Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 — 151. tölublað — 6. árgangur INNKAUPAKORT VISA Kíktu á www.visa.is Nýr dagur – ný tækifæri STANGVEIÐI Engir aukvisar í veiðimennsku Klúbbur stangveiðikvenna FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RÓLEGT VEÐUR - Í dag verður yfirleitt fremur hæg suðlæg eða suðvestlæg átt. Skýjað með köflum og dálítil væta af og til en léttskýjað austast á landinu. Hiti 7-16 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 Kippir sér ekkert upp við slúðrið Leikarinn Kurt Russell leikur aðalhlutverkið í kvik- myndinni Poseidon en segist ekki vera jafn strangur pabbi og persóna hans í myndinni. FÓLK 48 KARL,THEÓDÓR OG HRAFN Á húsbíl um Bandaríkin Eru með vídeóblogg á netinu FÓLK 62 ���������� ��������������������������������������������������������������� �� �� �� � �� � �� �� �� � �� � ���������������������� ���������������������������������������� �������� ������������������������������������������������ STJÓRNMÁL Sú óvissa sem uppi er um skipan nýrrar ríkisstjórnar fer illa í þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Það er í höndum formanna ríkisstjórnarflokkanna, Halldórs Ásgrímssonar og Geirs H. Haarde, að ganga frá myndun nýrrar stjórnar undir forsæti Geirs en alls er óvíst hvenær þeim tekst að ljúka verkinu. Litlar upplýsingar er að hafa um hve langt það er komið. Annir vegna leiðtogafundar Eystrasaltsráðsins sem hefst í Reykjavík í dag setja strik í reikn- inginn en í tengslum við hann eiga Halldór og Geir sérstaka fundi með erlendum starfsbræðrum sínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins sem Fréttablaðið ræddi við telja mikilvægt að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Segja þeir alla óvissu erfiða en sýna ástandinu innan Framsóknar- flokksins fullan skilning. Málin séu ekki í þeirra höndum og því lítið annað að gera en að bíða. Ástæða óþreyju sjálfstæðis- manna er ekki sprottin af löngun þeirra til að fá forsæti í ríkis- stjórninni á ný heldur af þjóð- hagslegum ástæðum. Segja þeir brýn verkefni á sviði efnahags- mála bíða úrlausnar, til dæmis að styrkja gengi krónunnar og koma til móts við óskir aðila vinnu- markaðarins um opinberar aðgerðir svo kjarasamningar haldi. Af sömu ástæðum telja þeir óhugsandi að boðað verði til kosn- inga í haust, minni hagsmunum væri þá fórnað fyrir meiri. Framsóknarþingmönnum er vandinn einnig ljós og þeir sem Fréttablaðið ræddi við sögðu mikilvægt að málum yrði hraðað. Töldu þeir sömuleiðis mikilvægt að þingflokkur Framsóknarflokks- ins þjappaði sér saman um tillög- ur formanns um skipan mála og legði innanflokkserjur til hliðar svo að ríkisstjórnarsamstarfið gæti gengið greiðlega fyrir sig. Engar upplýsingar er að hafa um hvernig ráðuneytum verður skipt milli flokkanna; hvort horfið verður aftur til þeirrar stólaskip- unar sem ríkti áður en breytingar voru gerðar á stjórninni í septemb- er 2004 þegar Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. - bþs Ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja formenn ríkisstjórnarflokkanna aðeins hafa nokkra daga til að ganga frá myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti Geirs H. Haarde. Mikilvæg verkefni á sviði efnahagsmála þoli enga bið. VIÐSKIPTI Nýr meirihluti í borgar- stjórn Reykjavíkur tekur til gagn- gerrar endurskoðunar samkomu- lag sem Síminn og Orkuveitan hafa gert með sér um kaup Orku- veitunnar á grunnneti Símans. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segir að fjárfesting Orkuveitunn- ar í grunnnetinu sé háð samþykki borgarstjórnar og því sé ljóst að fara verði vandlega yfir alla þætti málsins. „Þetta er stórmál sem fara þarf yfir í heild sinni,“ segir hann og kveður að fagleg og fjár- hagsleg sjónarmið muni ráða afstöðu hans þegar yfir lýkur. „Það kunna að vera til einhverj- ar aðrar leiðir en þessi og því ætla ég að gefa mér góðan tíma til að skoða málið enda er það gríðar- lega stórt.