Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 73
KÚBUÆVINTÝRI TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAVANA
Rússneska rullan
Hér á heimilinu er fornfáleg
rússnesk rulla sem á að heita
þvottavél. Hennar helsta mark-
mið í lífinu virðist ekki vera að
þvo, heldur að flækja fötin manns
rækilega saman og teygja þau
vel í leiðinni. Hér á Kúbu er
mögnuð búrókrasía. Kerfið hér
virðist vera til þess hannað að
gera mann geðveikan. Nú er ég
nýverið búin að fá kúbönsku skil-
ríkin mín aftur. Það tók mig ekki
nema tvo mánuði að endurnýja
þau í þetta skiptið. Fyrst er að
fara með háskólapappírana og
láta undirita þá hér og þar og
síðan uppí útlendingastofnun þar
sem maður bíður klukkutímum
saman til að láta taka af sér
fingrafar. Eftir mánaðarbið og
engin svör er mér tilkynnt að það
vanti passamynd. Það er mér
hulin ráðgáta hvað þau gerðu við
hinar þrjár sem ég lét þau hafa.
Núna átti þetta hinsvegar ekki að
taka nema örfáa daga, það eina
sem þurfti að gera var að plasta
kortið. Kemur þá ekki í ljós að
plöstunarvélin var biluð! Eftir
tæpa tvo mánuði var ég orðin svo
örvæntingarfull að ég tók ráði
kúbanskra vina minna og ákvað
að reyna að múta konunni sem
sér um málið. Ég æfði mig heima,
verandi óreyndur íslenskur kjáni,
en engu að síður klúðraði ég mál-
unum. Hvenær hefur maður
nokkurn tímann reynt að múta
einhverjum? Þegar ég var komin
inná skrifstofuna með romm-
flöskuna í töskunni byrjaði ég á
að roðna öll og svitna. Þvínæst
tafsaði ég einsog bjáni hvort
þetta væri nokkuð tilbúið og
hrökklaðist síðan öfug út án þess
svo mikið að taka flöskuna upp.
Það eina jákvæða sem útúr þessu
mútunarmáli kom var að ég gat
þó drekkt skilríkjasorgum mínum
það kvöldið með rommflöskunni
góðu. Þegar ég fékk loksins skil-
ríkin í hendurnar bjóst ég allteins
við að þau yrðu útþvæld, blaut og
teygð. Því á endanum virkar kerf-
ið hérna einsog rússneska rullan,
það gerir ekkert nema flækja
málin og teygja lopann.
RÚSSNESKA ÞVOTTAVÉLIN Hönnuð til að
flækja saman fötum.
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 41
www.mpm.is
Nýr og spennandi kostur fyrir þá sem hafa
áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi.
TVEGGJA ÁRA NÁM SAMHLIÐA STARFI
MEÐAL NÁMSEFNIS Á 1. ÁRI
• BA/BS/B.ed. eða sambærilegt.
• Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu.
• Reynsla við verkefnavinnu æskileg.
Þ Á T T T Ö K U S K I L Y R Ð I :
Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði
alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).
MEÐAL NÁMSEFNIS Á 2. ÁRI
• Ferli og ferlisvæðing
• Hópurinn og hópdýnamík
• Stjórnandinn og skipulag
• Fjármál verkefna
• Fjölþjóðleg verkefni
• Stefnumótun
• Áætlanagerð
• Leiðtoginn og sjálfið
• Samningar og deilur
• Upplýsingatækni
UMSÓKNARFRESTUR
Rennur út 15. maí
götur borgarinnar. „Tíðin er orðin
svo góð að það hefur vel verið
hægt að vera á því í vetur.“ Ari
segist alltaf hafa verið mikill bíla-
kall, hann hafi verið að skellinaðr-
ast sem unglingur og þegar vél-
sleðinn bræddi úr sér í vetur hafi
legið beint við að fara á hjólið.
„Mótorhjól eru mjög spennandi
fyrirbæri og fólk horfir mikið á
þau í umferðinni. Ég held að innst
inni langi alla í mótorhjól en ég
held að margir setji samasem-
merki á milli mótorhjóla og bíl-
slysa og hræðist þau þar af leið-
andi,“ segir Ari, sem býst við að fá
sér kraftmeira hjól næsta sumar.
Þegar hann er beðinn um að skýra
út hvað sé eiginlega svona frábært
við það að vera á hjóli stendur
ekki á svari. „Að keyra um á hjól-
inu veitir hugarró því hjólið er
einn af fáum stöðum sem maður
getur verið algjörlega einn með
sjálfum sér en þeim stöðum fer
stöðugt fækkandi. Það kemst eng-
inn annar inn í hjálminn, þar er
maður algjörlega einn með sjálf-
um sér.“ ■
EINS OG FERRARI Arnar Snær
keyrir um á Mv Agusta 1000
sem hann segir að sé kraftmesta
1000 kúbika götuhjólið á mark-
aðnum í dag. Hann á þrjú önnur
hjól og segist vera með algjöra
mótorhjóladellu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR