Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 84
 6. may 2006 SATURDAY52 Sjóliðastíllinn er eitt af því sem virðist aldrei fara úr tísku og í sumar er margt í tískunni sem hægt er að tengja við þennan klassíska stíl. Stíll- inn einkennist af hvíta litn- um, dökkbláa, rauða og stundum dökkgræna litnum og svo eru ýmsir fylgihlutir vinsælir með. Þá eru efst á lista klútar með myndum af akkerum, björgunarhringj- um og hnútum, siglingaskór, þverröndóttar flíkur og jafnvel bolir eða kjólar í sjóliðastíl. Þessi stíll er þó eins og aðrir (kúrekastíllinn og indjánastíllinn) að því leyti að það er ekki væn- legt að drekkja sér gjör- samlega í honum. Varast ber að hylja sig algjör- lega með flíkum í sjóliða- stílnum því ætlunin er ekki að líta út eins og maður sé genginn í sjóherinn. Best er að nota kannski einn eða tvo hluti í sjóliðastíl með venjulegu fötunum sínum og poppa þau þannig skemmtilega upp. Prófaðu að nota sigl- ingaskó við þröngu svörtu gallabuxurnar þínar eða sjóaraklút við fallega notaða kjólinn. Ekki vera feimin því það er allt leyfilegt í ástum og tísku. hilda@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > BORGHILDUR FER YFIR MÁLIN RÖNDÓTT Flottur bolur úr Centrum. BOLUR Sætur kónga- blár bolur úr Oasis. KLÚTUR Sætur og sjóara- legur. KRÚTTLEGAR Litlar stelpur í sjóliðakjólum. TOMMY HILFIGER Naomi Campbell sýnir hér matrósa- kjól frá Hilfiger. SKÓR Sætir skór sem væru flottir við þröngar gallabuxur. Úr Shoe Studio í Kringlunni. SIGLINGASKÓR Gaman væri að spóka sig um í þessum á hafnar- bakkanum. Fást í Shoe Studio. GLINGUR Gyllt glingur passar dásamlega við sjóarastílinn. Þessar hálsfestar eru úr Centrum. HVÍTAR BUXUR Nauðsynlegar fyrir hvern skútueiganda og tískudrós sem vill prófa sjóliðastílinn. Úr Centrum. > Skokkar... eru hrikalega heitir þessa dagana og því um að gera að finna sér einn sætan fyrir sumar- ið. Þessi á myndinni er úr smiðju Luellu Bartley. EMILY MORTIMER Leikkonan fagra er hér í skyrtu í sjóliðastíl. Allir um borð! ÞVERRÖNDÓTT Dökkblátt og hvítt, mjög sjóaralegt. Úr Oasis. HNÉBUXUR Flottar buxur úr Oasis. HVÍTT VESTI Flott á skipstjórann og fæst í Centrum. Ahoy! utlit@frettabladid.is Spáir þú mikið í tískuna? Ég spái í tísk- una en elti hana ekki. Um að gera að hafa bara gaman af þessu og taka sig ekki of alvarlega í fatavalinu. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Litaglaður og þægilegur. Þó á ég mína svörtu daga. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég er mjög hrifin af Preen og Erotokritos enda er ég umvafin fötum frá þeim á degi hverjum. Mér finnst Alexander McQueen frábær og fleiri og fleiri. Flottustu litirnir? Rafblár og eldrauður. Hverju ertu veikust fyrir? Skóm, skarti, dökku súkkulaði og lakkrís. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Svartan bol með marglitri mynd í Spúútnik. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Tímaleysið. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sum- arið? Fallegan kjól sem er á leiðinni í Tri- logiu og mig langar í skó sem fást í Kron. Svo kaupi ég mér einhverja skemmtilega tónlist til að koma mér í rétta sumarskap- ið. Uppáhaldsverslun? Það er svo margt skemmtilegt að gerast í verslunarmálum á Laugaveginum og nágrenni en ef ég nefni nokkrar þá eru það Trilogia, Kron, KronKron, Spúútnik, Mál og menning og Hjálpræðisherinn. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Mjög misjafnt. Stundum ekki eyri en stundum alveg ágætis summu. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ullarsokkanna minna. Mér er nær alltaf kalt á tánum. Uppáhaldsflík? Hjólajakkinn minn sem ég keypti í Barcelona... ekki það að ég hjóli mikið. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Lond- on en svo langar mig ansi mikið til New York og Tókýó. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Shelly´s-skór sem ég keypti í London fyrir mörg- um árum. Notaði þá tvisvar, kannski þrisvar. SMEKKURINN LENA VIDERØ SKARTHÖNNUÐUR OG AFGREIÐSLUDAMA Skór, skart og dökkt súkkulaði Ég er í svo miklum vandræðum núna. Þau felast aðallega í skorti á girnilegu innihaldi í fataskáp mínum. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki nóg af fötum því ég á alveg TROÐfullan fataskáp og meira til. Hins vegar er ég orðin svo endemis leið á innihaldinu að mér verður næstum flökurt af tilhugsuninni um að klæðast fötunum mínum einn dag í viðbót. Þetta er hin reglulega fataveiki tískufórnarlambsins. Ég er búin að nota öll fötin mín svo mikið að ég á orðið erfitt með að finna nýjar samsetningar. Tilfinningin er sú sama og þegar maður fær æði fyrir einhverjum tilteknum mat og borðar hann alveg þangað til að tilhugsunin um að láta þennan mat inn fyrir varirnar fær gubbuna til að skríða upp í háls. Alltaf þegar ég er að fara út þessa dagana þá stend ég fyrir framan úttroðinn fataskápinn og væli. „Ééég á eeeengiiin fööööt!!“ Svo húki ég og horfi og horfi....ímynda mér hinar ýmsu samsetningar af fötum en ekkert virðist vera nógu gott. Máta svo 6-13 mismunandi fatasett þangað til ég loksins kemst að einhverri glataðri niðurstöðu og er svo í mínus yfir lúðaútlitinu á mér allt kvöldið. Þetta hefur þann fylgifisk að ég mæti seint á gjörsamlega alla tónleika, öll matarboð, öll partý, allar bíóferðir. Allt. Ég botna ekkert í því hvað það er sem ég er búin að vera svo ofsalega sátt við að spóka mig um í síðustu mánuði. Ég virðist allavega vera komin með leið á því öllu. Augljósa lausnin hér er verslunarferð. Í hana kemst ég þó ekki fyrr en í ágúst og ég geeet ekki beðið! Það versta er að ég er algjör nirfill og tími aldrei að kaupa mér neitt dýrt. Og það er allt dýrt á þessu guðsvolaða landi. Lausnin er því sú að ég fari í ódýra, íslenska verslunarferð. Kíki í Rauða Krossinn, Hjálpræðisherinn og þræði svo vefnaðarvörubúðir, prjónabúðir, breyti gömlum fötum og gerist aktíf- ur fatasmiður. Eða þá bara að bíða þangað til ágúst en ég er ansi hrædd um að það verði búið að leggja mig inn á spítala, græna af bullandi fataveiki fyrir þann tíma. Flökurleiki og fataveiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.