Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 74

Fréttablaðið - 06.05.2006, Side 74
 6. may 2006 SATURDAY42 Staða samkynhneigðra í hóp-íþróttum hefur talsvert verið í umræðunni í sænskum fjöl- miðlum síðustu vikurnar. Upphaf- ið má rekja til úrslitaviðureignar Färjestad og Frölunda í sænsku íshokkídeildinni. Stuðningsmenn Frölunda kölluðu þá leikmanninn Per Ledin kærasta Emils Kåberg, samherja hans hjá Färjestad. Leikmennirnir brugðust við með því að láta birta heilsíðumynd af sér í Aftonbladet, daginn eftir að þeir unnu sænska meistaratitil- inn. Á myndinni sjást þeir þaktir gylltum lit og Ledin smellir kossi á kinn Kåbergs sem heldur á stórri kampavínsflösku. Á milli þeirra er svo sjálfur bikarinn. Myrtur vegna kynhneigðar Myndin og köll stuðningsmanna Frölunda hafa á ný vakið upp umræðuna um stöðu samkyn- hneigðra í hópíþróttum. Fyrir ell- efu árum var íshokkíleikmaðurinn Peter Karlsson stunginn til bana eftir að hann kom út úr skápnum og fyrir fjórum árum var hand- boltadómarinn Peter Mattias Jans- son barinn til óbóta en skömmu áður hafði hann stofnað samtökin Samkynhneigðir íþróttamenn. Daginn eftir að Jansson var misþyrmt birtist stuðningsyfir- lýsing við hann og samtökin frá öllum helstu íþróttamönnum Sví- þjóðar í dagblöðum þar í landi. Í kjölfarið töluðu forystumenn hinna ýmsu íþróttahreyfinga um að þeir myndu berjast með kjafti og klóm gegn fordómum. Mörgum finnst þó lítið hafa unnist á þeim fjórum árum sem liðin eru. Lítið aðhafst „Mikið er rætt um að berjast gegn fordómunum hjá íþróttahreyfing- unni en enginn tekur þetta alvar- lega,“ segir Sören Andersson, for- maður RFSL samtakanna, sem barist hafa fyrir því að má burt öll tabú í kringum samkynhneigð. „Að sjálfsögðu finnast samkyn- hneigðir í íþróttum eins og annars staðar. Við höfum rætt við for- svarsmenn íþróttahreyfingarinn- ar um hvaða ráðum þeir beiti til að létta undir með samkynhneigð- um en það er fátt um svör. Íþrótta- hreyfingar fá opinbera styrki og þess vegna hefðum við talið að allir væru velkomnir. En því miður er það ekki svo.“ Einangraður heimur Magnus Hedman, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hellti sér af fullum krafti í umræð- una fyrir skömmu. „Þú lifir ekki af sem hommi í hópíþróttum,“ sagði Hedman í viðtali við sjón- varpsstöðina TV4, þar sem hann vinnur jafnframt sem fótbolta- þulur. Hedman telur að íþrótta- heimurinn sé einangraður og í engu sambandi við raunveruleik- ann. „Það er ekki til neitt sem heitir umburðarlyndi í íþróttaklef- anum og það er ógnvekjandi. Það er fyrst núna, eftir að ég hætti, sem ég átta mig á því hvað það er lítill og einangraður heimur sem íþróttamennirnir lifa í. Í sann- leika sagt hef ég ekki enn náð að jafna mig,“ sagði Hedman. Barnalegur heimur Hedman þekkir íþróttaheiminn að eigin raun en hann var um tíma atvinnumaður með Coventry á Englandi og Celtic í Skotlandi. „Þetta er svo ótrúlega barnalegur heimur. Það eina sem má ræða um í búningsherberginu eru bílar, stelpur, bíómyndir og fótbolti. Það er allt og sumt. Menn í hópíþróttum eru ekki í neinu sam- bandi við raunveruleikann.“ Hedman segir samkynhneigða ekki þá einu sem þjást. „Við eigum allir okkar leyndarmál en það má ekki ræða þau. Það má í raun ekki ræða um neitt annað en það sem flokkast sem normið í búningsklefanum.“ Hedman segir að ef hann hefði verið samkynhneigður hefði hann aldrei þorað að segja frá því í búningsklefanum. „Að vita til þess að það gæti verið notað gegn manni seinna meir hefði orðið til þess að ég hefði aldrei sagt frá því.“ Hvar eru þeir samkynhneigðu? Hedman segist aldrei hafa vitað af samkynhneigðum manni í bún- ingsklefanum. „Ef við miðum við hvernig samfélagið er samsett þá finnst mér þetta mjög ógnvekj- andi staðreynd. Hvað varð um alla samkynhneigðu mennina? Hættu þeir allir í íþróttinni eða þora þeir ekki að tala um hana?“ Hedman telur að það sé kom- inn tími til að íþróttahreyfingin opni nú augun og líti út fyrir hinn einangraða heim. „Ef enginn bregst við heldur þetta áfram á sömu nótum. Fótboltamenn gera bara eins og þeir hafa alltaf gert – kynslóð eftir kynslóð. Heimur- inn fyrir utan finnst ekki.“ ■ Hommar ekki velkomnir í hópíþróttum KÆRUSTUPARIÐ Íshokkíleikmennirnir Per Ledin og Emil Kåberg brugðu á leik eftir að stuðningsmenn andstæðinganna kölluðu þá kærustupar. Mynd þessi birtist í Aftonbladet daginn eftir að þeir unnu meistaratitilinn. Þeir eiga báðir unnustur. MYND/AFTONBLADID ÉG ER EKKI HOMMI Fredrik Ljungberg, sænski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, hefur oft verið kallaður hommi af stuðnings- mönnum annarra liða. Ástæð- an? Ljungberg er mikið tískufrík og þykir oft fara ótroðnar slóðir þegar tískan er annars vegar. Þar að auki er Ljungberg aðal nærfatamódel Calvin Klein. „Ég er ekki hommi en væri ég það myndi ég alveg þora að segja frá því. Ég á fjöldann allan af vinum sem eru hommar,“ sagði Ljungberg í viðtali við tímaritið Attitude sem stílar inn á samkyn- hneigða lesendur. Ljungberg var fyrir skömmu valinn kynþokka- fyllsti maður heims af lesendum Attitude. Fordómar eða jafnvel hatur í garð samkyn- hneigðra hefur lengi verið viðloðandi hóp- íþróttir. Heit umræða hefur átt sér stað í Svíþjóð um þessi mál. Fyrrverandi atvinnu- maður í fótbolta segir heim íþróttanna vera barnalegan og ekki í takt við raunveruleik- ann. Kristján Hjálmars- son kynnti sér málið. Það eina sem má ræða um í búningsherberginu eru bílar, stelpur, bíómyndir og fótbolti. Það er allt og sumt. Menn í hópíþróttum eru ekki í neinu sambandi við raunveruleikann. Réttu tækin í þrifin Nilfisk-ALTO háþrýstidælur á tilboðsverði Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Tilboðið gildir út maí 2006 eða meðan birgðir endast. R V 62 06 A Nilfisk-ALTO C 100 Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 440 l/klst. 6.888 kr. Nilfisk-ALTO E 140 X-TRA Þrýstingur: 140 bör Vatnsmagn: 500 l/klst. 26.888 kr. Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA Þrýstingur: 150 bör Vatnsmagn: 610 l/klst. 48.888 kr. Vort ilboð RV Nilfis k-AL TO h áþrýs tidæ lur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.