Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 72
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR40 � �� �� ��� � �� �� �� �� �� �� � � � �� �� �� ��� � ����������������������������������������������� Þ að er sama hvernig viðrar, svo lengi sem ekki er hált bregður Friðgeir Axfjörð, tæknistjóri á RÚV, sér á bak á hjól- inu sínu, Honda Shadow 1100. „Ég er með hjólið á heilsárstryggingu og er lítið fyrir að standa í ein- hverri bónkeppni eins og sumir og vil frekar nota hjólið eins mikið og ég get,“ segir Friðgeir, sem segir það afar hressandi að bruna frá heimili sínu í Hafnarfirði og upp á RÚV á morgnana. „Maður kemur ferskur, frjór og stundum blautur til vinnu.“ Friðgeir, sem er 47 ára, fékk mótorhjóladelluna sem ungl- ingur á Húsavík og man vel þá tíð þegar menn voru í skíðagöllum á hjólunum. „Fram á áttunda áratug- inn var ekkert framboð af mótor- hjólafatnaði á landinu enda var manni alltaf skítkalt,“ segir Frið- geir, sem hefur ekki átt mörg hjól um dagana. Hans fyrsta hjól var Kawasaki 350 en síðan þá hefur hann átt um tíu hjól. „Hjólið er vinur manns og það er kannski þess vegna sem maður skiptir sjaldan. Það má líka líkja hjólum við konur, núverandi er alltaf draumakonan,“ segir Friðgeir, sem er sáttur við hinn kolsvarta og krómaða fák sinn. Í sumar hyggur hann á sína fyrstu hringferð í kringum landið á hjólinu. Að sögn Friðgeirs hefur ímynd mótorhjólamanna verið að breyt- ast á undanförnum árum og hún er að verða mýkri og vingjarnlegri. „Það er vegna þess að meira af fullorðnu fólki er komið í sportið. Þetta er fólk sem á allt, hús, jeppa og fjölskyldu, en kaupir sér svo mótorhjól til að bóna og keyra um á sunnudögum þegar sólin skín. Þetta eru náttúrlega ekki raun- verulegir mótorhjólamenn en það er þó betra að fá þá í sportið held- ur en enga. Ég vil auðvitað bara sjá sem flesta á mótorhjólum.“ Með alvöru mótorhjóladellu Arnar Snær Rafnsson, bakari hjá Café Konditori Copenhagen, hefur verið með dellu fyrir öllu sem lyktar af bensíni síðan hann var smápolli. „Ætli ég hafi ekki fyrst tekið í hjá bróður mínum þegar ég var átta ára en þá bjó ég á Dalvík,“ segir Arnar Snær. Ekki minnkaði mótorhjólaáhuginn við það að flytja til Danmerkur en þar tók hann mótorhjólaprófið átján ára gamall. Hans fyrsta hjól var enduro-hjól, Yamaha Dt 175, en í dag keyrir hann um göturnar á Mv Agusta 1000. „Þetta er ítölsk fram- Vorboðinn hrjúfi Þegar mótorhjólin vakna af vetrardvala og fara að sjást á götum borgarinn- ar er það augljóst merki þess að sumar sé í nánd. Drunurnar þeirra eru eins ómissandi og suðið í húsflugunni, kvakið í lóunni og lambakjötslykt úr grillun- um. Snæfríður Ingadóttir ræddi við nokkra riddara götunnar sem taka hækk- andi sól fagnandi á háværum fákum. HRESSANDI RÚNTUR Friðgeir kemur ferskur, frjór og stund- um blautur til vinnu á RÚV en hann keyrir hjólið sama hvernig viðrar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GAMALL DRAUMUR ,,Ég held að innst inni langi alla í mótorhjól,“ segir Ari, sem gaf sjálfum sér mótorhjólaprófið í þrítugsafmælisgjöf. Hann segir að ef bensínlítrinn fari upp í 150 kr. setjist hann glaður á hjólið, sem eyðir miklu minna en bíll. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR leiðsla og það eru einungis þrjú hjól af þessarri tegund á landinu en engin þeirra eru þó eins. Hjólið er kraftmesta 1000 kúbika götu- hjólið á markaðnum í dag en það er einungs framleitt í 300 eintök- um. Ef við líkjum þessu við bíl þá er þetta eins og að keyra á Ferr- ari,“ segir Arnar Snær, sem á reyndar þrjú önnur hjól. „Já ég er með alvöru dellu,“ viðurkennir Arnar Snær, sem er 26 ára gamall. Plön sumarsins fela ekki í sér lengri ferðalög á fáknum enda segir Arnar Snær að það sé alltaf rigning og rok á Íslandi og ekki spennandi veður til ferðalaga, hann ætli hins vegar að einbeita sér að mótorkrossinu í sumar. Þegar Arnar bjó í Danmörku fór hann hins vegar oft í lengri ferðir, til dæmis niður til Þýskalands, enda gaman að gefa í á þýskum hraðbrautum. „Hér heima finnst mér gaman að keyra Hvalfjörðinn. Þar er lítil umferð og nóg af beygj- um, hæðum og hólum.“ Þrítugsafmælisgjöf á tveimur hjólum „Ég verð þrítugur í sumar og gaf mér mótorhjólaprófið í afmælis- gjöf,“ segir Ari Steinarsson, trommuleikari í hljómsveitinni Kung Fu, sem lét gamlan draum um mótorhjólapróf rætast fyrir tæpu ári síðan. Konan hans bætti um betur og gaf honum Yamaha Virago 525 hjól í vetur og á því hefur Ari undanfarið þeyst um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.