Kino International. Gestirnir geta því virt þá byggingu fyrir sér úr salnum enda ná gluggarnir frá gólfi og alveg upp í loft. Staðurinn er opnaður klukkan sex á daginn og fjörið er mest í kringum miðnætti. Ef að þér læðist hungur er létta rétti að finna á barnum. Framúrstefnuhótel Ef þú leggur meira upp úr skringilegheitum en þæg- indum er hótelið Propeller Island Lodge málið. Hér eru engin tvö herbergi eins og hvert innréttað í takt við ákveðið þema; spegla, kjúklinga, liti og í einu er allt á hvolfi. Lista- maðurinn sem á og hannaði hótelið samdi líka sérstaka tónlist fyrir herbergin og geta gestirnir hlustað á alls kyns hljóð og óhljóð sem passa við stemninguna. Þetta er því fín tilbreyting frá hinu staðlaða hótelherbergi. Propeller Island er við Albrecht Achilles Strasse 58 í Char- lottenborg. Hótel í hringamiðjunni Lux er ekki bara sápa heldur fínt og að sjálfsögðu hreint hótel mitt í Mitte. Ekki svo dýrt ef miðað er við smartheitin og staðsetningu. Hótelið hefur hlotið hrós ferðatímarita og óhætt að mæla með því. Holly Sumir vita ekkert verra en að rekast á fólk úti á götu í alveg eins fötum. Líkurnar á að þetta gerist eru næstum engar ef þú verslar í búð eins og Holly. Fötin eru svolítið í anda stríðsáranna og eldrauður varalitur nauðsynlegur fylgihlutur við kvenfötin. Karlarnir geta líka fengið sitt hér. Þótt þú hafir ekki áhuga á fötunum er það þess virði að kíkja inn enda hefur mikið verið lagt í innréttingar og útlit búðarinnar. Samgöngur Það tekur tíma að ferðast um stórborg eins og Berlín þó að almenningssamgöngur séu mjög góðar. Bestu kaupin sem ferðamenn gera eru dagspassar sem gilda í allar lestar, strætó og sporvagna og kosta 5 evrur og 80 sent. Ekki galið að finna sér hótel í nálægð við S-Bahn enda keyra þær lestar títt. Lítur vel út Það er fínt að hafa yfirsýn yfir hlutina og í Berlín er það mjög auðvelt, enda teygir sjónvarps- turninn við Alexanderplatz sig 368 metra upp í loft og útsýnispall- urinn er opinn fyrir ferðamenn langt fram á kvöld. Útsýnið úr glerhýsinu ofan á þinghúsinu er einnig eins og best verður á kosið. Reikna má þó með biðröðum við báða þessa útsýnisstaði. Ástargangan og heimsmeistaramótið Berlín er vettvangur tveggja stórviðburða í sumar. Heims- meistaramótið í knattspyrnu fer fram í landinu og verður úrslitaleikurinn leikinn í Berlín hinn 9. júlí. Síðan munu tugir þúsunda ganga um götur borgarinnar vopnaðir flaut- um og danstónlist hinn 15. júlí í hinni árlegu og annáluðu ástargöngu (Love Parade). Vissara að hafa þetta í huga þegar ferð til borgarinnar er skipulögð. GÓÐIR ÁNINGARSTAÐIR N O R D IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.