“ Vilhjálmur segir því ljóst að málið sé ófrágengið þrátt fyrir að Orkuveitan og Síminn hafi náð saman um hvernig standa eigi að því. „Ég átti ekkert frumkvæði að þessum viðræðum og hef ekki komið að málinu. Þegar talað er um fjárfestingu upp á nálægt því 22 milljarða króna þarf að fara yfir forsendur þess að málum sé svo komið að þetta sé góð leið. Maður getur velt fyrir sér af hverju Síminn kaupir ekki af Orkuveitunni eða af hverju ekki er stofnað hlutafélag utan um netið. Það er ýmislegt sem þarf að skoða.“ - óká VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Verðandi borgarstjóri Reykjavíkur segir að fara þurfi vel yfir tugmilljarða fjárfestingu Orkuveit- unnar í grunnneti Símans. Nýr meirihluti í borginni tekur kaup OR á grunnneti Símans til endurskoðunar: Grunnnetssala í uppnámi Guðjón á leið til Svíþjóðar? Knattspyrnustjórinn Guðjón Þórðarson gæti verið á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Helsingborg. Guðjón hefur hitt forráðamenn klúbbsins að máli auk félaga í Danmörku og Englandi. ÍÞRÓTTIR 57 Heiður úr Vesturheimi Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona hlaut á dögunum styrk úr sjóði sem kenndur er við bandaríska málarann Jackson Pollock og Lee Krasnar, eiginkonu hans. MENNING 40 Þreyttir þurfa hvíld „Nú nálgast örlagastundin: ríkisstjórninni er vart hugað líf til hausts, þótt hún kunni að sitja til vors,“ segir Þorvaldur Gylfason. „Við skulum horfa um öxl og rifja upp nokkur atriði úr yfir- lýsingunni frá 2003.“ Í DAG 30 STÓRIÐJA Samkvæmt grein sem er að finna á heimasíðu álfyrirtækis- ins Alcoa greiðir fyrirtækið helm- ingi minna fyrir raforkuna hér á landi en í Brasilíu. Alain Belda, stjórnarformaður Alcoa, segir í greininni að í Brasilíu borgi Alcoa 2.200 krónur á mega- vattstund en á Íslandi sé orkuverð- ið helmingi lægra, 1.100 krónur. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir tölurnar í greininni rangar. „Grundvallar- verð sem er í samningum Lands- virkjunar og Alcoa er umtalsvert hærra en nefnt er í þessari grein.“ Alcoa á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem saman- burður á verði í Brasilíu og Íslandi er sagður fráleitur og rangur. Alcoa Fjarðarál sá ástæðu til þess að biðja Landsvirkjun afsökunar á því sem kom fram í greininni. Endanlegt orkuverð tekur meðal annars mið af heimsmark- aðsverði á áli. Greinin hefur verið tekin af heimasíðu Alcoa. - mh Grein á heimasíðu Alcoa: Verð lægra hér en í Brasilíu ÍSLAND-ÞÝSKALAND Geir H. Haarde utanríkisráðherra átti viðræður við starfsbróður sinn, Frank-Walt- er Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, á Þingvöllum í gær. Sögðu þeir samskipti ríkj- anna um þessar mundir vera eins og best yrði á kosið. Steinmeier sagði þýsk stjórnvöld fylgj- ast af áhuga með viðræðum Íslendinga og Banda- ríkjamanna um varnarsamstarfið og framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Sagðist hann vonast til að þær fengju farsælar lyktir. Steinmeier er hingað kom- inn til að sækja leiðtogafund Eystrasaltsráðsins, sem hefst í Reykjavík í dag. - aa Utanríkisráðherrafundur: Varnarviðræð- ur bar á góma FRANK-WALTER STEINMEIER HALLDÓR ÁSGRÍMSSON RÆÐIR VIÐ GÖRAN PERSSON Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins verður haldinn í Reykjavík í dag með þátttöku ellefu aðildarríkja ráðsins, auk Evrópusambandsins. Halldór Ásgrímsson tók á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í kvöldverðarboði sem haldið var í Perlunni í gærkvöldi. Halldór stýrir fundinum en hann hefst klukkan níu á Nordica Hótel. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.